Fréttablaðið - 25.09.2013, Side 46
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22
Sirkus Íslands hefur hafið leit að trúðum,
hljóðfæraleikurum, liðugu fólki, sterku fólki,
söngvurum og alls konar hæfileikafólki fyrir
fullorðinssýningar sínar.
Áheyrnarprufa fer fram í bakherbergi
Harlem 10. október og eru áhugasamir
hvattir til að sækja um fyrir miðnætti 30.
september. „Þarna verða áhorfendur líka
og ég vil hvetja fólk til að mæta, klappa,
hlæja og missa andlitið,“ segir Margrét Erla
Maack, fullorðins sirkusstjóri.
Hún hvetur fólk með sérstæða hæfileika
til að mæta í prufuna. „Okkur vantar búktal-
ara, sverðgleypi, skeggjaðar konur og fólk
sem getur spilað á hljóðfæri og gert annað á
meðan. Þeir sem heilla okkur fá að vera með
okkur.“
Fullorðinssirkusinn kallast Skinnsemi þar
sem gjarnan er sýnt smá skinn en alltaf
innan skynsemismarka. Aldurstakmark
áhorfenda og skemmtikrafta er tuttugu ár
því hópurinn kemur oftast koma fram á vín-
veitingastöðum. -fb
Leita að trúðum og sterku fólki í sirkus
Sirkus Íslands heldur áheyrnarprufu. Trúðar, búktalarar og sverðgleypar eru hvattir til að taka þátt.
SIRKUS ÍSLANDS Sirkus Íslands heldur áheyrnarprufu
fyrir fullorðinssýningar sínar.
Leikarinn Jeff Daniels hefur
lofað aðdáendum gamanmynd-
arinnar Dumb and Dumber að
framhaldið, Dumb and Dumber 2,
verði ansi hressilegt.
Í viðtali við E! Online, eftir að
hann tók á móti Emmy-verðlaun-
unum fyrir hlutverk sitt í The
Newsroom, sagði Daniels að hann
væri á leið í tökur á framhaldinu
í borginni Atlanta. „Þetta verður
eiginlega frjálst fall á gáfnafari,
frá Will McAvoy (í The News-
room) yfir í Harry Dunn. Þarna
verða atriði sem láta klósett-
senuna í fyrstu myndinni líta út
fyrir að vera glötuð. Hún fölnar í
samanburðinum,“ sagði hann.
Framhaldið
hressilegt
JEFF DANIELS Jeff Daniels lofar því að
Dumb and Dumber 2 verði skemmtileg.
Miley Cyrus segist vera hálf-
gerður strípalingur. Hún prýðir
forsíðu tímaritsins Rolling Stone,
þar sem hún rekur út úr sér
tunguna og virðist vera nakin. Í
blaðinu ræðir Cyrus um atburð-
inn umdeilda sem átti sér stað á
MTV-tónlistarhátíðinni, þar sem
hún viðurkennir að hafa gengið
örlítið lengra en hún ætlaði sér í
atriðinu með Robin Thicke.
Hún segir jafnframt að henni
finnist skrítið að lítil sem engin
umræða hafi átt sér stað varð-
andi hegðun Thicke. „Það talar
enginn um manninn sem stendur
þarna við rassinn á mér. Það er
bara rætt um þann sem beygir sig
niður,“ segir Cyrus í viðtalinu.
Nakin framan
á Rolling Stone
TJÁIR SIG Söngkonan Miley Cyrus situr
fyrir nakin á forsíðu tímaritsins Rolling
Stone. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikkonan Jennifer Love Hewitt
viðurkennir að hana hafa lengi
langað til þess að verða móður.
Hewitt á von á sínu fyrsta barni
sem er væntanlegt í heiminn í
desember.
Í viðtalið við tímaritið People,
segir hún að hún sé yfir sig
spennt að hitta frumburðinn. Hún
bætti því að samband hennar við
móður sína hefði alla tíð verið
gott og það hafi átt mikinn þátt
í því hversu heitt hún þráði að
verða móðir. „Ég er tilbúin að
gefa barninu mínu alla þá ást sem
móðir mín gaf mér,“ segir hún.
Hlakkar til að
verða móðir
SPENNT FYRIR MÓÐUR HLUT-
VERKINU Jennifer Love Hewitt segir
að hún hafi alla tíð þráð að verða
móðir. Hún á von á sínu fyrsta barni í
desember.