Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 25. september 2013 | 9. árgangur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Ó K Á ÓVISSA UM UPPSKERU Á RÁÐSTEFNU ➜ Ísland var kynnt sem fjárfestingarkostur á ráðstefnu í Lundúnum. ➜ Fjárfestar eiga að reikna með krónunni áfram segir forsætisráðherra. ➜ Næstu fjárlög ráða miklu um möguleikana á afnámi gjaldeyrishafta. SÍÐA 4 V I Ð KO M U M V Í ÐA V I Ð ! OYSTER PERPETUAL LADY-DATEJUST PEARLMASTER Getum við bæt t reksturinn? Advania hefur þróað ölda snjalllausna fyrir atvinnulífið sem styðjast við Android, Apple iOS og Windows stýrikerfin. Við færum fyrirtækjum ávinning af hagnýtingu snjalltækja. Starfsmenn snjalllausna Advania eru til þjónustu reiðubúnir í síma 440 9000. Nánari upplýsingar má finna á www.advania.is/app Spáir óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir að peninga- stefnunefnd Seðlabankans muni á næsta vaxta- ákvörðunarfundi sínum ákveða að halda stýri- vöxtum óbreyttum. Nefndin fundar 2. október næstkomandi. Í Hagsjá Landsbankans, sem birt var í gær, segir að helstu óvissuþættirnir séu fólgnir í þróun verð- bólgu, niðurstöðum komandi kjarasamninga og áformum ríkisstjórnarinnar í fjármálum ríkisins. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram í byrjun október og telur hagfræði deildin að Seðlabankinn verði ekki búinn að mynda sér skoðun á áhrifum frumvarpsins á verðbólguþróun fyrir ákvörðunarfundinn. Nýr framkvæmdastjóri hjá SAF Helga Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar (SAF). Hún tekur við starfinu af Ernu Hauksdóttur 1. desember næst- komandi. Erna hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá stofnun samtakanna árið 1998. Í fréttatilkynningu sem sam- tökin sendu frá sér vegna ráðn- ingarinnar segir að Helga sé við- skiptafræðingur með MS-próf í fjármálum. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri VR og í ýmsum stjórnunarstöðum hjá Icelandair. HELGA ÁRNADÓTTIR Nýir iPhone-símar rjúka út Apple hefur upplýst að á fyrstu þremur sölu- dögum hafi selst níu milljónir eintaka af nýjustu útgáfu iPhone 5 snjallsímans (5s og 5c). Salan er meiri en þegar iPhone 5 kom út á síðasta ári, en um „opnunar helgi“ þess síma seldust fimm millj- ónir eintaka. Viðtökurnar eru sagðar endurspegla viðvarandi aðdráttarafl iPhone-símanna, en frum- gerð hans leit dagsins ljós fyrir sex árum. Spár höfðu gert ráð fyrir sölu sex til átta milljóna ein- taka fyrstu söluhelgi nýju símanna. Þrátt fyrir við- tökurnar hefur gengi hlutabréfa Apple ekki tekið við sér á ný, en það er heldur undir sölugenginu 10. þessa mánaðar, áður en nýju símarnir voru kynntir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.