Fréttablaðið - 10.10.2013, Side 68

Fréttablaðið - 10.10.2013, Side 68
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44MENNING „Danssamfélagið á Íslandi er lítið og við erum ekki margar enn starfandi af svokallaðri eldri kynslóð dansara þannig að þegar Lára kom til mín og bað mig að taka þetta verkefni að mér þótti mér mikill heið- ur að fá að skoða söguna okkar,“ segir Helena Jónsdóttir, höf- undur Tíma sem samið var sér- staklega í tilefni af fjörutíu ára afmæli Íslenska dansflokksins. Helena hefur verið viðloðandi dansflokkinn í 33 ár, sitt hvorum megin við landamærin, eins og hún orðar það. „Ég var í Listdansskóla Þjóð- leikhússins frá tólf ára aldri og þá tók maður oft þátt í sýningum flokksins. Þegar náminu lauk gekk ég í dansflokkinn í stuttan tíma. Síðan urðu stórar breyt- ingar á flokknum og ég hætti. Ég hef samt alltaf verið þarna með annan fótinn, þetta er eins og lítil fjölskylda og maður yfir- gefur ekki fjölskyldu sína.“ Við vinnslu verksins eyddi Helena ómældum tíma í að skoða gömul myndbönd, skoða eldri verk flokksins og kafa í fortíðina. „Ég fann aðra ást í mínu listalífi sem er kvikmyndin,“ segir Hel- ena. „Ég flétta hana inn í verkið. Ég er þarna með fjóra frábæra dansara sem eru allir nýstign- ir inn í flokkinn, alveg ferskir, þannig að við erum bókstaflega með núið á sviðinu. Svo nota ég vídeó til að varpa fram gamla tímanum. Við fáum að sjá í tá- skóna hjá Ásdísi Magnúsdóttur, handahreyfingar Katrínar Hall og snúninginn hjá Birgittu Heide, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef líka farið í gegnum danslistasöguna og fannst tilheyra að tala við eldri íslenska danshöfunda og fá leyfi hjá þeim til að flétta inn í nokkur spor frá þeim. Þannig að við erum að horfa þarna í litlum örmyndum á tuttugu til þrjátíu höfunda og dansara sem hafa komið nálægt flokknum í þessi fjörutíu ár.“ Sviðsmyndin er baksviðið þar sem dansararnir eru að vinna sína vinnu. „Dansarar vinna klukkutímum, vikum og mánuð- um saman að því einu að deila hjarta sínu í fjörutíu og fimm mínútur með áhorfendum,“ segir Helena. „Þannig að í þessari sýn- ingu kíkjum við á bak við tjöldin og fáum innsýn inn í heim dans- arans.“ fridrikab@frettabladid.is Heimur dansarans Íslenski dansfl okkurinn frumsýnir tvö glæný verk annað kvöld, Tíma eft ir Helenu Jónsdóttur og Sentimental, Again eft ir Jo Strömgren. Helena samdi Tíma sér- staklega fyrir dansfl okkinn og leitaði fanga víða í sögu hans og fyrri sýningum. Shani Boianjiu er fædd árið 1987 í smábæ í Galíleu. Hún var leið- beinandi í vopnaburði bardagaher- manna á meðan hún gegndi her- þjónustu í Ísrael. Hún gaf út sína fyrstu skáldsögu nýlega, Fólkið frá Öndverðu óttast ekki, sem hefur vakið heimsathygli. Bókin fjallar um þrjár vinkonur, Avishag, Leu og Yael, sem alast upp í smábæ í Ísrael. Hugðarefni þeirra eru ekki frábrugðin annarra ungmenna frá öðrum heimshlutum en hættan er aldrei langt undan. Aðspurð segir Shani bókina ekki byggða á eigin lífi. Það er samt ekki hjá því komist að velta fyrir sér lík- indum söguhetjunnar og höfundar. „Sumt fólk í Ísrael býr við stöð- uga ógn, aðrir ekki. Það fer eftir því hvar í Ísrael þú býrð, af hvaða stétt þú ert, kynþætti og þar fram eftir götunum,“ segir Shani. „Ég var ekki ánægð með að vera kvödd í herinn en það hefði ekki verið í lagi siðferðislega að fara ekki en horfa á eftir öðrum fara,“ útskýrir Shani. Hún segir gríðarlegan mun á því hvernig komið er fram við konur og karla í hernum. „En það er komið fram við karla og konur á ólíkan hátt alls staðar í heiminum – hvar og hvenær sem er. Alltaf,“ bætir Shani við. Bók Shani hefur verið þýdd á fjölda tungumála. „Ég hef ekki kynnst neinum út á velgengnina. Enginn höfundur eða listamaður hefur reynt að nálgast mig vegna bókarinnar. Ég bý í sama þorpi og ég ólst upp í. Ekkert í mínu lífi hefur breyst og skrifin ekki held- ur,“ segir Shani. Hún bætir við að hún sé að vinna að nýrri bók en vill lítið gefa upp um innihaldið. Shani segist ekki upplifa pressu sem höfundur um að skrifa um ástandið í Ísrael. „Ég vel ekki um hvað ég skrifa, það bara kemur til mín. Höfuðmarkmið mitt með skrifunum er að hjálpa mannfólk- inu að verða aðeins minna sorglegt. Ég hef ekki enn þá gert upp við mig hvort það sé hreinlega hægt,“ segir Shani að lokum. olof@frettabladid.is Lauk tveggja ára herskyldu Shani Boianjiu er ungur ísraelskur höfundur. Bók hennar hefur vakið athygli úti um allan heim en Shani segir ekkert hafa breyst í sínu lífi . Björg Þórhallsdóttir sópransöng- kona og Jónas Ingimundarson píanóleikari verða með tvenna söngtónleika á Norðurlandi í kvöld og annað kvöld undir yfirskriftinni „Við slaghörpuna“. Fyrri tónleik- arnir verða í kvöld, fimmtudag, í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefjast kl. 20. Síðari tónleik- arnir verða svo annað kvöld kl. 20 í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Á efnisskránni, sem er afar fjölþætt, eru sjaldheyrð íslensk sönglög eftir sjö höfunda, meðal annars þá Jakob Hallgrímsson og Jóhann Ó. Haraldsson, auk verka eftir stórmeistara söng- lagagerðar, þá Franz Schubert og Jean Sibelius. Þar gefur að heyra meðal annars Grétu við rokkinn eftir Schubert og Svartar rósir eftir Sibelius. Björg og Jónas fyrir norðan TÍMAR Fjórir ungir dansarar dansa í sýningunni og einnig bregður fyrir myndbandsklippum af eldri dönsurum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HELENA JÓNSDÓTTIR VILL HJÁLPA MANNFÓLKI AÐ VERÐA MINNA SORGLEGT Shani Boianjiu skrifaði bókina Fólkið frá Öndverðu óttast ekki. AFP/NORDICPHOTOS VIÐ SLAGHÖRPUNA Björg Þórhalls- dóttir og Jónas Ingimundarson verða á Norðurlandi í kvöld og annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Opus hægindastóll með skemli í áklæði. ÞEGAR HÖNNUN OG ÞÆGINDI FARA SAMAN LEVANTO hægindastóll með skemli í leðri. TIMEOUT hægindastóll í svörtu leðri og hnotu. PRIME hægindastóll í hvítu leðri og eik.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.