Fréttablaðið - 25.09.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 25.09.2013, Síða 12
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 PI PA R\ TB W A W A \T BW PA R\ PI PA S ÍASÍ A S ÍA 1 32 75 44 27 54 13 2 Skeifunni 11B Reykjavík Sími 519 7550 promennt@promennt.is promennt.is Námskeið sérstaklega ætlað 60 ára og eldri sem litla sem enga tölvukunnáttu hafa. Hæg yfirferð með reglulegum upprifjunum og endurtekningum í umsjá þolinmóðra og reyndra kennara. Tölvugrunnur, internetið og tölvupóstur. Hefst: Lýkur: Kennt: (sjö skipti) frá Verð: (Kennslubók á íslensku innifalin) Hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undir- stöðu. Byrjað er á upprifjun tölvugrunns áður en haldið er lengra í ritvinnslu. Frekari æfingar í notkun internets (t.d. Facebook o.fl.) og í allri meðferð tölvupósts. Hefst: Lýkur: Kennt: (sjö skipti) frá Verð: (Kennslubók á íslensku innifalin) Vinsælt og gagnlegt námskeið þar sem tekið er fyrir það helsta sem almennir notendur þurfa að kunna um stafrænar myndavélar. Yfirfærsla mynda í heimilistölvuna, skipulag myndasafns, einfaldar lagfæringar, myndir prentaðar og sendar í tölvupósti. Hefst: Lýkur: Kennt: (fjögur skipti) frá Verð: (Kennsluhefti á íslensku innifalið) Hollvinasamtök varðskipsins Óðins Aðalfundur Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins verður haldinn miðvikudaginn 9. október næstkomandi. Fundurinn verður í Víkinni - sjóminjasafni Reykjavíkur, Grandagarði 8 og hefst klukkan 17.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Hollvinir varðskipsins Óðins hafa með samstilltu átaki bjargað þessu merkilega skipi, gert það að lifandi safni um baráttu okkar í þorskastríðunum og helsta djásni sjóminjasafnsins. Hollvinir, fjölmennið á fundinn. Nýir félagar velkomnir. Stjórn Hollvinasamtaka Óðins Óðinn reyndist sérlega vel sem björgunarskip. Hann dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip 14 sinnum af strandstað. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa. KO M A lm an na te ng sl/ sv ar th ví tt eh f. BRASILÍA Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, tilkynnti í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í gær að hún ætlaði sér ekki að mæta í matarboð hjá Barack Obama Bandaríkjaforseta sem átti að halda 23. október næstkomandi. Þetta gerir hún til að mótmæla njósnum Bandaríkjamanna víða um heim, þar á meðal í Brasilíu, sem komst upp um eftir að Edward Snowden lak skjölum frá banda- rísku leyniþjónustunni til fjöl- miðla í vor. Hún fordæmdi njósnirnar harð- lega í ræðu sinni: „Við stöndum frammi fyrir alvarlegum brotum á mannréttindum og borgararétt- indum,“ sagði hún, „og sér í lagi virðingarleysi gagnvart þjóðar- fullveldi“. Hún segist hafa krafist þess að bandarísk stjórnvöld kæmu með afsökunarbeiðni og gæfu bæði skýringar og tryggingar fyrir því að slíkt yrði aldrei endurtekið. „Ríkisstjórn mín mun gera allt sem í valdi hennar stendur til þess að vernda mannréttindi allra Brasilíu manna og verja okkur gegn ólöglegum hlerunum sam- skipta og gagna,“ sagði hún í ræðu sinni. Málið þykir hið vandræðaleg- asta fyrir Obama, sem hefur ekki boðið leiðtogum margra annarra þjóða til hátíðarkvöldverðar í Hvíta húsinu. Rousseff Brasilíufor- seti átti að verða eini þjóðarleið- toginn sem fengi slíkt boð á þessu ári en nú lítur út fyrir að enginn slíkur hátíðarkvöldverður verði haldinn á árinu í Hvíta húsinu. Heimboðið var ákveðið í maí síðast liðnum, aðeins fáeinum vikum áður en blaðamaðurinn Glenn Greenwald birti fyrstu fréttirnar af hlerunum Banda- ríkjamanna. Rousseff tók hins vegar ákvörðun sína um að hætta við heimboðið eftir að röð fréttaskýr- ingaþátta hafði birst í brasilísku sjónvarpi, þar sem ítarlega var fjallað um hleranir bandarísku leyniþjónustunnar í Brasilíu. Meðal þeirra sem stóðu að gerð þeirra þátta var Greenwald. Þar kom meðal annars fram að samskipti Rousseffs við aðstoðar- menn hennar hefðu verið hleruð. Hún sagði í ræðu sinni að njósna- starfsemi af þessu tagi væri brot á þeim meginreglum sem hlytu að liggja