Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 10
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 UPPLÝSINGATÆKNI Landhelgisgæsla Íslands notaði í fyrrinótt nýjan miðunarbúnað til að finna mann sem villtist á göngu við Svínafells- jökul. Búnaðurinn var um borð í þyrlu gæslunnar, TF-GNÁ, og nýttust upplýsingar úr honum, ásamt upp- lýsingum frá stjórnstöð Lands- bjargar, við að staðsetja manninn með nokkurri nákvæmni um klukkutíma eftir að þyrlan kom á staðinn. Þá var búið að þrengja leitarsvæði björgunarsveitar- manna Landsbjargar sem höfðu leitað mannsins í afleitu veðri í um fimm tíma. Maðurinn fannst tveimur tímum síðar á Hafrafelli, kaldur og máttfarinn. „Þetta er í fyrsta skipti sem bún- aðurinn nýtist okkur við leit. Við höfum notað hann tvisvar áður en í þeim tilvikum fannst viðkomandi aðili áður en við komum á staðinn eða var með slökkt á farsíma,“ segir Höskuldur Ólafsson, tækni- stjóri hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur og fleiri starfs- menn gæslunnar hafa undan- farna mánuði unnið að prófunum á búnaðinum í samstarfi við hug- búnaðarfyrirtækið Rögg og Óskar Valtýsson, fjarskiptastjóra hjá Landsvirkjun. Óskar og Baldvin Hansson, starfsmaður Röggvar, hafa báðir farið með þyrlum gæslunnar í allar ferðirnar og séð um rekstur búnaðarins. „Leit með búnaðinum virkar þannig að flogið er með hann um leitarsvæðið á meðan hann býr til þjónustusvæði fyrir farsíma. Ef sá aðili sem leitað er að er með kveikt á sínum farsíma miðar bún aðurinn hann út og leitaraðilar fá stað- setningu hans með nokkuð mikilli nákvæmni. Þetta er mjög mikil- vægur búnaður og algjör bylting í leit eins og í fyrrinótt,“ segir Höskuldur. Hugmyndin að búnaðinum kom fyrst upp hjá Óskari Valtýssyni þegar hann fylgdist með frétta- flutningi af umfangsmikilli leit að ungum Svía sem festist í sprungu á Sólheimajökli árið 2011. „Þegar ég heyrði í fréttum að maðurinn hefði hringt í Neyðar- línuna gerði ég ráð fyrir að þessi búnaður væri til og að maðurinn yrði miðaður út og síðan fundinn. Daginn eftir heyrði ég að björg- unar sveitarmenn væru enn að leita að honum og þá setti ég saman hugmynd að búnaðinum og eftir það fóru hlutirnir að rúlla,“ segir Óskar Valtýsson. Að hans sögn er hugmyndin sú að búnaðurinn verði á endanum hluti af tækjabúnaði Landhelgis- gæslunnar. haraldur@frettabladid.is Mjódd l Salavegur l Hverafold l Grandi l Akureyri l Höfn Grindavík l Reykjanesbær l Borgarnes l Egilsstaðir l Selfoss Nicotinell fæst núna í öllum verslunum Nettó 1.199kr/pk - Fruit 799 kr/pk Nýtt í Nettó! NÝTT Í tilefni 40 ára afmælis Glóeyjar veitum við 10-40% afslátt af völdum útiljósum í september. AFMÆLIS AFSLÁTTUR Öræfajökull Skeiðarársandur HafrafellSkeiðarárjökull VAT N A J Ö K U L L Nýr leitarbúnaður sannar strax gildi sitt Nýr miðunarbúnaður aðstoðaði við leit að manni sem villtist við Svínafellsjökul. Búnaðurinn mun á endanum verða hluti af tækjabúnaði Landhelgisgæslunnar. Miðunarbúnaðurinn notar sérstakt loftnet sem beinir radíómerkinu niður á við og nær því ofan í gil og sprungur, ólíkt því sem oft gerist við sendingar úr hefðbundnum sendistöðvum. Miðunarbúnaðurinn er í raun færanleg GSM-móðurstöð með fylgibúnaði á stærð við litla ferðatösku. Þegar kveikt er á búnaðinum býr hann til þjón- ustusvæði og í kjölfarið nema farsímar hann sem mögulegan þjónustu- aðila. Þegar farsími reynir að hafa samskipti við búnaðinn nýtir hann innbyggða eiginleika GSM-kerfisins og mælir þann tíma sem það tekur fyrir radíómerki að fara frá móðurstöðinni í þyrlunni og í farsímann. Þá eru gerðar mælingar á þeim upplýsingum og þeim raðað inn í reiknimódel sem reiknar út staðsetningu farsímans. Þegar staðsetningin liggur fyrir sendir búnaðurinn síðan sms-skilaboð í viðkomandi farsíma um að hjálp sé á leiðinni. Ef aðilinn sem leitað er að er með meðvitund er einnig hægt að nota búnaðinn til að hringja í viðkomandi og hann getur sömuleiðis hringt til baka. SENDIR SMS-SKILABOÐ UM AÐ HJÁLP SÉ Á LEIÐINNI 35 km Með búnað- inum er hægt að ná sam- bandi við farsíma sem eru í allt að 35 kílómetra fjar- lægð. Save the Children á Íslandi SKÓLAMÁL „Við fögnum þessu, það er fyrst og fremst ótrúlega gott að það sé verið að eyða þessari óvissu,“ segir María Rut Kristins- dóttir, formaður Stúdentaráðs, um þá ákvörðun Illuga Gunnars- sonar menntamálaráðherra og LÍN að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli námsmanna gegn LÍN. „Við erum búin að vinna að þessu í allt sumar og nú er kom- inn algjör loka punktur á þetta,“ segir María Rut, og bendir á að margir námsmenn hafi ákveðið að fara ekki í nám í vetur vegna óvissunnar sem ríkt hafði um framfærsluna. Hún bendir á að þrátt fyrir að endurskráningu í námskeið hafi lokið í gær, hafi þau fengið vilyrði fyrir því að að það verði hægt að breyta skráningu eitthvað áfram. Skólinn muni sýna þessum að- stæðum skilning, þeir sem hafa til dæmis skráð sig í aukaáfanga til að ná upp nógu mörgum einingum til þess að fá lán, geta endurskoðað sína skráningu. - ka, hrs Formaður Stúdentaráðs fagnar ákvörðun menntamálaráðherra og LÍN: Algjör sigur fyrir stúdenta STÚDENTARÁÐ FAGNAR María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, fagnar ákvörðun menntamálaráðherra og LÍN. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SVONA VIRKAR NÝR LEITARBÚNAÐUR LANDHELGISGÆSLUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.