Fréttablaðið - 13.09.2013, Side 6

Fréttablaðið - 13.09.2013, Side 6
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvaða fyrrverandi ráðherra dæmir með Bubba í hæfi leikakeppninni Ís- land got talent? 2. Hvað hafa mörg kynferðisbrot verið kærð til lögreglu frá áramótum? 3. Hjá hvaða liði ætlar Þórey Edda Elís dóttir að efl a stangarstökksþjálfun? SVÖR: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 2. 517. 3. Ármanni. Frestur til að senda athugasemdir rennur út 20. september 2013 Kynntu þér málið á adalskipulag.is AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR 2010-2030 Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 4. júní, 2013 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, samkvæmt 31. gr. laga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu, sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Athugasemdir Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30 gr., voru teknar til umfjöllunar í borgarráði þann 25. júlí, 2013 ásamt minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs um viðbrögð Reykjavíkurborgar við athugasemdunum. Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2010–2030 og er endurskoðun á aðalskipulaginu 2001–2024. Endurskoðunin hefur staðið yfir undanfarin ár og hefur falist í margvíslegri greiningarvinnu, mati valkosta og samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Aðalskipulagstillagan er kynnt samhliða breytingum á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, sem nauðsynlegt var að ráðast í vegna endurskoðunar á stefnu aðalskipulagsins. Athugasemdir Skipulags- stofnunar, dagsettar 16. júlí 2013, eru lagðar fram með aðalskipulagstillögunni, ásamt viðbrögðum Reykjavíkurborgar við þeim, dagsettum 22. júlí 2013. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum hefur legið frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, síðan 9. ágúst 2013 og verður í kynningu til og með 20. september 2013. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi166, 3. hæð. Tillöguna og önnur kynningargögn má nálgast á vefsvæðinu adalskipulag.is Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 20. september 2013. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Megin breytingar frá gildandi aðalskipulagi: Þéttari og blandaðri byggð Minna landnám og minni landfyllingar Vistvænni samgöngur Ákveðnari verndun opinna svæða Húsnæði fyrir alla Skýrari kröfur um gæði byggðar UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ekki tímabært að ræða framhald aðildarviðræðna Íslands við Evr- ópusambandið fyrr en skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu við- ræðnanna og þróun sambandsins hafi verið lögð fram. Í umræðum á Alþingi í gær greindi hann frá því að hann hefði óskað eftir því að stofnunin gerði slíka skýrslu. Össur Skarphéðinsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, gagnrýndi Gunnar Braga harðlega fyrir að hafa leyst upp samninganefnd og viðræðuhópa Íslands vegna við- ræðnanna og sagði hann þar með fara á svig við vilja Alþingis og að fyrsta skrefið væri stigið til að slíta viðræðunum. Utanríkisráðherra sagði ríkis- stjórnina vera með jákvæða og metnaðarfulla sýn í Evrópu- málum, með öflugu samstarfi við Evrópusambandið. Samskiptin við sambandið stæðu á traustum fótum og bæri EES-samstarfið þar hæst. „Ég vil að við stundum sterka og sýnilega hagsmunagæslu innan EES og annarra samninga sem við höfum gert við Evrópusam- bandið,“ sagði utanríkisráðherra. Slíkt kallaði á mannafla og við- veru í Brussel. Tillögur í þessa veru væru á hans teikniborði og hann legði áherslu á tví- hliða samninga við sam- bandið. Gunnar Bragi segir að ákvörðun um umsókn að ESB hafi verið tekin án þeirrar sannfæringar og samstöðu sem hefði þurft að vera til staðar. Fólk geti treyst því að viðræðurnar Segir ekki tímabært að ræða framhald ESB-viðræðnanna Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vill efla tvíhliða samskipti við Evrópusambandið. Össur Skarp- héðins son þingmaður segir almenning réttilega búast við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. EVRÓPUMÁL Stækkunarskrifstofa Evrópu- sambandsins mun í næstu viku leggja niður deildina sem sá sérstaklega um málefni sem tengdust umsókn Íslands að ESB. Þess í stað verður stofnuð ný deild sem mun sjá bæði um málefni Íslands og Svartfjallalands. