Fréttablaðið - 10.10.2013, Side 84

Fréttablaðið - 10.10.2013, Side 84
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 60 „Fyrsta upplagið af textasafni Megasar varð uppselt um leið og það kom út í október í fyrra en nú er endurprentunin að koma út,“ segir Jóhann Páll Valdimars- son, útgefandi hjá Forlaginu, um textasafn Megasar sem kemur út í dag. Með bókinni fylgir árit- uð sjálfsmynd af Megasi sem er eftir hann sjálfan og er hún prentuð á sérstakan pappír. „Hann féllst á að árita hvert og eitt eintak ef hann fengi nógu langan tíma til þess, en mynd- irnar eru 2.000 talsins,“ segir Jóhann Páll um áritanirnar. Megas, sem heitir fullu nafni Magnús Þór Jónsson, áritaði myndirnar ekki undir nafninu Megas heldur Magnús Þór. „Hann er Megas þegar kemur að tónlist en Magnús Þór þegar um myndlist er að ræða og því skrifaði hann Magnús Þór á myndirnar,“ útskýrir Jóhann Páll. Aðspurður sagðist Megas hreinlega ekki hafa náð utan um fjöldann fyrst þegar Jóhann gekk á hann með að árita 2.000 sjálfs- myndir til að fylgja endurprent- uninni. „Þetta var þrautavinna en hafðist að lokum,“ segir Megas um vinnuna. Textabókin inniheldur saman- tekt af helstu söngtextum Megas- ar frá upphafi og hafa margir textanna ekki komið út á plötu. Í bókinni er fjöldi ljósmynda af meistaranum og veröld hans, sem margar sjást hér opinberlega í fyrsta sinn. Síðast en ekki síst prýða bókina myndskreytingar sem hann gerði sérstaklega fyrir útgáfuna. Bókin kemur út í dag á vegum Forlagsins. -glp Magnús Þór áritar textasafn Megasar Megas áritar 2.000 sjálfsmyndir sem fylgja textasafni hans sem kemur út í dag. MAGNÚS OG JÓHANN Megas og Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, virða fyrir sér sjálfsmyndina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sinead O’Connor segist hafa fengið hótanir frá aðdáendum Miley Cyrus sem meðal annars hvetja hana til að fremja sjálfs- morð síðan hún birti opið bréf til Miley Cyrus, þar sem hún biðlaði til poppstjörnunnar ungu að láta músíkbransann ekki gera hóru úr sér. O’Connor birti nú fjórða opna bréfið til Cyrus í vikunni þar sem O’Connor segist hafa orðið fyrir áreiti sökum deilna þeirra á milli. „Vegna þinna gjörða hef ég þurft að eiga í samskiptum við fólk sem er að hvetja mig til þess að fremja sjálfsmorð,“ segir O’Connor meðal annars. Þar vísar O’Connor í gaml- ar Twitter-færslur hennar sem Miley birti á síðu sinni nýlega, en þar talaði O’Connor opinskátt um geðræn vandamál sín. - ósk Aðdáendur Cyrus hótuðu O’Connor Deilur Sinead O’Connor og Miley Cyrus enn í gangi. SENDI ANNAÐ OPIÐ BRÉF TIL MILEY Sinead O’Connor sendi fjórða opna bréfið til Miley Cyrus í gær. Þær hafa nú átt í opinberum deilum í viku. AFP/NORDICPHOTOS „Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín.“ ➜ Tvær stjörnur eftir Megas NÝ TILSKIPUN EVRÓPU- SAMBANDSINS UM STARFSEMI VERÐBRÉFASJÓÐA ROBERT LORD HELDUR FYRIRLESTUR Í HÁTÍÐASAL HÁSKÓLA ÍSLANDS FÖSTUDAGINN 11. OKT. KL. 12-13:30 Með tilskipuninni er reynt að samræma reglur um starfsemi verðbréfasjóða á evrópska efnahagssvæðinu ( EES). Eitt af því sem tilskipunin felur í sér er aukin upplýsingagjöf verðbréfasjóða og þar með gagnsæi fyrir þá sem festa fé sitt í slíkum sjóðum.Tilskipunin mun hafa mikil áhrif hér á landi sem annars staðar á svæðinu, sérstaklega þegar hömlum á fjárfestingu verður aflétt hér á landi. Robert Lord er virtur lögfræðingur sem hefur hefur starfað við regluvörslu á verðbréfamörkuðum og unnið fyrir fjármálamarkaðinn víða um heim. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir! Myndband Bjarkar Guðmunds- dóttur við lagið Mutual Core hlýt- ur tvær tilnefningar til UK Music Video-verðlaunanna í ár, annars vegar fyrir bestu tæknibrellur og hins vegar fyrir bestu listræna stjórnun og hönnun. Verðlaunahátíðin fer fram þann 28. október næstkomandi en verð- launin hafa verið veitt árlega síðan árið 2008. Myndbandið hefur vakið mikla athygli um allan heim og hlaut meðal annars verðlaunin „People’s Voice“, eða Rödd fólksins, á Webby-verðlaunahátíðinni ekki alls fyrir löngu. Myndbandið var framleitt af Sagafilm fyrir One Little Indian og því var leikstýrt af bandaríska leik- stjóranum Andrew Thomas Huang. Myndbandið var tekið upp sum- arið 2012 í stúdíói Sagafilm á Laugavegi en alls komu þrjátíu manns að gerð myndbandsins. Starfsliðið var allt íslenskt fyrir utan leikstjórann og aðstoðartöku- manninn sem komu að utan. Meðal þeirra sem unnu við tónlistar- myndbandið voru Gústi Jak og Gus Ólafsson en um framleiðslu sá Árni Björn Helgason hjá Sagafilm. Í myndbandinu má sjá samspil grafíkur og raunveruleika en Björk er grafin í sand í myndbandinu. Eldfjöll og steinar spila stórt hlut- verk í sviðsmyndinni. - ósk Myndband Bjarkar tilnefnt til verðlauna Myndband Bjarkar við lagið Mutual Core hlaut tvær tilnefningar til UK Music Video-verðlaunanna í ár. MUTUAL CORE HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGLI Myndbandinu var leikstýrt af Andrew Thomas Huang en framleitt af Saga Film. MYND/ÚR MYNDBANDI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.