Fréttablaðið - 25.09.2013, Side 24
FÓLK|| FÓ K | FERÐIR4
London er rigningasöm borg og því hafa fjöl-mörg hótel lánað gestum sínum regnhlífar þegar gerir dembu. Maybourne-hótelkeðjan,
sem rekur nokkur hótel í dýrari kantinum í borginni,
ákvað að gera enn betur. Nú geta gestir hótelanna
fengið lánaða Burberry-rykfrakka sem að mörgu
leyti þykja einkennismerki þess sem breskt er.
Lánið er endurgjaldslaust en þeir gestir sem vilja
festa kaup á frakkanum að notkun lokinni þurfa að
hrista fram úr frakkaerminni um 180 þúsund krónur.
Slíkir hönnunarfrakkar eru ekki það eina sem má
fá lánað í lúxushótelum eins og greint er frá á ferða-
vefnum Gadling. Þeir sem dvelja á Four Seasons-
hótelinu í Beverly Hills þurfa ekki að hafa áhyggjur
af því að leigja frumpulegan bílaleigubíl. Hótelið
býður gestum sínum að fá lánaða bíla. Það eina
sem þeir þurfa að gera er að ákveða hvort þeir vilji
leggja í hann á Porsche, Lamborghini, Rolls Royce,
Ferrari, Cadillac, Mercedes Benz eða Bentley.
Fyrr á þessu ári kynnti hótelið Burj Al Arab í
Dúbaí að gestir þess fengju að leika sér með iPad á
meðan þeir dveldu á hótelinu. Þeir sem þekkja til
hótelsins verða ekki hissa á því að spjaldtölvurnar
eru ekki þær sömu og fást út úr búð. Spjöldin sem
standa gestum hótelsins til boða eru slegin 24
karata gulli.
Á Loews Santa Monica-hótelinu í Bandaríkjunum
þurfa gestir ekki að bera með sér fylgihluti í far-
angrinum. Ástæðan er sú að verslunin Fred Segal
er með lítið útibú í hótelinu þar sem gestir mega fá
lánaða fokdýra fylgihluti á borð við veski, hálsmen
og sólgleraugu.
LÚXUS AÐ LÁNI
Á FERÐALAGI Sum hótel bjóða gestum sínum að fá hluti að láni meðan á
dvöl þeirra stendur, til dæmis Burberry-kápur, glæsibifreiðar og fylgihluti.
GLÆSILEIKI Fólk sem gistir á
dýrum hótelum víða um heim fær
ýmis fríðindi í staðinn.
Fáðu þér áskrift
512 5100
stod2.is
BIKARSLAGUR
Í KVÖLD KL. 18:35
Erkifjendur sjá rautt
á Old Trafford
Þá er komið að risaleik í enska deildabikarnum
þegar Manchester United fá Liverpool í heim-
sókn. Spennan er í hámarki, sjálfur Suárez er
mættur eftir 10 leikja bann og er hungraðri en
nokkru sinni fyrr.
Gummi Ben er lentur í Manchester og lýsir
leiknum beint frá Old Trafford í kvöld.
Ekki missa af þessum toppleik!
ENSKI BOLTINN,
NET OG HEIMASÍMI Á 8.990 KR.Gegn 3 mánaða samningi
Í BEINNI
Á STÖÐ 2 SPORT OG
STÖÐ 2 SPORT 2
Við Tate Modern-safnið í Southwark í Lundúnum stendur afar sér-
kennilegur stigi. Hann er samansettur úr 15 viðarstigum sem mynda
svimandi völundarhús. Innsetningin ber heitið Endless Stair, eða
stiginn endalausi, og er hluti af hönnunarhátíðinni London Design
Festival 2013. Innblásturinn að verkinu fékk arkitektinn Alex De
Rijke frá teikningu hollenska grafíklistamannsins M.C. Escher sem
margir kannast við.
Heildarlengd stigans er 436 metrar, sem er 4,5 sinnum lengri
en hæð Big Ben-turnsins. Hann er búinn til úr sérstökum viði sem
kallast túlípanviður. Viðurinn er sérlega sterkur, sem gerir það að
verkum að stiginn, sem virðist nánast hanga í lausu lofti, getur með
góðu borið allt að 93 manns í einu.
Þeir sem eiga leið um London á næstunni geta klifið hin 187 þrep
stigans en innsetningin er opin frá morgni til kvölds alla daga fram
til 10. október.
HIMNASTIGI Í LONDON
London Design Festival stendur yfir. Þar má ganga
endalausan stiga við Tate Modern-safnið.
SÉRSTAKUR STIGI Endless Stair kallast þessi innsetning á hönnunarhátíðinni
London Design Festival. NORDICPHOTOS/GETTY