Fréttablaðið - 10.10.2013, Síða 64
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 40TÍMAMÓT
„Hátíðin hefst á bókasafninu og í saln-
um Eiðisskeri inn af því er Valgarður
Gunnarsson með myndlistarsýningu
eftir langt hlé. Auk þess sýna 16 lista-
menn á hefðbundnum og óhefðbundn-
um stöðum á bókasafninu,“ segir Soffía
Karlsdóttir, sviðsstjóri menningar- og
samskiptasviðs Seltjarnarness, beðin
um að drepa á nokkur atriði á menn-
ingarhátíð bæjarins sem hefst í dag
klukkan 17. Í dagskránni segir hún
leitast við að feta ótroðnar slóðir með
samvinnu ólíkra hópa lærðra og leikra,
yngri og eldri bæjarbúa. Sigga Heim-
is, bæjarlistamaður hafi stefnt saman
eldri borgurum og nemendum grunn-
skólans. „Við skulum segja að eldri
maður kunni rennismíði og nemandi
komi með sinn frumsköpunarkraft á
móti og þannig búi þeir til hlut,“ nefn-
ir hún sem dæmi og segir afrakstur
þessarar vinnu verða til sýnis í sund-
lauginni. Einnig ætli eldri borgarar
og grunnskólabörn að graffa saman í
undirgöngum við Björnsbakarí milli
klukkan 12 og 14 á morgun.
Magískur gjörningur verður í kvöld
í Lækningaminjasafninu með Sig-
tryggi Baldurssyni og Stjörnuskoð-
unarfélagi Seltjarnarness. Þar verða
tilraunaverkefni fyrir börn og þau
fá stjörnuljós. Á laugardagsmorgun
býður Björnsbakarí öllum bæjarbúum
í veglegt morgunverðarhlaðborð og
óvænta uppákomu á Eiðistorgi.
Óvitar og annað fólk er yfirskrift
hátíðadagskrár í Félagsheimili Sel-
tjarnarness klukkan 14 á laugardag og
er helguð Guðrúnu Helgadóttur rithöf-
undi. „Meðal atriða þar er að Ármann
Jakobsson ætlar að spegla sjálfan sig
og Sverri tvíburabróður sinn í Jóni
Oddi og Jóni Bjarna. Hildur Sverris-
dóttir, dóttir Guðrúnar, lýsir því líka
hvernig hún taldi sig í æsku fædda
inn í ranga fjölskyldu því henni fannst
að mamma sín ætti frekar að vera að
safna mávastelli en bisa við þessi rit-
störf,“ lýsir Soffía.
Byggingarlistaganga og sundlaugar-
flot með slökunartónlist verða á sunnu-
deginum og lokahátíð með ýmsum
skemmtiatriðum síðdegis í félags-
heimilinu. „Tónlistarhópurinn Fimm
frá Nesi flytur þar vel valin, gömul og
góð dægurlög og Ari Eldjárn setur upp
spégleraugun til að benda okkur á hvað
er hlægilegt við okkur. Einnig mun öfl-
ugur kórstjórnandi, Inga Björg Stef-
ánsdóttir leiða saman þrjá kóra, ásamt
því sem Selkórinn kemur fram og með
honum Útidúr,“ segir Soffía glaðlega
og kveður þessa upptalningu bara brot
af dagskránni. Hún lofar miklum her-
legheitum næstu daga á Nesinu með
fjölbreytileikann í fyrirrúmi. Nánari
upplýsingar eru á vefnum www.sel-
tjarnarnes.is
gun@frettabladid.is
Kynslóðir graff a saman
Menningarhátíð Seltjarnarness hefst í dag klukkan 17 í bókasafninu á Eiðistorgi og
stendur fram á sunnudag. Soff ía Karlsdóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs
bæjarfélagsins, hefur skipulagt alls konar stefnumót ólíkra hópa, bæði leikra og lærðra.
Á SELTJARNARNESI Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menningar á Nesinu, sér fram á skemmtilega daga. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON
Elsku pabbi minn,
tengdapabbi, afi og bróðir,
VILHELM JÓNATAN
GUÐMUNDSSON
Villi frá Karlsá,
tónlistarmaður,
Nýbýlavegi 40, Kópavogi,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 6. október, verður jarð-
sunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 15. október kl. 13.00.