samskiptum vinaþjóða til grundvallar. gudsteinn@frettabladid.is Afþakkar heimboð vegna njósnamáls Forseti Brasilíu gagnrýndi Bandaríkin harðlega úr ræðustól á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í gær. Hún sakar Bandaríkin um alvarleg mannréttindabrot og krefst afsökunarbeiðni og fullvissu þess að njósnir um samskipti séu úr sögunni. DILMA ROUSSEFF OG BAN KI-MOON Forseti Brasilíu kemur til fundar í gær ásamt framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR Starfsmenn Neytenda- stofu fóru í sex minjagripa verslanir í miðbæ Reykjavíkur í vikunni og settu alls 11 vörur í tímabundið sölu- bann. Vörurnar sem um ræðir voru ekki með CE-merki en slíkt merki gefur til kynna að vara sé öruggt leikfang fyrir börn. Búðirnar voru The Viking, Rammagerðin, Ís- björninn og Thorvaldsensbasar. Í verslunum Islandia og Ísey voru gerðar athugasemdir en ekki farið fram á sölubann að svo stöddu. - eh Merkingum vara ábótavant: Sölubann sett á ómerkt leikföng LÖGREGLUMÁL Innanríkisráðu- neytið hefur ekkert heyrt frá yfir- völdum í Danmörku varðandi kæru dansks manns á hendur ís lenskri barnsmóður sinni til lög reglunnar í Danmörku. Þetta staðfesta bæði upplýsingafulltrúi ráðuneytisins og Lára V. Júlíusdóttir hæstarétt- arlögmaður, sem fer með mál föð- urins. Lára bætir því við að ekki sé vitað hvar stúlkurnar eru. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í síðustu viku hefur maður- inn grun um að konan hafi numið dætur þeirra þrjár á brott og farið með þær til Íslands í leyfisleysi. Faðirinn hefur fullt forræði yfir börnunum en móðirin aðeins umgengnisrétt. Það fyrirkomulag er niðurstaða áralangra forræðis- deilna fyrir dómstólum sem hafa verið afar harðvítugar, ekki síst vegna ásakana konunnar um að maðurinn hafi beitt sig og börnin ofbeldi. Maðurinn neitar þeim ásökunum. Heimildir blaðsins herma að konan hafi haft stúlkurnar hjá sér í sumar en hafi ekki skilað þeim aftur hinn fjórða ágúst eins og til stóð. Jafnframt hafi konan komið til Íslands fyrr í þessum mánuði og að dæturnar þrjár séu með henni. - þj Mál konunnar sem danskur barnsfaðir kærði vegna forræðisdeilu: Vita ekki hvar stúlkurnar eru FRÁ KEFLAVÍKURFLUGVELLI Konan er talin hafa komið með dætur sínar til lands- ins fyrr í mánuðinum, en hún átti að skila þeim til föður þeirra 4. ágúst síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ríkisstjórn mín mun gera allt sem í valdi hennar stendur til þess að vernda mannréttindi allra Brasilíu- manna og verja okkur gegn ólöglegum hlerunum sam- skipta og gagna. Dilma Rousseff, forseti Brasilíu. HEILBRIGÐISMÁL Síðustu tíu ár hefur heimafæð- ingum fjölgað um tæp 75 prósent hér á landi. Samkvæmt fæðingaskrá voru heimafæðingar 25 talsins árið 2002. Í fyrra voru skráðar heimafæð- ingar 99 talsins. Í nýrri bandarískri rannsókn sem gerð var af vís- indamönnum við New York-Presbyterian Hospital og Weill Cornell Medical Center kemur fram að heimafæðingar auki líkur á andvana fæðingum, flogum og öðrum taugafræðilegum röskunum. Rannsóknin er ein sú stærsta sem gerð hefur verið og tók mið af um 13 milljónum fæðinga þar í landi. Arndís Þórarinsdóttir og Hrafnhildur Halldórs- dóttir, heimafæðingaljósmæður og forsvars konur Bjarkarinnar, sem hér sinnir heimafæðingum, segja ekki hægt að yfirfæra bandarískar rann- sóknir á Ísland. Hér sé allt annað heilbrigðiskerfi, menntunarstig ljósmæðra sé hærra og samstarf við fæðingadeildir gott. Fæðing sé ekki sjúkdóms- ástand og að þær konur sem kjósi að fæða heima taki upplýstar ákvarðanir. „Ef það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af þá mælum við að sjálfsögðu með því að konan flytjist á spítala og við förum þá með henni þangað,“ segir Arndís. Þá segir Hrafnhildur ekki mælt með því við allar konur að þær fæði heima. - mlþ Heimafæðingum hér á landi hefur fjölgað um tæp 75 prósent á síðustu tíu árum: Ekki er mælt með heimafæðingu fyrir alla KORNABARN Bandarísk rannsókn segir aukna áhættu tengda heima- fæðingum. NORDICPHOTOS/ GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.