Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 78
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 BAKÞANKAR Stígs Helgasonar David Bowie og hljómsveitin Arc- tic Monkeys eru á meðal þeirra sem hafa fengið tilnefningar til bresku Mercury-tónlistarverðlaunanna. Reynsluboltinn Bowie er til- nefndur fyrir plötuna The Next Day, sem er hans fyrsta í tíu ár, en Arctic Monkeys er tilnefnd fyrir AM sem er nýkomin út. Aðrir sem voru tilnefndir voru James Blake, Disclosure, Laura Marling, Foals, Rudimental, Laura Mvula, Savagers og Villagers. Arctic Monkeys, Laura Marling, Bowie, Foals, Villagers og James Blake hafa öll verið tilnefnd áður til hinna virtu Mercury-verðlauna og hlaut Arctic Monkeys þau árið 2006. Á meðal annarra sem hafa hlotið verðlaunin eru P.J. Harvey, The xx og Badly Drawn Boy. Hljómsveitin Alt-J bar sigur úr býtum í fyrra með plötuna An Awesome Wave. Mercury-verðlaunin verða afhent í London 30. október. Bowie tilnefndur Tólf fl ytjendur tilnefndir til Mercury-verðlaunanna. DAVID BOWIE Reynsluboltinn var tilnefndur fyrir sína fyrstu plötu í tíu ár. NORDICPHOTOS/GETTY Jodie Foster, best þekkt fyrir leik sinn í myndum á borð við Silence of the Lambs og Taxi Driver, hyggst leikstýra þætti af Netflix-seríunni House of Cards, með Kevin Spacey í aðalhlutverki. Samkvæmt miðlum vestanhafs eru tökur á þættinum hafnar í Baltimore í Bandaríkjunum. Serían hefur farið sigurför um heiminn og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir vikið, meðal annars fengið Emmy-tilnefningar í ár. Foster er þó ekki að leikstýra sjón- varpsþætti fyrir Netflix í fyrsta sinn, en hún leikstýrði þriðja þætti í fyrstu seríu af Orange is the new black, annarri sjón- varpsseríu sem framleidd er af Netflix. Þættir úr smiðju Netflix hafi vakið mikla athygli undanfarið, en fyrirtækið framleiddi einnig nýjustu þáttaröð Arrested Deve- lopment. - ósk Foster fastur liður á Netfl ix Breska fatakeðjan Primark gerði nýlega tólf vikna prufusamning við netverslunina Asos.com sem er ein vinsælasta fatanetverslun heims. Samningurinn fól í sér að Asos seldi nokkrar útvaldar flíkur frá Primark og seldust þær upp á örfáum dögum. Nú hefur það hins vegar verið staðfest að Primark vilji slíta samningnum. Dagblaðið Times hafði eftir talsmanni Primark að verslunin ætli í staðinn að opna eigin net- verslun og mun hún fara í loftið í nánustu framtíð. Í Times kemur einnig fram að ástæðan fyrir samningsslitunum væri líklega sú að Primark hafi þótt umboðssölu- gjöldin of há. „Einnig er líklegt að Primark ógni öðrum söluaðilum á Asos því fatnaður þeirra er mun ódýrari,“ ritar blaðamaður Times. Hætta við samstarf Tískurisinn Primark hefur nú hætt við að selja föt sín á vinsælu netversluninni Asos.com. Fatahönnuðurinn Mathew Willi- amson opnaði nýverið netverslun og vefsíðu sem heitir MW Daily. Á síðunni má finna mynstraðar flíkur sem hann gerði í samstarfi við Rachel Zoe, Siennu Miller og Arizonu Muse. Þær gerðu allar sínar eigin útgáfu af nýjustu fata- línu Williamson. Miller endur- gerði blómaveski og Zoe kápu úr gerviskinni. Williamson undirbýr sig þessa stundina undir tískuvikuna í London þar sem hann mun sýna vor- og sumarlínuna 2014. Opnar vefsíðu NÝ VEFSÍÐA Í LOFTIÐ Mathew William- son opnaði sína fyrstu netverslun nú á dögunum. NORIDPHOTOS/GETTY RIFTI SAMNINGUM Verslunar- keðjan Primark sleit samning við netversl- unina Asos og mun því ekki selja