Fréttablaðið - 10.10.2013, Side 51

Fréttablaðið - 10.10.2013, Side 51
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 7Gengur vel ● Þrjár af hverjum fjórum konum upplifa einhver óþægindi við tíða- hvörf. Breytingaraldurinn er í raun frábært aldursskeið þar sem andlegur þroski konunnar er í blóma en því fylgja oft kvillar eins og hita- og svitakóf, geðbreytingar, leiði og orkuleysi. Chello er náttúrulegt efni sem hjálpað hefur fjölda kvenna með þessa kvilla. Efnið jafnar sveiflurnar og slær þannig á hitakóf- in. Það eru engir hormónar í þessum töflum og Chello er eitt af fáum efnum sem skandinavísk læknablöð og kvensjúkdómalækn- ar hafa mælt með fyrir konur á breytingaskeiðinu. Chello er fram- leitt í Danmörku og er þekktasta og vinsælasta efnið fyrir konur á breytingaskeiði þar í landi og í Noregi. Þrjár tegundir af Chello eru í boði. Chello Classic er gott við mildum einkennum af svita og hitakófi. ChelloForte er ætlað konum yfir fimmtugt og er gott við miklu svita- og hitakófi. Chello Forte +D-vítamín er gott fyrir konur undir fimmtugu. Það slær á mikil hita- og svitakóf. Hægt er að fræðast frekar um Chello á www.gengurvel.is. Hita -og svitakóf við tíðahvörf– Hvað er til ráða? Halldór R. Magnússon, eig andi HM-flutninga ehf., vinnur við alhliða vörudreifingu og flutningsþjónustu og keyrir því bíl stóran hluta vinnu dagsins. Tíðar ferðir á klósettið, næturbrölt og slappari þvagbuna gerðu honum lífið leitt þar til hann prófaði ProStaminus, náttúrulegt bætiefni sem er sérstaklega hannað fyrir karlmenn með vandamál tengd þvagbunu og stækkuðum blöðruhálskirtli. ÞVAGBUNAN VAR ORÐIN SLÖPP „Þvagbunan var farin að slappast og ég þurfti oft að pissa á næturn- ar. Á daginn var orðið afar þreyt- andi að þurfa sífellt að fara á kló- settið og svo þegar maður loks- ins komst á klósettið kom lítið sem ekkert!“ segir Halldór og bætir við að margir karlmenn sem vinna við akstur kannist við það vandamál að komast ekki alltaf á klósettið þegar kallið kemur og vinna þar að auki oft óreglulegan vinnu- tíma og að þetta tvennt saman kalli á vandamál tengd þvaglátum. „Ég var allavega orðinn það þreyttur á þessu að mér fannst ég verða að leita leiða til að bæta ástand- ið og datt þá niður á ProStaminus sem ég hef tekið í u.þ.b. hálft ár með frábærum árangri,“ segir Halldór. ProStaminus er nátt- úrulegt efni og megininnhaldsefnin eru hörfræjaþykkni, graskersfræja- þykkni, granateplaþykkni, sink, selen, D- og E- vítamín. „Ég tek eina töflu á morgnana og aðra á kvöld- in og finn að ég þarf sjaldnar að pissa á næturnar. Bunan er orðin miklu betri og klósettferðirnar á daginn eru færri og áhrifaríkari,“ segir Halldór kíminn og léttur í lundu. Tíð þvaglát trufluðu vinnuna, svefninn og áhugamálin Yfir 70% notenda ProStaminus finna fyrir jákvæðum breytingum strax fyrsta mánuðinn. Halldór Rúnar Magnússon, eigandi HM flutninga (hmflutningar@ hmflutningar.is), er ánægður með ProStaminus. Á hverju ári hefur Gengur vel styrkt vel valið málefni fyrir jólin. Að þessu sinni var ákveðið að styrkja endur hæfingar- og stuðnings miðstöðina Ljósið um eina milljón króna í minningu Sirrýjar H. Collington sem lést úr krabbameini í Banda ríkjunum í febrúar síðast liðnum. Okkur er það hugleikið að krabba-meinsveikir og aðstandendur þeirra fái góða umönnun og ráðgjöf og gleður það okkur sannarlega að láta Ljósinu eftir þennan styrk til góðra verka. „Ljósið er endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein og aðstandendur þess. Mark- miðið er að fólk fái sérhæfða endurhæf- ingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoð- ar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek og lífsgæðin almennt,“ segja Erna Magnús dóttir, iðjuþjálfi B.Sc. og forstöðu- kona Ljóssins, og Berglind Kristinsdóttir, iðjuþjálfi B.Sc., sem starfað hefur hjá Ljós- inu um árabil. Erna stofnaði, ásamt fleir- um, Ljósið í núverandi mynd árið 2005. Fyrst með aðsetur í safnaðarheimili Nes- kirkju en frá 2007 að Langholtsvegi 43, eftir margra ára undirbúningsstarf. Starf- semin er rekin með 30 prósenta framlagi frá ríkinu en afgangurinn er frjáls fram- lögum og styrkir. BRAUTRYÐJENDASTARF UNNIÐ Í LJÓSINU Berglind segir enga fyrirmynd að Ljósinu vera til, að þeim vitandi, sem taki til bæði andlegra, félagslegra og líkamlegra þátta. „Starfsemin byggir á hugmyndafræði iðjuþjálfunar sem hefur frá upphafi byggt á þeirri sýn að það að hafa eitthvað fyrir stafni sé jafn nauðsynlegt heilsu manns- ins og að draga andann. Þegar fólk geng- ur í gegnum ferli krabbameinsmeðferðar minnkar orkan og oft dregur úr frumkvæði. Sumir hætta að vinna tímabundið og aðrir alfarið vegna afleiðinga veikindanna. Við höfum það að markmiði að efla lífsgæði hins krabbameinsgreinda og aðstandenda meðan á þessu ferli stendur. Við erum svona milli- stykki á milli þess að þú veikist og þang- að til að þú ferð aftur til vinnu. Það er mik- ilvægt að hafa samastað þar sem hægt er að koma og hitta fólk, vinna í höndunum og efla andlegan, félagslegan og líkamlegan þrótt. Í hverjum mánuði fáum við yfir 300 manns hingað til okkar og með auknu fjármagni og starfsfólki gætum við tekið á móti enn fleir- um því þótt engum sé vísað frá er eftirspurn meiri en framboðið.“ Hægt er að skoða starfsemi Ljóssins og dagskrá á www.ljosid.is. Ljósið hlýtur styrk Gengur vel ehf. „Við höfum það að markmiði að efla lífsgæði hins krabbameinsgreinda og aðstandenda meðan á þessu ferli stendur,“ segir Erna sem stofnaði Ljósið í núverandi mynd árið 2007. Hér tekur hún við styrknum frá Þuríði Ottesen, framkvæmdastjóra Gengur vel. Berglind Kristinsdóttir, sem hefur unnið hjá Ljósinu um árabil, ásamt Ernu Magnúsdóttur, stofnanda Ljóssins, en báðar eru þær iðjuþjálfar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.