Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 2
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Birgir, er þetta ekki of mikið
maus?
„Nei, þetta er bara Danni Maus,
Eggi Maus, Palli Maus og Biggi
Maus.“
Birgir Örn Steinarsson og félagar í hljóm-
sveitinni Maus ætla að snúa aftur hinn
29. október næstkomandi eftir níu ára hlé.
DÓMSMÁL Tíu mál gegn kaupendum vændis eru á
dagskrá Héraðsdóms Reykjaness á fimmtudaginn
í næstu viku. Nöfn sakborninganna eru ekki birt á
dagskránni, þar kemur aðeins fram að hvert kyn-
ferðisbrotið á fætur öðru á hendur einstaklingum
sem allir eru kallaðir „A“ verði þingfest.
Fréttablaðið hefur upplýsingar um að málin snúist
um kaup á vændi og séu hluti af málum sem bárust
ríkissaksóknara frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu í sumar. Alls voru mál 86 ætlaðra kaupenda send
ákæruvaldinu og þau snerust meira og minna um
kaup á vændi af tveimur konum.
Ekki fást upplýsingar um það hvort gefnar hafi
verið út ákærur í fleiri málum en þessum tíu sem
komin eru á dagskrá Héraðsdóms Reykjaness. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins hafa einhver mál verið
felld niður hjá ríkissaksóknara en þó er ljóst að
ákært verður í mun fleiri málum en tíu.
Í apríl kynnti sérstakt teymi lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu og Suðurnesjum afrakstur margra
mánaða rannsóknar á vændi og mansali á Íslandi.
Við rannsóknina var sjónum einkum beint að vændi
sem auglýst var á netinu og í smáauglýsingum.
Fram kom í skýrslu greiningardeildar ríkislög-
reglustjóra að lögregla hefði ekki fundið sannanir
fyrir því að mansal þrifist í borginni. - sh
Tíu vændiskaupamál komin á dagskrá héraðsdóms sama daginn:
Fjöldi vændiskaupenda ákærður
RANNSÓKNIN KYNNT Lögreglan kynnti afrakstur rannsóknar
sinnar á blaðamannafundi í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI Bandaríski tölvurisinn Apple hefur fengið samþykki Cuper-
tino-borgar í Kaliforníu fyrir byggingu nýrra höfuðstöðva fyrirtækis-
ins. Steve Jobs kynnti byggingaráformin fyrir dauða sinn árið 2011.
Byggingin, sem er 250 þúsund fermetrar, hefur verið kölluð geim-
skipið vegna lögunar sinnar en tólf þúsund manns koma til með að
vinna í henni. Sex kílómetrar af bognu gleri verða notaðir í bygg-
inguna en áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er talinn
verða sem nemur rúmum sex hundruð milljörðum króna. -eh
Apple reisir nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Kaliforníu:
Ekki ein slétt rúða í byggingunni
EINS OG Í VÍSINDASKÁLDSÖGU Höfuðstöðvarnar munu heita Campus 2 en þær
hafa einnig verið kallaðar geimskipið.
JAFNRÉTTISMÁL Launamunur
kynjanna hjá Landsvirkjun er 1,6
prósent samkvæmt jafnlaunaút-
tekt PwC en var 12 prósent árið
2003. Konur hafa að jafnaði ögn
hærri föst laun en karlar en heild-
arlaun karla eru ögn hærri. Mun-
urinn er innan þeirra marka sem
krafist er til að fyrirtæki hljóti
gullmerki PwC.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, segist stoltur af
viðurkenningunni og að hann muni
vinna áfram að því að bjóða konum
jafnt sem körlum samkeppnishæft
og gefandi starfsumhverfi. -fbj
Jafnlaunaúttekt PwC:
Landsvirkjun
fær gullmerkið
JAFNRÉTTISMÁL Tæplega þriðjung-
ur kvenna í lögreglunni telur sig
hafa orðið fyrir kynferðislegri
áreitni. Þetta kemur fram í niður-
stöðum rannsóknar sem ríkislög-
reglustjóri lét gera í samstarfi
við kynjafræðideild Háskóla
Íslands.
Í könnuninni kemur jafnframt
fram að framgangur kvenna
innan lögreglunnar sé mjög
hægur, konur upplifa að þær muni
ekki ná framgangi í starfi líkt og
karlar. Þá upplifa konurnar að
gengið sé fram hjá þeim við skip-
un í stöður í lögreglunni. -fbj
Þriðjungur upplifað áreitni:
Mismunun
í lögreglunni
SPURNING DAGSINS
„Börn eru ekki kölluð inn til að
fara í eftirlit og bólusetningu.
Það er alfarið á ábyrgð foreldra
að koma með börnin,“ segir Anna
Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og verkefnastjóri
ung- og smábarnaverndar á heilsu-
gæslustöð Selfoss.
„En við erum í góðri samvinnu
við leikskólana og þeir minna for-
eldra á skoðanir,“ bætir Anna Guð-
ríður við.
