Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 40
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk, tíska og skart. Heilsa og list. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Fröken Fix. Fataskápurinn og Innblástur. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 2 • LÍFIÐ 13. SEPTEMBER 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Hár og makeup Tara Pétursdóttir Stílisti Marín Manda Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært Á landsleik Íslands og Albaníu á þriðjudaginn var margt um mann- inn. Þar voru meðal annars Rakel Garðarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Vesturports, og eiginmaður hennar, Björn Hlynur Haraldsson leikari. Þá voru einnig í áhorfendastúkunni Vignir Rafn Valþórsson leikari og Björn Bragi Arnarson sjónvarps- maður. Þá var Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, forstjóri Sports Direct á Íslandi, á staðnum og fagnaði ákaft þegar ljóst var að Ísland hefði unnið sigur á liði Albana. Hall- grímur Helgason rithöf- undur lagði leið sína á leikinn. haustvörurnar komnar í Gyllta köttinn! AUSTURSTRÆTI 8 - 10 • SÍMI 534 0005 OPIÐ ALLA DAGA Helga Ólafsdóttir, eigandi Lastashop.com, kynnir íslenska hönnuði í Los Angeles og segir viðbrögðin hafa verið frábær. „Þetta var hugmynd sem ég var búin að ganga með lengi. Ég á svo mikið af vinum sem búa í út- löndum en fara mikið til Íslands og flestir hafa verið að kaupa sér skó og fatnað sem er íslensk hönnun og fæst bara á Íslandi. Við erum með svo frábæra hönnuði og því fannst mér tilvalið að koma þessu á framfæri hér úti. Ég hef búið í LA í þrjú ár en áður bjó ég í London í þrettán ár. Það var ekkert meira sem beið mín í London svo ég ákvað að færa mig um set. Svo er bara yndis- legt að vakna hér upp með sólina skínandi inn um gluggann,“ segir Helga Ólafsdóttir, eigandi netverslunarinnar Lastashop, sem var opnuð í sumar. Helga starfaði áður nánast eingöngu við fjár- festingar svo hún segir fatabransann vera skemmtilega tilbreytingu. „Sjálf er ég að fram- leiða þrjár línur; Kali fyrir Svölu Björgvins, Zisku eftir Hörpu Einarsdóttur og okkar eigin línu sem heitir By-Lasta eins og búðin. Sú lína er meira hversdagsfatnaður. Harpa var efst á blaði þegar ég fór að skoða íslensku hönnuðina og ég er mjög stolt yfir að hafa hana með okkur. Við stefnum á rauða dregilinn með Zisku-línuna.“ Helga segir markmiðið að öll hönnun í versl- uninni sé íslensk og hún er í engum vafa um að vefverslanir séu framtíðin. Fljótlega verði jafn- vel hægt að prófa fatnaðinn „online“. Merkin sem fást í Lastashop.com verða einnig fáanleg í E-label á Íslandi frá og með miðjum september. TÍSKA STEFNIR Á RAUÐA DREGILINN MEÐ ZISKA-LÍNUNA Helga Ólafsdóttir hefur opnað íslensku netverslunina Lastashop.com í LA og selur eingöngu föt eftir íslenska hönnuði. „Ég hef alltaf verið að gera eitthvað í höndunum en ákvað síðan að útbúa armband með blóðsteini fyrir vin- konu mína, sem var að byrja í skóla á ný, því steinninn er svo góður fyrir hugann. Fleiri vinkonur fóru síðan að óska eftir armböndum svo þetta vatt bara upp á sig,“ segir Guðrún Edda Haraldsdóttir, sem nú getur vart annað eftirspurninni eftir ástarböndunum. Armböndin eru unnin úr orkusteinum og kristöllum og segist hún jafn- an reyna að hafa jákvæða merkingu með armböndunum en litlu búddarnir tengjast meðal annars góðu andlegu jafnvægi. Nafnið segir hún tilkomið vegna þess að arm- böndin vinni hún með heilmiklum kærleik og ást. Ástar- armböndin og -hálsmenin er hægt að nálgast í gegnum Facebook-síðuna Guðrún Edda-Ástarbönd. SKART ÁSTARBÖND Guðrún Edda Haraldsdóttir hannar armbönd og háls- men sem unnin eru með heilmiklum kærleik og ást. Ástarböndin eru búin til úr orkusteinum og kristöllum og fást í ýmsum litum og gerðum. Búddarnir eru meðal annars vinsælir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.