Fréttablaðið - 25.09.2013, Síða 31
SSANDI
TTIR
Collette leikur dr. Ellen Sanders, virtan skurðlækni sem er að
undirbúa aðgerð á forseta Bandaríkjanna þegar grímuklæddir
menn ráðast til atlögu á heimili hennar og taka fjölskylduna í
gíslingu. Þeir vilja að hún drepi forsetann í aðgerðinni og hóta
að myrða alla fjölskylduna ef hún verður ekki að kröfu þeirra.
Spennan magnast með hverjum þætti og engum er treystandi.
Það er Dylan McDermott sem leikur alríkislögreglumanninn
Duncan Carlisle sem fer fyrir hópnum sem vill forsetan feigan.
Hostages eru 15 þættir og hver þáttur gerist á einum degi.
Dr. Ellen Sanders hefur því 15 daga til að bjarga fjölskyldu sinni.
„Þetta er allt öðruvísi en öll önnur hlutverk sem ég hef fengist
við,“ segir Collette, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik
sinn í myndinni The Sixth Sense.
„Ellen er mjög heiðarleg kona og góð móðir, auk þess að vera
snjall skurðlæknir. Síðan lendir hún í þessum ótrúlegu aðstæðum
og það ýtir henni fram á brúnina. Hún kemst að því hver hún er í
raun og veru og hvað hún er fær um að gera.“
Collette segir að þetta sé fullkomið hlutverk fyrir sig og þátt-
urinn bjóði upp á marga möguleika. „Enginn er eins og hann
sýnist vera og það var eitt af því sem heillaði mig mest. Allar
persónurnar eru bæði eðlilegar og margslungnar,“ segir Collette.
ENGUM ER
TREYSTANDI
Toni Collette leikur aðalhlutverkið í
spennuþáttaröðinni Hostages sem hefur
göngu sína á Stöð 2 á mánudagskvöld.
HOSTAGES
Kl. 21.20 mánudag
James Spader er trúlofaður hinni íslensk-ætt-
uðu Leslie Stefanson. Hún er fyrrverandi fyrir-
sæta og leikkona sem vakti fyrst athygli þegar
hún lék stórt hlutverk í spennumyndinni The
General‘s Daughter árið 1999, en þar lék hún
á móti John Travolta. Hún lék einnig í stór-
myndinni Unbreakable með Bruce Willis árið
2000 og The Hunted með Tommy Lee Jones
og Benicio Del Toro árið 2003.
Leslie kynntist Spader þegar þau léku sam-
an í myndinni The Stickup árið 2002 og ástin
blómstraði. Þau eignuðust sitt fyrsta barn
fyrir fi mm árum og Leslie er núna hætt í leik-
listinni. Hún hefur þó ekki alveg sagt skilið við
lista lífi ð því núna hannar hún erótískar brons-
styttur sem vakið hafa talsverða athygli. Hægt
er að skoða verk hennar á vefsíðunni
www.lesliestefanson.com.
Spader þarf ekki að leita langt eftir ráð-
leggingum um bandarísku alríkislögregluna,
FBI. Tengdafaðir hans, Randolph Stefanson,
starfaði fyrir FBI á árunum 1963 til 1967 bæði
í Phoenix og Los Angeles. Hann hefur síðan
starfrækt lögfræðistofu í heimabæ sínum,
Moorhead í Minnesota. Foreldrar hans, Skúli
Stefanson og Effi e Einarsson, voru Vestur-Ís-
lendingar en sjálfur hefur hann aldrei komið til
Íslands.
UNNUSTAN ER
ÆTTUÐ FRÁ ÍSLANDI