Fréttablaðið - 25.09.2013, Qupperneq 14
25. september 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Þrátt fyrir að 90% fyrirtækja á Íslandi
séu í hópi minni eða meðalstórra fyrir-
tækja hefur þessi hópur mætt afgangi
við stefnumótun stjórnvalda síðustu ár.
Hagvöxtur lætur á sér standa. Það þarf
nýja stefnu. Tími er kominn til að beina
kröftum að því falda afli sem býr í minni
og meðalstórum fyrirtækjum.
Félag atvinnurekenda ýtir þessa dag-
ana úr vör átaki sem snýr að þessum
fyrir tækjum. Átakið er ákall til stjórn-
valda um að tryggja þessum fyrirtækjum
góð og uppbyggjandi skilyrði þannig að
þau megi dafna og þroskast á sama tíma
og þau styrkja undirstöður þjóðfélagsins.
FA hefur dregið fram tólf atriði í til-
lögum sem eiga að móta samvinnuvett-
vang þar sem aðilar geta skipst á skoð-
unum og mótað stefnu til framtíðar í þágu
minni og meðalstórra fyrirtækja.
Innan vébanda FA eru 180 fyrirtæki
með um fjögur þúsund manns í vinnu.
Með réttum breytingum nýtum við bjarg-
ráðin sem felast í þeim. Með því að styðja
við átak FA geta enn fleiri fyrirtæki haft
jákvæð áhrif á þróun samfélagsins og um
leið gjörbylt starfsumhverfi sínu.
Takmörk á eignarhaldi banka á fyrir-
tækjum, skilvirkari fjármögnunarleiðir,
aðgerðir gegn kennitöluflakki, lækkun
tryggingagjalds og afnám vörugjalda
eru aðeins nokkur þeirra atriða sem við
munum leggja áherslu á. Nánari útlist-
anir má sjá á atvinnurekendur.is auk þess
sem unnt verður að fylgjast með fram-
vindu einstakra mála á hverjum tíma.
Tökum höndum saman. Við erum góð
í því sem þjóð. Skjótum styrkum stoðum
undir samfélagið sem hægt er að byggja á
til framtíðar. Þegar einu verkefni er lokið
tekur annað við. Við munum ekki sitja
auðum höndum þrátt fyrir að markmiðum
verði náð heldur setja okkur ný markmið.
Við hjá FA vonum að sem flestir sjái hag í
því að styðja við þau verkefni sem hverju
sinni eru í farveginum.
Falda afl ið er 90 prósent
fyrirtækja landsins
ATVINNA
Birgir Bjarnason
formaður Félags
atvinnurekenda
K
önnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið
á fylgi flokkanna í Reykjavíkurborg bregður athyglis-
verðu ljósi á stöðu borgarmálanna.
Bezti flokkurinn nýtur nú aftur mests stuðnings allra
framboða í Reykjavík, hefur sama fylgi og hann fékk
í kosningunum 2010 og fengi aftur sex borgarfulltrúa ef gengið
kosið yrði nú. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað forystunni sem
hann hafði í könnunum mestan part kjörtímabilsins, fengi minna
fylgi en í síðustu kosningum og jafnmarga fulltrúa, eða fimm.
Samfylkingin tapar fylgi og
fengi tvo menn í stað þriggja,
en Vinstri græn gætu unnið
mann, þótt fylgið hafi minnkað.
Framsóknarflokkurinn mælist
með svipað fylgi og í síðustu
kosn ingum, sem dugir ekki til
að koma manni í borgarstjórn,
og hefur dalað verulega síðan í
könnun í apríl, þegar flokkurinn var á mikilli siglingu á landsvísu.
Merkilegustu tíðindin eru að Bezti flokkurinn er ekki sú bóla
sem margir spáðu. Flokkurinn varð stærstur í borgarstjórn í
krafti vantrausts kjósenda á gömlu flokkunum. Það vantraust er
enn til staðar og á því græðir Bezti flokkurinn, þrátt fyrir að hafa
í mörgu ekki staðið sig vel við rekstur borgarinnar.
Jón Gnarr borgarstjóri hefur komið á óvart. Hann lýsti því yfir
í upphafi að hann ætlaði að láta öðrum eftir daglegan rekstur en
rækta „óskilgreint tilfinningalegt hlutverk“ borgarstjórans gagn-
vart borgarbúum, vera í betra sambandi við þá og taka meiri þátt
í daglegu lífi þeirra. Þetta fannst mörgum fráleitt, en staðreyndin
er að það hefur gengið eftir og margir Reykvíkingar kunna vel að
meta að einhver rækti tilfinningasambandið við þá; sérstaklega af
því að það eru ekki margir aðrir stjórnmálamenn sem gera það.
Um leið og Bezti flokkurinn festist í sessi dýpkar kreppa gömlu
flokkanna. Samfylkingin er óralangt frá því fylgi sem hún telur
sig eiga að njóta í borginni. Þvert á það sem spáð var í upphafi,
að Samfylkingin myndi stjórna borginni í raun, hefur hún staðið í
skugga Bezta flokksins í meirihlutasamstarfinu.
