Fréttablaðið - 10.10.2013, Side 6

Fréttablaðið - 10.10.2013, Side 6
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 KVÖLDMATURINN Eftir að yfirvöld og framleiðendur breyttu vinnulagi nær smitað kjöt ekki til neytandans. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI DÓMSMÁL Rannsakandi hjá Fjármálaeftir- litinu fékk greiðslu frá eignarhaldsfélaginu Aserta árið 2009, á sama tíma og forsvars- menn þess eru ákærðir fyrir að hafa nýtt félagið í meiriháttar brot á lögum um gjald- eyrisviðskipti. Þá hefur forstöðumanni gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, Ingibjörgu Guðbjarts- dóttur, verið meinað að bera vitni í málinu. Það eru þeir Gísli Reynisson, Karl Löve Jóhannsson, Markús Máni Michaelsson og Ólafur Sigmundsson sem eru ákærðir í mál- inu, sem var þingfest í Héraðsdómi Reykja- ness síðasta vor. Þeim er gefið að sök að hafa í gegnum félagið Aserta stundað viðskipti með gjaldeyri fyrir 14,3 milljarða íslenskra króna árið 2009. Sjálfir eiga þeir að hafa hagnast um hundruð milljóna króna saman- lagt á viðskiptunum. Með broti sínu eiga þeir að hafa haft alvar- leg áhrif á gengi íslensku krónunnar og tafið stýrivaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands. Í úrskurði Hæstaréttar Íslands, sem birtist á þriðjudaginn, kom fram að núverandi for- stöðumanni gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, væri ekki heimilt að bera vitni í málinu. Það var hún sem tilkynnti um meint brot til Fjár- málaeftirlitsins eftir að hún hóf störf hjá Seðlabankanum. Ástæðan fyrir því að hún má ekki bera vitni er fyrst og fremst vegna þess að hún veitti fjórmenningunum ráðgjöf um gjaldeyrisviðskipti í tengslum við Aserta þegar hún starfaði fyrir Straum-Burðarás. Í dómi Hæstaréttar segir að trúnaðar- skylda hafi hvílt á Ingibjörgu þegar hún veitti ráðgjöfina. Sjálf taldi hún að ráðgjöfin væri ekki hluti af störfum hennar fyrir þá félaga, heldur væri aðeins um vinargreiða að ræða. Afleiðingar þessa eru meðal annars þær að ákæruvaldinu er ekki heimilt að leggja fram 60 blaðsíður af gögnum í dómsmálinu. Búist er við að fyrirtaka í málinu fari fram innan skamms en þá munu lögfræðingar fjór- menninganna leggja fram greinargerðir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður kannað hvort rannsakandi Fjármála- eftirlitsins hafi brotið gróflega gegn hlutlægn- isskyldu rannsakenda með því að rannsaka málið þrátt fyrir að hafa tekið við greiðslum frá félaginu á sama tíma og meint lögbrot áttu sér stað. Í dómi segir að hann hafi fengið greitt fyrir að afla viðskipta fyrir félagið. Í svari Fjármálaeftirlitsins vegna málsins segir meðal annars: „Fjármálaeftirlitið getur ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt má þó segja að þess er gætt að aðilar sem rannsaka mál tengist þeim ekki og eru þeir spurðir út í slíkar tengingar þegar þeir hefja störf hjá stofnuninni og gert ráð fyrir að þeir upplýsi um tengingar við einstök mál sem eru til með- ferðar.“ Varðandi fyrirspurn Fréttablaðsins um það hvort Fjármálaeftirlitið telji rannsakandann vanhæfan, segir í svarinu: „[…] ekki [er] um að ræða aðila sem á hluti í, er fyrirsvarsmaður fyrir eða á að öðru leyti verulegra hagsmuna að gæta er snerta aðilann.“ valur@frettabladid.is ÞINGFESTING Frá þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness fyrir nokkrum mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á ekki verulegra hagsmuna að gæta Í svari Fjármálaeftirlitsins vegna málsins segir meðal annars: „Fjármálaeftirlitið getur ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt má þó segja að þess er gætt að aðilar sem rannsaka mál tengist þeim ekki og eru þeir spurðir út í slíkar tengingar þegar þeir hefja störf hjá stofnuninni og gert ráð fyrir að þeir upplýsi um tengingar við einstök mál sem eru til meðferðar. Fjármálaeftirlitið bendir enn fremur á að eins og málavöxtum er lýst í dóminum sem þú vísar til er ekki um að ræða aðila sem á hluti í, er fyrirsvarsmaður fyrir eða á að öðru leyti verulegra hagsmuna að gæta er snerta aðilann.