Fréttablaðið - 25.09.2013, Page 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 25. september 2013 | 9. árgangur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/Ó
K
Á
ÓVISSA UM UPPSKERU Á RÁÐSTEFNU
➜ Ísland var kynnt sem
fjárfestingarkostur á
ráðstefnu í Lundúnum.
➜ Fjárfestar eiga að reikna
með krónunni áfram
segir forsætisráðherra.
➜ Næstu fjárlög ráða
miklu um möguleikana á
afnámi gjaldeyrishafta.
SÍÐA 4
V I Ð KO M U M
V Í ÐA V I Ð !
OYSTER PERPETUAL LADY-DATEJUST PEARLMASTER
Getum við
bæt t reksturinn?
Advania hefur þróað ölda snjalllausna fyrir atvinnulífið sem styðjast
við Android, Apple iOS og Windows stýrikerfin. Við færum fyrirtækjum
ávinning af hagnýtingu snjalltækja.
Starfsmenn snjalllausna Advania eru til þjónustu reiðubúnir í síma 440 9000.
Nánari upplýsingar má finna á www.advania.is/app
Spáir óbreyttum stýrivöxtum
Hagfræðideild Landsbankans spáir að peninga-
stefnunefnd Seðlabankans muni á næsta vaxta-
ákvörðunarfundi sínum ákveða að halda stýri-
vöxtum óbreyttum. Nefndin fundar 2. október
næstkomandi.
Í Hagsjá Landsbankans, sem birt var í gær, segir
að helstu óvissuþættirnir séu fólgnir í þróun verð-
bólgu, niðurstöðum komandi kjarasamninga og
áformum ríkisstjórnarinnar í fjármálum ríkisins.
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt
fram í byrjun október og telur hagfræði deildin
að Seðlabankinn verði ekki búinn að mynda sér
skoðun á áhrifum frumvarpsins á verðbólguþróun
fyrir ákvörðunarfundinn.
Nýr framkvæmdastjóri hjá SAF
Helga Árnadóttir hefur verið
ráðin framkvæmdastjóri Sam-
taka ferðaþjónustunnar (SAF).
Hún tekur við starfinu af Ernu
Hauksdóttur 1. desember næst-
komandi. Erna hefur gegnt starfi
framkvæmdastjóra frá stofnun
samtakanna árið 1998.
Í fréttatilkynningu sem sam-
tökin sendu frá sér vegna ráðn-
ingarinnar segir að Helga sé við-
skiptafræðingur með MS-próf í fjármálum. Hún
starfaði áður sem framkvæmdastjóri VR og í
ýmsum stjórnunarstöðum hjá Icelandair.
HELGA
ÁRNADÓTTIR
Nýir iPhone-símar rjúka út
Apple hefur upplýst að á fyrstu þremur sölu-
dögum hafi selst níu milljónir eintaka af nýjustu
útgáfu iPhone 5 snjallsímans (5s og 5c). Salan er
meiri en þegar iPhone 5 kom út á síðasta ári, en
um „opnunar helgi“ þess síma seldust fimm millj-
ónir eintaka. Viðtökurnar eru sagðar endurspegla
viðvarandi aðdráttarafl iPhone-símanna, en frum-
gerð hans leit dagsins ljós fyrir sex árum. Spár
höfðu gert ráð fyrir sölu sex til átta milljóna ein-
taka fyrstu söluhelgi nýju símanna. Þrátt fyrir við-
tökurnar hefur gengi hlutabréfa Apple ekki tekið
við sér á ný, en það er heldur undir sölugenginu 10.
þessa mánaðar, áður en nýju símarnir voru kynntir.