Fréttablaðið - 10.10.2013, Síða 82

Fréttablaðið - 10.10.2013, Síða 82
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58 Margar áhugaverðar plötur með nýju efni eru væntanlegar á næstu mánuðum frá helstu útgáfufyrir- tækjum landsins. Record Records verður áfram iðið við kolann og hefur tilkynnt um útgáfu sjö hljómplatna. Fjórða plata popparanna í Leaves, See You In The Afterglow, kemur út á morgun. Hljómsveitin, sem var eitt sinn á mála hjá stórum erlend- um útgáfufyrirtækjum, gaf síðast út We Are Shadows fyrir fjórum árum. Ojba Rasta gefur út sína aðra plötu, Friður, 18. október. Frum- burður reggísveitarinnar kom út í fyrra og fékk mjög góða dóma víðast hvar og verður forvitnilegt að heyra hvernig hún fylgir vel- gengninni eftir. Önnur sveit sem átti vel heppn- aða fyrstu plötu, Tilbury, gefur út Northern Comfort 25. október. Fyrsta platan Exorcise kom út í fyrra og náði lagið Tenderloin miklum vinsældum. Plata með nýju efni frá Lay Low er einn- ig væntanleg 30. október. Nýlega gaf hún út tón- leikaplötuna Live At Home en fyrir tveimur árum kom út síðasta hljóðversplata hennar, Brostinn strengur. Mammút gefur svo út sína fyrstu plötu í fimm ár, eða síðan Karkari kom út 2008. Nefnist hún Komdu til mín svarta systir og kemur út 25. október. Hjá Geimsteini kemur út barna- platan Alheimurinn með Dr. Gunna og félögum. Fyrsta lagið af henni, Glaðasti hundur í heimi, er búið að gera allt vitlaust að undan- förnu. Nýjasta lagið í spilun er með Bjartmari Guðlaugssyni, Sól- mundi Hólm, Mugison og Jakobi Frímanni ásamt Fýlustráknum. Önnur plata strákanna í Ultra Mega Technobandinu Stefán er einnig á leiðinni, rétt eins og Íkorni, fyrsta sólóverk- efni Stefáns Arnar Gunnlaugsson- ar, upptökustjóra og hljómborðs- leikara. Stærsta útgáfa landsins, Sena, gefur út fyrstu plötu Kaleo sem átti eitt vinsælasta lag sumarsins, Vor í Vaglaskógi, og Eurovision- stjarnan Eyþór Ingi gefur út sína fyrstu plötu ásamt hljómsveit sinni Atómskáldunum. Auk þess mætir Friðrik Ómar með nýja plötu. Tónlist Hjaltalín við þöglu myndina Days of Gray er einnig komin út. freyr@frettabladid.is Brakandi ferskt popp og reggí væntanlegt Ojba Rasta, Tilbury, Kaleo, Mammút og Lay Low mæta öll með nýjar plötur á næstu mánuðum. Fyrsta sólóplata Eyþórs Inga kemur einnig út fyrir jólin. Eldri og reyndari flytjendur, Todmobile, Baggalútur og Raggi Bjarna, eru með nýtt efni í farteskinu á vegum Senu, auk þess sem Sálin sendir frá sér Farg í anda Gargs sem kom út 1992. Farg verður með nýjum lögum og öðrum nýlegum sem hafa fengið útvarpsspilun undanfarin ár. Sálin og Todmobile með nýtt efni NÝTT Á LEIÐINNI Reggísveitin Ojba Rasta, Tilbury, Kaleo, Mammút, Eyþór Ingi og Lay Low mæta öll með nýjar plötur á næst- unni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FJÖLBREYTNI Eyþór Ingi, Lay Low, Mammút og Tilbury gefa út nýjar plötur. BÍÓ ★★★★ ★ Málmhaus Leikstjóri: Ragnar Bragason LEIKARAR: ÞORBJÖRG HELGA DÝRFJÖRÐ, INGVAR E. SIGURÐSSON, HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR Hera litla brennir prinsessu- kjólana sína á báli eftir að hún kemur að stóra bróður sínum látn- um eftir hörmulegt vinnuslys. Þungarokksbolir bróðurins koma í stað kjólanna og árin líða. Rúm- lega tvítug er Hera enn illa hald- in af unglingaveiki og foreldrar hennar fyrir löngu búnir að missa þolinmæðina. Hinn hörmulegi atburður hefur síður en svo sleppt af henni takinu og rígheldur henni í sveitinni, flestum til ama. Málmhaus er ekki þungarokks- veislan sem ég vonaðist til að hún væri. Þvert á móti er hún hádramatískt sveitavolæði og nokkuð erfitt áhorfs á köflum. Ekki sökum leiðinda heldur vegna þess hversu auðvelt er að hafa samúð með persónunum. Þorbjörg Helga Dýrfjörð er frá- bær í margslungnu aðalhlutverkinu og mikið mæðir á henni. Þá pressu stenst hún algjörlega. Ingvar og Halldóra þótti mér síðri í hlutverk- um foreldranna. Eina stundina voru þau alveg frábær en þá næstu fannst mér þau detta í tilgerðar- legan ofleik. Það dugði þó ekki til að sökkva skipinu, enda handritið traustbyggt og nokkuð vel skrifað. Auðvitað fær tónlistin sitt pláss en er aldrei aðalatriði. Hera gæti eins hafa flúið veruleikann með því að verða FM-hnakki. Sjónrænir þættir myndarinnar eru til fyrirmyndar og satt best að segja man ég ekki eftir áferðar- fegurri íslenskri kvikmynd síðan Á köldum klaka var gerð fyrir tæpum tveimur áratugum. Þar spilar kvikmyndatakan stærstu rulluna og í flottustu skotunum var stutt í að maður gapti. Ragnar leikstjóri má vera stoltur af þess- ari. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Afbragðs drama og sjónrænt gotterí. Aukastig fyrir Megadeth. Kraft mikið sveitavolæði MÁLMHAUS Þorbjörg Helga Dýrfjörð er frábær í margslungnu aðalhlutverki myndarinnar Málmhaus. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. Góð sérhæð eða hæð og ris óskast í vesturbænum fyrir traustan kaupanda. Afhending samkomulag. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. SÉRHÆÐ ÓSKAST Í VESTURBÆ ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. ÍBÚÐ ÓSKAST Íbúð óskast fyrir eldri borgara við Skúlagötu 20 eða við Eiðismýri á Seltjarnarnesi fyrir traustan kaupanda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.