Fréttablaðið - 25.09.2013, Side 54

Fréttablaðið - 25.09.2013, Side 54
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30 BÓKIN „Þegar Saga, dóttir mín, var tveggja ára tók hún upp á því að verða myrkfælin. Ég ákvað að segja henni sögu til að minna hana á að myrkrið væri ekkert hættu- legt. Svo eltist myrkfælnin af Sögu en mér þótti sagan falleg og skrif- aði hana niður í þeim tilgangi að gefa hana út. Ég hafði samband við Lóu upp á að myndskreyta bók- ina en svo fæddust nokkur börn, Lóa fór í tónleikaferðalag og ég í borgarstjórn og því varð ekkert úr útgáfunni fyrr en nú,“ segir Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins. Hún samdi barnabókina Sögu um nótt, sem gefin verður út af Bókabeitunni fyrir jól. Lista- konan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndskreytir bókina. Eva segir myndir Lóu vera í miklu uppáhaldi hjá sér. Því hafi legið beinast við að biðja hana um að myndskreyta bókina. „Með hennar hjálp varð litla sagan mín að glæsilegri bók,“ segir hún. Lóa hefur vakið athygli í gegn- um tíðina fyrir skrítnar og skemmtilegar teikningar sínar. Hún kom meðal annars að gerð sjónvarpsþáttanna Hulla sem sýndir eru í Sjónvarpinu um þessar mundir. „Myndirnar í bókinni eru mál- aðar, ég var ekki með gamla túss- pennann á lofti í þetta skiptið. Það var gaman að spreyta sig á því að teikna eitthvað fallegt til tilbreyt- ingar og ekki vinna í hálfvitum eins og vanalega,“ segir hún og hlær. „Það fyndna er að þetta var alltaf mitt markmið í lífinu, ég fór í nám í Bandaríkjunum til að læra myndskreytingar, en svo endaði ég í hljómsveit.“ Lóa Hlín hefur áður gefið út bókina Alhæft um þjóðir en Saga um nótt er fyrsta bók Evu. „Þetta er mjög nýtt og spennandi fyrir mér. Myndirnar hennar Lóu eru listaverk út af fyrir sig og þetta verður því jólagjöfin í ár á mínu heimili,“ segir Eva að lokum og hlær. sara@frettabladid.is Gefa út barnabók Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir listakona gefa út barnabókina Saga um nótt. Sagan var samin fyrir dóttur Evu, Sögu. SEMJA BARNABÓK Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir listakona gefa út barnabókina Saga um nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég hef verið að ferðast óvenju- mikið síðustu vikur. Þetta vindur alltaf meira og meira upp á sig,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur verið á bók- menntaferðalagi erlendis síðan í lok júlí. Nýlega lauk hann vikudvöl sinni í Brasilíu. Þar áður ferðaðist hann til Svíþjóðar, Finnlands og Póllands. „Þetta var mjög gaman. Ég var aðallega í smábænum Tira- dentes á tónlistar-, leiklistar- og bókmenntahátíð sem heitir Artes Vertentes. Þarna var nóg af grill- mat, sætindum og cachaça,“ segir Eiríkur Örn, spurður út í Brasilíu- förina en cachaça er vinsælt áfengi þar í landi. Rithöfundurinn hefur verið að vinna mikið með „performans“- ljóðlist og hljóðaljóðlist og kemst þess vegna upp með að lesa á íslensku á bókmenntahátíðunum þrátt fyrir að fólkið skilji ekki tungumálið. Eiríkur Örn er núna kominn til Freiburg í Þýskalandi þar sem hann tekur þátt í skandinavískri hátíð. Að henni lokinni kemur hann heim en fer svo aftur á flakk um Wales, London, Kraká, Varsjá, Ósló og Bonn, þar sem hann vinnur með listamönnum sem kalla sig Bonn Fringe Ensemble. - fb Grillmatur og cachaça í Brasilíu Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur verið á ferð og fl ugi síðustu mánuði. Á FERÐ OG FLUGI Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur verið á ferð og flugi að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er nýbúin að lesa Ástands- barnið eftir Camillu Läckberg. Nú er ný bók komin í staflann og er það Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Mér finnst frábært að kafa ofan í vel skrifuð bókmenntaverk en inn á milli er fátt betra en góður krimmi til að tæma hugann.“ Hulda D. Proppé, söngkona og háskólanemi ➜ Verðlaunabók Eiríks Arnar, Illska, kemur út í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð á næsta ári. Ný ljóðabók hans, Hnefi eða vitstola orð, kemur út hér- lendis á næstunni. „Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Sjónvarps- miðill hefur alltaf heillað mig og mig hefur lengi langað til þess að kynnast honum betur,“ segir fjöl- miðlakonan Birta Björnsdóttir sem hefur hafið störf í fréttaþættinum Ísland í dag á Stöð 2. Birta starf- aði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu og á dag- skrársviði 365 miðla. Nýja hlutverkið leggst vel í hana. „Ég fæ þarna tækifæri til þess að prófa spennandi miðil og fæ strax að spreyta mig á fjölbreyttum verkefnum. Ég viðurkenni að ég hef verið með smá hnút í maganum, eins og eflaust alltaf þegar maður byrjar í nýrri vinnu,“ segir Birta og bætir við að samstarfsfólk hennar hafi verið henni afskaplega hjálplegt þessa fyrstu daga. Birta tekur nýja starfinu með mikilli auðmýkt og kveðst lítið velta fyrir sér að hún verði tíður gestur á skjánum á heimilum landsmanna. „Þetta er nú ekk- ert merkilegri vinna en hver önnur. Ég sótti ekki um starfið vegna sýnileikans. Mér finnst spennandi að fá að segja sögur í sjónvarpinu og deila þeim með fólk- inu í landinu,“ segir Birta glöð í bragði að lokum. - áo Tekur nýja starfi nu með auðmýkt Birta Björnsdóttir spreytir sig á skjánum. Hún er nýr meðlimur Ísland í dag. SPENNANDI TÍMAR Birta Björnsdóttir er nýr meðlimur frétta þáttarins Ísland í dag sem er sýndur á Stöð 2. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Save the Children á Íslandi Opinn fræðslufundur Í Odda HÍ stofu 101 Fimmtudaginn 26.september kl. 18-20 Fætur aldraðra Dagskrá: - Stoð - þrýsingssokkar - Pezim - fyrirlestur - Hlé - vörukynningar - Stoð - innlegg og skór - Guðbjörg Pálsdóttir séfræðingur í hjúkrun - Bláæða og slagæðasár Allir velkomnir Fiskikóngurinn Sogavegi 3 • www.fiskikongurinn.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.