Fréttablaðið - 10.10.2013, Page 26

Fréttablaðið - 10.10.2013, Page 26
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 26 FRÉTTASKÝRING Hvernig verður vinnustaður fram- tíðarinnar? VINNUMARKAÐUR „Vinnustaður framtíðarinnar verður verkefna- drifinn og honum mætti frekar líkja við flugstöð en skrifstofubyggingu,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson, starfsmannastjóri Landsvirkjun- ar. Hann og aðrir félagar úr Flóru, félagi mannauðsstjóra, standa í dag fyrir ráðstefnu í Hörpu sem fjallar um vinnustað framtíðarinnar út frá ýmsum hliðum. „Í framtíðinni mun starfsfólk fyrirtækja ferðast inn í fjölbreytt hópastarf, bæði innan hvers fyrir- tækis og utan þess, og sinna smærri og stærri verkefnum. Verkefnin verða þá í flestum tilvikum tíma- bundin og þegar kemur að næsta verkefni verður ekki endilega sami farþegalisti,“ segir Sturla og heldur sig við flugstöðvarlíkinguna. Á ráðstefnunni í dag koma saman innlendir og erlendir fyrirlesarar í þeim tilgangi að draga upp mynd af því hvernig hinn hefðbundni vinnu- staður gæti litið út árið 2020. Þar verður að sögn Sturlu leitast við að svara spurningum eins og þeim hvernig byggingarlist geti stutt við mótun fyrirtækjamenningar og hvernig tæknin eigi eftir að breyta vinnuumhverfi fyrirtækja. „Tölvur og ýmis hugbúnaður eru þegar farin að ráða við einfaldari verkefni sem fólk sinnti áður og af þeim sökum eru þau verkefni sem eftir sitja oft meira krefjandi,“ segir Sturla. Hann nefnir í því sambandi að hann telji að á næstu árum verði gerðar meiri kröfur um félagslega færni og aukna getu starfsfólks til að vinna úr miklu upplýsinga- magni. „Starfsfólk fyrirtækja þarf að geta ráðið við aukið streituálag í umhverfi sem þessu. Stærri fyrir- tæki munu að öllum líkindum skera hefðbundna starfsemi sína niður en á sama tíma nýta sér þjónustu smærri og sérhæfðari fyrirtækja,“ segir Sturla. „Það er fróðlegt að velta þessu fyrir sér því það er ekki langt í árið 2020 og tímabært fyrir þá sem eru að vinna með fólk í fyrirtækjum að huga að því sem er handan við hornið. Komandi ár munu án efa gera nýjar kröfur til stjórnenda jafnt sem starfsfólks og því er skemmtilegt að hugleiða hver þró- unin gæti orðið,“ segir Sturla. haraldur@frettabladid.is Segir vinnustaðinn verða líkari flugstöð en skrifstofubyggingu Einn skipuleggjenda ráðstefnu um vinnustað framtíðarinnar spáir miklum breytingum á vinnuumhverfi stjórnenda og starfsfólks fyrirtækja á komandi árum. Hann segir streituálag og kröfur eiga eftir að aukast. LÍKT OG Í FLUGSTÖÐ Sturla Jóhann líkir vinnustað framtíðarinnar við flugstöð þar sem starfs- fólk fyrirtækja ferðast inn í fjölbreytt hópastarf. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÞORGILS 7. – 11. 2. 2014 Á Ambiente má sjá allan heiminn. Þar má sjá möguleikana, tækifærin og alþjóðlega strauma og stefnur kynnt af fl eiri en 4.700 sýningaraðilum. Þar má fi nna fjöldan allan af hugmyndum, líta má til nýrra tíma, til framtíðar. Hvenær sjáum við þig á sýningunni? Upplýsingar og aðgöngumiðar á forsöluverði á ambiente.messefrankfurt.com dimex@dimex.dk Sími: +45 39 40 11 22 the show Ambiente 201 4 Samstarfsland Lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi telja að skattkerfið og hár fjármagnskostnaður séu helstu hindranirnar fyrir vexti þeirra á næstu árum. Þar á eftir kemur skortur á fjármagni og hæfu starfsfólki, ásamt gjaldeyrishöft- um, reglubyrði og lítilli eftirspurn á markaði. Þetta kemur fram í nýrri könn- un sem gerð var vegna Smáþings 2013 sem fram fer í dag. Þar verð- ur meðal annars stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki undir merkjum Litla Íslands. - hg Könnun vegna Smáþings: Skattkerfið sagt takmarka vöxt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer ásamt sendinefnd fjár- málaráðuneyt- isins á ársfund Alþjóðagjald- eyrissjóðs- ins (AGS) og Alþjóðabank- ans. Fundurinn verður haldinn í Washington í Bandaríkjunum dagana 11.-13. október. Í tilkynningu á heimasíðu fjár- málaráðuneytisins segir að fund- urinn fjalli um stöðu og þróun efnahagsmála á heimsvísu og að íslenska sendinefndin ætli meðal annars að funda með starfsfólki AGS. - hg Ráðherra fer til Washington: Bjarni verður á ársfundi AGS BJARNI BENEDIKTSSON Hlutabréfavísitölur í Bandaríkj- unum hækkuðu í gær þegar fjöl- miðlar greindu frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að tilnefna Janet L. Yellen sem næsta seðlabankastjóra lands- ins. Dow Jones-vísitalan hækkaði í gær um 0,4 prósent og Standard & Poor’s um 0,2 prósent. Yellen, sem er 67 ára og hefur setið sem aðstoðarseðlabanka- stjóri frá árinu 2010, verður fyrst kvenna til að gegna stöðu seðla- bankastjóra í hundrað ára sögu bankans. Hún tekur við af Ben Bernanke, sem hefur stýrt bank- anum frá árinu 2005 og mun láta af störfum í lok janúar á næsta ári. Lengi var talið að Larry Summ- ers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og efnahagsráð- gjafi Baracks Obama, yrði eftir- maður Bernankes. Hann tilkynnti í sumar að hann ætlaði ekki að sækjast eftir embættinu. Yellen kemur frá Brooklyn í New York og stýrði áður útibúi seðlabankans í San Francisco. Hún er menntaður hagfræðingur og hefur meðal annars kennt við Harvard-háskóla og London School of Economics. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir að verði Yellen tilnefnd sé það vegna þess að henni sé treyst til að fylgja eftir stefnu Banda- ríkjastjórnar um að auka reglu- verk og draga úr hættu á fjármála- mörkuðum. „Hún er fulltrúi þeirra sjónar- miða í bandaríska stjórnkerfinu,“ segir Jón. haraldur@frettabladid.is Markaðir trúa á Janet Yellen Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Janet Yellen sem næsta seðlabankastjóra. Tíðindin höfðu jákvæð áhrif á markaði vestanhafs. TALIN ÁLITLEGUR KOSTUR Janet Yellen verður að öllum líkindum næsti seðla- bankastjóri Bandaríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP Tölvur og ýmis hugbún- aður eru þegar farin að ráða við einfaldari verkefni sem fólk sinnti áður og af þeim sökum eru þau verkefni sem eftir sitja oft meira krefjandi. Sturla Jóhann Hreinsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.