Íris Diljá Vilhelmsdóttir Birgir Halldórsson
Indiana Birgisdóttir
Lúkas Birgisson
Jón M. Guðmundsson og fjölskylda
Guðrún H. Guðmundsdóttir Viggo Block
Gestur Guðmundsson og fjölskylda
Snjólaug Guðmundsdóttir
Aðalheiður Guðmundsdóttir og fjölskylda.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og systir,
ARNÞRÚÐUR STEFÁNSDÓTTIR
(Addý)
sjúkraliði, Strikinu 8,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
4. október. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
í Garðabæ föstudaginn 11. október klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á söfnun vegna línuhraðals,
bankanúmer 513-26-22245, kt. 640394-4479.
Arna Valdís Kristjánsdóttir Vilberg K. Kjartansson
Stella Kristjánsdóttir
Lilja Kristjánsdóttir
Jóhanna Kristín Gísladóttir Jana Björk Ingadóttir
barnabörn og systkini.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
AÐALHEIÐUR VALDIMARSDÓTTIR
Nónvörðu 6, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
29. september. Útför hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Gunnlaug Óskarsdóttir Árni Pálsson
Reynir Óskarsson Martha Vest
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
JÓNÍNA STEFANÍA
HALLGRÍMSDÓTTIR
(Jóna)
Spítalastíg 3, Hvammstanga,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi mánudaginn 30. september. Útför hennar fer fram
frá Hvammstangakirkju föstudaginn 11. október kl. 15.00.
Þórdís Vilhjálmsdóttir
Guðmundur Víðir Vilhjálmsson Jónína Edda Ó. Levy
Einar Hafsteinn Vilhjálmsson
Sigurlaug Jakobína Vilhjálmsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir Gunnar Karlsson
barnabörn, barnabarnabörn og langömmubarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
JÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR
lést sunnudaginn 6. október.
Minningarathöfn verður auglýst síðar.
Anna Björnsdóttir Halldór Guðmundsson
Björn B. Björnsson Hrefna Haraldsdóttir
Sverrir Björnsson Áslaug Harðardóttir
Helga Hrönn Hilmarsdóttir Hörður Valtýsson
Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir
Birta, Brynja, Björn, Arnaldur, Hrefna, Sunneva, Hjalti,
Signý, Anna, Herdís Anna, Óttar og Ronja.
80 ára afmæli
Grétar Geir
Nikulásson
Sléttuvegi 13, Reykjavík,
er áttræður í dag, þann 10. október 2013.
Hann tekur á móti ætting jum og vinum
laugardaginn næstkomandi, 12. október,
í Selinu, Sléttuvegi 11-13 frá kl. 15-18.
Auður Auðuns varð fyrsti kvenráðherra á Íslandi er hún tók við embætti
dóms- og kirkjumálaráðherra þennan dag árið 1970. Hún sat í nýrri stjórn
Jóhanns Hafstein sem tók við forsætisráðherraembætti í júlí sama ár, þegar
Bjarni Benediktsson fórst í eldsvoða á Þingvöllum.
Auður hafði áður verið fyrst kvenna til að verða borgarstjóri í Reykjavík
þegar hún og Geir Hallgrímsson tóku við af Gunnari Thoroddsen og deildu
með sér borgarstjórastarfinu í eitt ár, frá 1959 til 1960.
Auður lauk lögfræðiprófi árið 1935 og stundaði síðan ýmis lögfræðistörf
og margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var
alþingismaður Reykvíkinga frá 1959 til 1974.
ÞETTA GERÐIST: 10. OKTÓBER 1970
Fyrsta konan í ráðherrastóli
MERKISATBURÐIR
1899 Enskur togari siglir á bát Hannesar Hafstein, þáverandi
sýslumanns Ísfirðinga, er hann gerir athugasemdir við veið-
ar togarans uppi í landsteinum. Hannes bjargast naumlega við
annan mann en þrír menn fórust.
1945 Sjómannaskólinn er vígður á Rauðarárholti.
1946 Á Norður- og Austurlandi sést mikill fjöldi glóandi loft-
steina, svokallaðra vígahnatta. Menn á Kópaskeri telja fjögur
hundruð á tuttugu mínútum.
1970 Fídjieyjar fá sjálfstæði.
1972 Helgi Hóseasson slettir skyri á þingmenn við þingsetningu.
1974 Norræna eldfjallastöðin er formlega opnuð í Reykjavík.
1975 Elizabeth Taylor og Richard Burton giftast öðru sinni.
2001 Smáralind er opnuð.
2006 Landsbankinn kynnir Icesave, nýja þjónustu netinnláns-
reikninga fyrir viðskiptavini í Bretlandi.