föt á síðunni. NORDIC- PHOTOS/GETTY AÐEINS SÝNINAR ÞESSA HELGI SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÉAULINN G 2 3D KL. 6 BLUE JASMIN KL. 8 / MALAVITA KL. 8 - 10 THIS IS US 3D KL. 6 / JOBS KL. 10 „HROSS Í OSS ER AFAR FRUMLEG OG ÁHUGAVERÐ MYND“ ÉAULINN G 2 2D KL. 3.30 - 5.45 AULINN ÉG 2 2D LÚXUS KL. 3.20 ÉAULINN G 2 3D KL. 3.30 MALAVITA / MALAVITA LÚXUS KL. 8 - 10.30 BLUE JASMIN KL 5.45 - 10.15 THIS IS US 3D KL 5.45- 8 ÉFLUGV LAR 2D Í SL TAL KL 3.30 ELYSIUM KL. 8 - 10.25 PERCY JACKSON KL. 5.40 2 GUNS KL. 8 10.30 - STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 3.20 BLUE JASMIN KL. 5.45 - 8 - 10.15 AULINN ÉG 2 2D KL. 5.45 DESPICABLE ME 2 2D KL. 8 ÖLLI HEIMILDAMYND KL. 5.30 HROSS Í OSS KL. 6 - 8 - 10 ELYSIUM KL. 10.20 PERCY JACKSON KL. 8 2 GUNS KL. 10.15 -H.S., MBL SANNSÖGULEG MYND UM ÆVI STEVE JOBS STOFNANDA APPLE, MEÐ ASHTON KUTCHER Í AÐALHLUTVERKI. T.V. - BÍÓVEF. /S&H AULINN ÉG 2 - ÍSL 4, 6 3D AULINN ÉG 2 - ÍSL 4 2D DESPICABLE ME 2 - ENS 6, 8 2D MALAVITA 8, 10.20 JOBS 8, 10.10 KICK ASS 2 10.40 STRUMPARNIR 2 - ÍSL 3.50 2D Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. T.V. - Bíóvefurinn ÍSL OG ENS TAL T.V. - Bíóvefurinn 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE S.E. FOX-TV SPARBÍÓ T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H Á Íslandi eru fáir staðir jafndásamlega þýskir og núdistapallurinn á Sundhöll Reykjavíkur. Hvergi annars staðar getur maður legið á bekk, notið sjaldgæfrar veðurblíðunnar og fylgst um leið með alls- berum gömlum manni skokka löturhægt í hringi með sundskýluna sína í hendinni. SJÁLFUR hef ég reyndar ekki komist upp á lagið með að striplast þarna til fulln- ustu. Það er ekki bara vegna þess að fólk- ið í elliblokkinni við hliðina á hefur mjög gott útsýni yfir hann heldur grunar mig að þar spili inn í minningin um það þegar sturtuvörðurinn stoppaði mig, sirka ell- efu ára (alltént á viðkvæmasta aldri), hálfum metra áður en ég yfirgaf sturtuklefann enn þá með skýluna í lúkunum á leiðinni í skólasund. Mér hefur hins vegar fundist ég skuldbundinn Sundhöllinni allar götur eftir þessa félagslífgjöf og stundað pallinn grimmt. Í sumarlok lá ég þar á bekk, einu sinni sem oftar, þegar upphófust maraþonsamræður um allt milli himins og jarðar á milli nokkurra sóldýrkenda á miðjum aldri. „Kunn- ingi minn er lögfræðingur, og mágur hans er hálfþroskaheftur,“ var byrjunin á einum samtalsleggnum, sem voru hver öðrum kostulegri og hverfðust um allt frá genetísku vaxtarlagi lögregluþjóna til þess hvílík blessun verðbólgan hefði verið íslenskum heimilum á árum áður. ÞEGAR mig þraut loks örendið sneri ég mér á magann til að koma í veg fyrir að þessir kviknöktu vinir mínir sæju mig reyna að bæla niður hláturinn, en þá blasti við mér skorpinn pungur sem kreistist út á milli læranna á manninum á næsta bekk fyrir aftan mig þar sem hann lá í einhvers konar læstri hliðarlegu og brann á síðunni. EN ég lét það ekkert á mig fá og gerði heldur að mínum orð þess skrafhreifnasta, sem lá yfirvaraskeggjaður og spengilegur, kviknakinn með krosslagða fætur, höfuðið röngu megin á bekknum og spenntar greip- ar undir því, og sagði hátt og snjallt (og reynum að horfa fram hjá því að hann hafi verið að tala um viðskilnaðinn við eigin- konuna til aldarfjórðungs): „Mér finnst ég aldrei hafa verið eins frjáls og núna.“ Karlar í veldi sínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.