“ 1. Hve mikið þarf Valitor að greiða í sekt vegna samkeppnislagabrota? 2. Hversu mörg fyrirtæki tilheyra Ís- lenska sjávarklasanum? 3. Hver verður að öllum líkindum næsti landsliðsþjálfari Dana í hand- bolta? SVÖR: 1. 500 milljónir króna. 2. 56 fyrirtæki. 3. Guðmundur Þ. Guðmundsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL Skíðafé- lagið í Stafdal hefur sent Fljóts- dalshéraði uppsögn á samningi um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur sagt að í uppsagnarbréf- inu komi fram allmargar rang- færslur um fyrri samskipti aðila og ákvæði gildandi samnings. Samningurinn hafi verið efnd- ur að fullu af hálfu Fljótsdals- héraðs. Sagðist bæjarráðið vilja gera nýjan samning um rekst- ur skíðasvæðisins og nú hefur menningar- og íþróttanefnd falið formanni sínum að vinna að mál- inu með fulltrúum Seyðisfjarðar- kaupstaðar og SKÍS. - gar Uppsögn á rekstri í Stafdal: Starfi saman á skíðasvæðinu HAFNARFJÖRÐUR Snjóbrettamót í miðbæ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði velta nú fyrir sér umsókn Aðalsteins Valdimars- sonar sem vill fá að halda snjóbretta- mót í miðbæ Hafnarfjarðar. VEISTU SVARIÐ? NEYTENDUR Ferskur kjúklingur á neytendamarkaði kom afar vel út í rannsókn á salmonellu- og kamfýlóbaktermengun. Öll sýnin, 537 að tölu, reyndust nei- kvæð. Þetta er niðurstaða umfangs- mikillar rannsóknar á tíðni örverumengunar í kjúklinga- kjöti á vegum Matís. Forsendur rannsóknarinnar voru að Ísland hefur tekið upp meginhluta af matvælareglum og matvælalöggjöf ESB. Því er ljóst að innflutningur á fersk- um kjötafurðum til Íslands gæti orðið að veruleika. Hingað til hafa stjórnvöld lagt algert bann við slíkum innflutningi. Því var talin þörf á öflun gagna til að meta stöðuna á öryggi íslenskra ferskafurða á markaði með til- liti til örverumengunar. Í heild- ina voru 537 sýni tekin yfir 12 mánaða tímabil frá maí 2012 til apríl 2013 frá þremur stærstu framleiðendum landsins. Öll sýnin í rannsókninni reyndust neikvæð bæði fyrir salmonellu og kamfýlóbakter. „Því er ljóst að staða þessara mála er mjög góð hér á landi og jafngóð eða betri en gengur og gerist í öðrum ríkjum,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar. Gögn Matvælastofnunar sýna að tíðni salmonellu er samt yfir einu prósenti hér á landi þegar öll stig framleiðslunnar eru skoðuð, það er einnig eldi og slátrun. - shá Ekkert dæmi fannst um salmonellu eða kamfýlóbakter í ferskum kjúklingi í neytendaumbúðum: Kjúklingur á markaði mjög örugg vara SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Árborgar skorar á Íbúðalánasjóð að koma húsnæði, sem er í eigu sjóðsins og stendur autt, tafar- laust í íbúðarhæft ástand og í útleigu. Vaxandi eftirspurn sé eftir húsnæði í Árborg og stefni í óefni hjá fjölda fólks. „Færa má rök fyrir því að á annað hundrað fjölskyldur og einstaklingar séu nú í þörf fyrir leiguhúsnæði,“ segir bæjarráðið sem kveður þverpólitískan vilja hjá þingmönnum Suðurkjör- dæmis til þess að koma húsnæði Íbúðalánasjóðs í útleigu. - gar Áskorun á Íbúðalánasjóð: Leigi íbúðir út sem allra fyrst Rannsakandi fékk greitt frá félagi sem hann rannsakaði Rannsakandi Fjármálaeftirlitsins fékk greitt fyrir að afla viðskipta fyrir Aserta. Forstöðumaður gjaldeyriseftir- lits Seðlabanka Íslands fær ekki að bera vitni þar sem hann veitti sakborningum ráðgjöf um gjaldeyrisviðskipti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.