Í kjölfar umfjöllunar Frétta-
blaðsins um bólusetningar barna
og skýrslu sóttvarnalæknis, þar
sem fram kemur að töluvert hátt
hlutfall íslenskra barna er van-
bólusett, hefur umræðan um eftir-
lit heilbrigðisyfirvalda með bólu-
setningum verið áberandi.
Samkvæmt skýrslunni er hlut-
fall bólusetninga lægst við tólf
mánaða og fjögurra ára skoðun.
„Það líður svo langur tími á
milli skoðana eftir fyrsta árið en
við minnum alltaf foreldra á að
koma í næstu skoðun og bókum
jafnvel tíma langt fram í tímann.
Svo er það á ábyrgð foreldra og
þeirra val að koma í eftirlit og
bólusetningar með börnin. Það
kemur stundum fyrir að barnið
sé veikt í skoðun. Þá er ákveðið
að bíða með bólusetningu og nýr
tími gefinn. Ef tíminn er afboð-
aður eða foreldrar gleyma tíman-
um er lítið sem við getum gert í
því. Kerfið okkar býður ekki upp
á að við höfum reglulegt eftirlit
með mætingu.“
Sesselja Guðmundsdóttir, sviðs-
stjóri ung- og smábarnasviðs á
þróunarsviði Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðisins, segir mjög
misjafnt í gegnum tíðina hvern-
ig heilsugæslustöðvar hafi minnt
foreldra á að koma í ung- og smá-
barnavernd.
„Sumar stöðvar hafa sent bréf,
sumar setja auglýsingu í hverfis-
blað og aðrir senda skilaboð eða
hringja,“ segir Sesselja.
Í haust var ákveðið að byrja að
senda öllum foreldrum á höfuðborg-
arsvæðinu bréf og minna á skoðan-
ir sem helst gleymast hjá foreldr-
um. Það eru 18 mánaða, tveggja og
hálfs árs og fjögurra ára skoðanir
þar sem börnin eru einnig bólusett.
„Við ákváðum að samræma þetta
hjá heilsugæslustöðvunum með því
að senda miðlægt bréf frá Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins. Það
verður fróðlegt að sjá hvort það
skili sér í enn betri þátttöku í þess-
um skoðunum. Annars er alltaf
farið í gegnum bólusetningarsögu
barna þegar þau koma í grunnskól-
ann og þá er hægt að bregðast við
ef það vantar einhverja bólusetn-
ingu,“ segir Sesselja. -ebg
Enginn fylgist með
bólusetningu barna
Engar sérstakar reglur eru til um að kalla börn inn í bólusetningar. Heilsugæslu-
stöðvar hafa misjafnan hátt á að minna foreldra á tíma í ungbarnaeftirliti.
UNG- OG SMÁBARNAVERND Oft er minnt á tíma með bréfi, símleiðis eða öðrum
skilaboðum en ekki er um skipulegt eftirlit að ræða. MYND/GETTY
Það er
alfarið á
ábyrgð for-
eldra að koma
með börnin.
Anna Guðríður
Gunnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri
ung- og smábarnaverndar
á heilsugæslustöð Selfoss
EVRÓPA Þegar íslensk stjórnvöld
ákváðu að hætta aðildarviðræðum
við Evrópusambandið var skammt
í að niðurstaða næðist, þar sem
tekið hefði verið tillit til sérstöðu
Íslands.
Þetta fullyrti Štefan Füle,
stækkunarstjóri Evrópusambands-
ins, þegar hann kynnti stöðuna í
stækkunarmálum sambandsins á
Evrópuþinginu í gærmorgun.
„Ég held að við höfum ekki verið
svo langt frá því að geta kynnt
íbúum Íslands samkomulag sem
myndi taka til greina bæði sér-
stöðu Íslands og meginreglur Evr-
ópusambandsins og almennar regl-
ur leiksins,“ sagði Füle.
Füle ítrekaði að Evrópusam-
bandið væri hvenær sem er
reiðubúið að halda áfram aðild-
arviðræðum við Ísland, kysu
Íslendingar það.
„Okkar megin höfum við ekki
dregið okkur í hlé,“ sagði hann. „Ég
er enn sannfærður um að við gætum
náð niðurstöðu sem yrði öllum aðil-
um til hagsbóta og jákvæð.“
Í stöðuskýrslu stækkunar-
deildar framkvæmdastjórnarinn-
ar, sem kynnt var í gær, segir að
aðildarviðræðurnar við Ísland hafi
verið langt komnar, þótt enn hafi
ýmis ágreiningsmál verið óleyst.
Í skýrslunni er fjallað um stöðu
aðildarviðræðna við þau átta ríki
sem ESB hefur átt í viðræðum við
um aðild. Auk Íslands eru þetta
Tyrkland og Balkanskagaríkin
Albanía, Bosnía og Hersegóvína,
Kósóvó, Makedónía, Serbía og
Svartfjallaland. - gb
Stækkunarstjóri ESB segir að stutt hafi verið í niðurstöðu um lykilatriði í aðildarviðræðum:
Tillit hefði verið tekið til sérstöðu Íslands
SKÝRSLAN KYNNT Štefan Füle flutti
ræðu á Evrópuþinginu í gærmorgun.