Ríkisstjórnarflokkarnir græða augljóslega ekki á stjórnarset-
unni og það mun ekki breytast fram að borgarstjórnarkosningum,
á tíma þar sem ríkisstjórnin mun taka margar óvinsælar ákvarð-
anir. Þeir líða líka báðir fyrir forystuleysi; Framsóknarflokkurinn
á engan leiðtoga í borginni og Sjálfstæðisflokkurinn í raun ekki
heldur eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir fór í landsmálin.
Eftir að R-listinn leystist upp endurheimti Sjálfstæðisflokkurinn
stöðu sína sem stærsti flokkurinn í borgarstjórn þótt sú tíð sé liðin
þegar hann náði hreinum meirihluta. Í síðustu kosningum varð
hann hins vegar næststærstur og gæti orðið það aftur. Átök innan
flokksins um aðferðir við val á framboðslista í borginni eru til
marks um ákveðna örvæntingu yfir þessari stöðu; margir í harða
kjarna flokksins telja greinilega að sumir af borgarfull trúunum
hafi gert of mikið af því að vinna með meirihlutanum, ekki sízt í
skipulagsmálum, og vilja breytta stefnu með harðari einkabílisma
og andstöðu við að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni.
Afstaða til Reykjavíkurflugvallar virðist reyndar litlu breyta
um það hvaða flokka fólk styður í borgarstjórn. Og er vit í því
fyrir sjálfstæðismenn í borginni að taka hægribeygju og halla sér
að stefnu íhaldssamrar ríkisstjórnar sem tapar vinsældum sínum
hratt? Eða eiga þeir að sækja inn á miðjuna í borgarmálunum eins
og flokkurinn gerði lengst af með góðum árangri?
Festast breytt valdahlutföll í borgarstjórn í sessi?
Miðjan í borginni
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
➜ Tökum höndum saman. Við
erum góð í því sem þjóð. Skjótum
styrkum stoðum undir samfélagið
sem hægt er að byggja á til fram-
tíðar. Þegar einu verkefni er lokið
tekur annað við.
90%
afslát
tur
Allt a
ð
Yfir
3500
titlar
RISAlagersala Forlagsins
er á Fiskislóð 39
O p i ð a l l a d a g a k l . 1 0 – 1 9
FJÖLDI
ANNARRA
TILBOÐA
Rætni
Umfjöllun DV um fjármál knatt-
spyrnukappans Eiðs Smára Guðjohn-
sen í vikunni hefur sætt gagnrýni úr
ýmsum áttum. Blaðamaðurinn Ómar
R. Valdimarsson sagði hana meðal
annars með því rætnara sem birst
hefði í íslenskum fjölmiðli og til þess
var vitnað á Kaffistofu Pressunnar.
Karl Th. Birgisson greip hins vegar til
varna fyrir DV– sagði fréttina fullkom-
lega réttmæta. En við skulum
ekki gleyma að það hafa
fleiri réttlætt frétta-
flutning af þessu tagi.
Til dæmis Hæstiréttur
Íslands, sem hefur
þegar tekið afstöðu
til þess hvort fjalla
megi um fjármál
Eiðs Smára.
Dæmigert ferli
Lítum á hvað Hæstiréttur sagði
um málið í nóvember 2011: „Sú
umfjöllun sem [Eiður] telur að gangi
nær friðhelgi einkalífs síns en hann
verði að þola varðar þó lántökur hans
á háum fjárhæðum hjá íslensku við-
skiptabönkunum eða dótturfélögum
þeirra, fjárfestingu í áhættusömum
verkefnum sem ekki skiluðu tilætl-
uðum árangri og glímu hans eftir það
við að endurgreiða lánin. Er þetta
dæmigert ferli um afleiðingar
útlánastefnu íslenskra við-
skiptabanka og áhættusækni
íslenskra fjárfesta, sem
kann að hafa átt þátt í
því hvernig fór. Við þessar
aðstæður getur skerðing á
frelsi fjölmiðla til að fjalla
um þessi fjárhags-
málefni [Eiðs] ekki talist nauðsynleg í
lýðræðisþjóðfélagi.“
Ekki brot
Og enn fremur: „Launamál þekktra
atvinnuknattspyrnumanna, sem
ganga kaupum og sölum milli
félagsliða, eru reglulega til umfjöll-
unar í fjölmiðlum og tengjast með
þeim hætti því starfi sem [Eiður] er
þjóðþekktur fyrir, þannig að umfjöllun
um þau á þann hátt sem gert var í
fyrrnefndum greinum getur ekki
talist brot á friðhelgi einkalífs
hans.“ Sem sagt: Æðsti dómstóll
landsins telur fullkomlega eðlilegt
að fjallað sé um fjárhagsvandræði
Eiðs Smára Guðjohnsen. Það er
mikilvægt að muna það þegar
gagnrýni á slíka umfjöllun er
lesin. stigur@frettabladid.is