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækk- unarstjóra Evrópusambandsins, að fram- kvæmdastjórnin muni hafa starfsfólk til að sinna málefnum Íslands á meðan Ísland er í aðildarferli. „Að sjálfsögðu fer fjöldi starfsfólks sem vinnur að málefnum hvers lands eftir vinnu- álagi sem fylgir, og þar sem [íslenska] ríkis- stjórnin hefur tilkynnt um hlé á viðræðum hefur vinna við það dregist saman. Það hefur hins vegar engin sérkunnátta tapast og fram- kvæmdastjórnin getur hafið vinnu við samn- ingaferlið án tafar ef til þess kemur.“ Í Fréttablaðinu í gær var skýrt frá því að utanríkisráðherra hefði leyst upp samninga- nefnd Íslands við ESB og samningahópa. Stano segir þá ákvörðun utanríkisráðherra ekki koma framkvæmdastjórninni á óvart í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi margoft lýst því yfir að ekki standi til að halda áfram aðildarviðræðum. - þj Framkvæmdastjórn ESB hefur einnig dregið saman seglin í aðildarferlinu: Umsókn Íslands sameinuð Svartfellingum VIÐ FUNDARBORÐIÐ Gunnar Bragi Stefánsson utan- ríkisráðherra hitti Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB, á fundi í Brussel í sumar. MYND/EUROPA.EU DÓMSMÁL Mál gegn karlmanni sem er ákærður fyrir sérstak- lega hættulega líkamsárás þegar hann á að hafa slegið flösku í andlit leigubílstjóra var þingfest í Héraðs dómi Reykjaness í gær. Maðurinn er einnig ákærður fyrir fjársvik og eignaspjöll. Í ákæruskjali kemur fram að maðurinn hafi látið leigubíl- stjórann aka sér til Hafnar fjarðar í desember árið 2011. Þegar þangað var komið steig maðurinn út úr bifreiðinni án þess að greiða fyrir aksturinn og sló leigubíl- stjórann í andlitið með flösku í gegnum hliðar rúðu bílsins. - vg Ákærður fyrir líkamsárás: Sló bílstjóra með flösku LEIGUBÍLAR Leigubílstjórinn var sleg- inn í andlitið. SAMGÖNGUR Miklar fram kvæmdir standa nú yfir á Hverfis götu en unnið er að því að endurnýja göt- una frá grunni. Unnið er á kafl- anum milli Klappar stígs og Vita- stígs og á gatnamótum Vitastígs og Hverfisgötu. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að opna gatnamótin fyrir bílaumferð í byrjun október. Ráð- gert er að hefja fram kvæmdir á gatnamótum Hverfisgötu og Frakkastígs í næstu viku og verður bílaumferð beint um hjá- leiðir. Gönguleiðum niður Frakka- stíg verður þó haldið opnum. - ka Framkvæmdir á Hverfisgötu: Opna fyrir um- ferð í október verði ekki teknar upp aftur fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Össur Skarphéðinsson segir ráðherra hafa slegið Íslandsmet í ræðu sinni á Alþingi í gær. „Því honum tókst í einni ræðu bæði að fara gegn eigin yfirlýs- ingum, storka fullveldi Alþingis og líka að fara gegn stefnu ríkis- stjórnarinnar,“ sagði Össur. En formenn stjórnarflokkanna hefðu báðir lýst því yfir að þjóðarat- kvæðagreiðsla um framhald við- ræðna færi fram á þessu kjör- tímabili. Almenningur byggist því réttilega við að staðið yrði við þau fyrirheit. Skiptar skoðanir eru um Evrópu- málin innan Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður flokksins, viðurkennir að hann sé í minnihluta innan flokksins. Hann telji rétt að Alþingi hefði átt að taka þá ákvörðun að gera hlé á aðildar- viðræðunum þar sem ríkis stjórnin sæti í skjóli þingsins og hefði ekki sjálfstætt vald. Alþingi hefði ákveðið árið 2009 að farið yrði í við- ræðurnar og Ísland hefði t.d. gerst aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Alþjóðabankanum, EFTA, NATO og fleiri stofnunum með þings álykt- unar tillögum. Til að vera sjálfstæð þjóð þurfi stundum að taka ákvörðun um full- veldisafsal til að vera með öðrum þjóðum. „Það er engin upp- gjöf. Fullkomið sjálf- stæði í sam skiptum við aðrar þjóðir er ekki til lengur,“ sagði Vilhjálmur. heimir@frettabladid.is Á ÖNDVERÐUM MEIÐI Össur Skarphéðinsson, þing- maður Samfylkingar, gagnrýnir Gunnar Braga Sveinsson utanríkis- ráðherra harðlega fyrir að leysa upp samninganefnd og viðræðuhópa vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.