Fréttablaðið - 25.09.2013, Síða 32

Fréttablaðið - 25.09.2013, Síða 32
8 MIÐVIKUDAGUR 25. september 2013 Miðviku- dagur Sherlock Holmes: A Game of Sha- dows Fimmtudagur Rock of Ages Föstudagur Blitz Laugardagur After.life Sunnudagur Contraband Mánu- dagur Water for Ele- phants Þriðjudagur Red Sannkallaður stórleikur fer fram í enska deildarbikarnum í dag. Þá mætast erkifjendurnir og stórveldin tvö, Liverpool og Man chester United, á heimavelli þeirra síðarnefndu á Old Trafford. Leikurinn verður í beinni útsend- ingu á bæði Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 í leiftrandi háskerpu. Útsending hefst kl. 18.35 en leikurinn kl. 18.45. Guðmundur Benediktsson, íþróttafrétta maður á Stöð 2 Sport, verður í Man- chester og lýsir leiknum. „Það er svolítið síðan fyrstu leikirnir fóru fram í keppninni en í þessari umferð mæta liðin sem urðu í sex efstu sætum úrvalsdeildarinnar í fyrra og þá fengum við þennan draumaleik. Það skiptir ekki máli hvenær þessi lið mætast, áhorf- endur geta alltaf búist við hörku- leik enda svakalegur rígur á milli þessara stórliða.“ Misjafnt er hversu mikla áherslu stórliðin leggja á enska deildarbikarinn en Guðmundur hefur litlar áhyggjur af því. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá bæði liðin stilla upp sínu sterk- asta liði. David Moyes, hinn nýi knattspyrnustjóri United, er undir mikilli pressu eftir slaka byrjun liðsins í vetur og Liverpool hefur unnið fáa titla undanfarin ár.“ Leikurinn gæti auk þess verið sá fyrsti sem Úrúgvæinn litríki Suárez spilar á leiktíðinni fyrir Liverpool en hann lauk nýlega tíu leikja banni. Auk þess að lýsa leiknum í beinni útsendingu mun Guðmundur hitta leikmenn og jafnvel þjálfara eftir leikinn. „Við vitum aldrei fyrir fram hverja við fáum að hitta enda skiptir það ekki öllu máli, þetta eru tvö stjörnum prýdd lið þannig að ég get lofað góðum viðtölum.“ „Við bjóðum 35 prósent afslátt af öllum mat og drykk á mat- seðlinum okkar milli klukkan 11 og 16 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Það er því hægt að gera mjög vel við sig. Matseðill- inn er veglegur svo allir ættu að finna eitthvað sem þeim líkar. Ef fleiri en sex ætla að borða er gott að hringja á undan og þá tökum við frá borð,“ segir Guðmundur Finnbogason, einn fjögurra eig- enda Vegamóta. Staðurinn hefur löngu fest sig í sessi í veitinga- staða flóru borgarinnar en er nú með breyttu sniði. „Nú erum við eingöngu veit- ingastaður en við lokuðum nýlega skemmtistaðnum Vegamót,“ segir Guðmundur. „Þetta gengur frábærlega vel og hér er fullt í mat fram að miðnætti. Við erum líka búin að lengja opnunartím- ann í eldhúsinu hjá okkur. Nú er eldhúsið opið frá sunnudegi til miðvikudags fram til klukkan 23, á fimmtudögum til klukkan 23.30 og á föstudögum og laugar- dögum til klukkan 24. Fólk getur svo setið í rólegheitum og klárað matinn, fengið sér desert og kok- teil en við erum einnig nýbúin að stækka kokteilaseðilinn okkar.“ VEGAMÓT Í STÖÐ 2 VILD Nú býðst áskrifendum Stöðvar 2 sem skráðir eru í Stöð 2 Vild 35 prósenta afsláttur af öllum mat og drykk á Vegamótum. Guðmundur Finnbogason, einn eigenda Vegamóta, býður áskrifendum Stöðvar 2 í Stöð 2 Vild góðan afslátt af mat og drykk. MYND/VILHELM 10 BÍÓ Á STÖÐ 2 BÍÓ TOPPMYNDIR Kl. 22.00 alla daga MYND HELGARINNAR SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN Laugardag kl. 21.25 Stórbrotin ævintýramynd frá 2012 með Charlize Theron, Kristen Stewart og Chris Hemsworth í aðal- hlutverkum. Hér er á ferðinni skemmtileg útfærsla á klassískri sögu Grimm-bræðra um illkvittna drottn- ingu sem hatar fagra stjúpdóttur sína. Hún sendir veiðimann með Mjallhvíti út í skóg til að drepa hana en í þessari útgáfu verður veiðimaðurinn bjarg vættur hennar og hjálpar henni í baráttunni við hina illu drottningu. DRAUMALEIKUR UMFERÐARINNAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.