Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 74
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 58
VERJA ÞARF LAUGARDALSVÖLLINN FRAM AÐ UMSPILI, 15. NÓVEMBER
LOFTBÓLUHÚS EINN MÖGULEIKINN
Loftbóluhúsið í Hvera-
gerði hefur staðið
af sér íslenskt veður.
Ekki er þó möguleiki
að festa slíkt hús eins
vel á Laugardalsvelli.
Engu að síður er verið
að skoða möguleikann
á að setja svona hús
yfir völlinn.
FÓTBOLTI „Það er verið að afla gagna
núna svo hægt sé að taka einhverjar
ákvarðanir með framhaldið,“ segir
Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri
Laugardalsvallar. Það verður nóg að
gera hjá honum næstu vikurnar svo
hægt verði að spila landsleik á vellinum
um miðjan nóvember.
Völlurinn er ekki upphitaður og það
eina sem KSÍ á til þess að verja hann er
dúkur. Hann mun líklega duga skammt
ef það fer að frysta hraustlega.
„Það er erfitt að festa dúkinn almenni-
lega niður. Það fara bara litlir hælar
í hann. Dúkurinn gæti farið fljótt út í
Laugardalslaug. Það hafa komið ýmsar
hugmyndir á borðið sem verið er að
skoða. Þó svo að það sé hægt að gera eitt-
hvað í einu landi er ekki þar með sagt að
hægt sé að gera slíkt hið sama á Íslandi.“
Jóhann varðist allra frétta varðandi
þær hugmyndir sem menn eru að skoða
en gaf þó eina upp. Sú hugmynd kom
nefnilega upp að setja loftbóluhús yfir
völlinn sem gæti haldið honum heitum.
Slíkt hús má meðal annars finna í
Hveragerði.
„Það er hægt að fá svona loftbólu-
hús frá útlöndum. Það er samt ekkert
víst að það sé lausn fyrir okkur hérna
heima. Það fer mikill tími í að setja það
upp og taka það niður,“ segir Jóhann.
Hann bætir við að erfitt yrði að festa
húsið niður og ekki sé hægt að steypa
það eins og í Hveragerði.
„Ef það kemur íslenskt rok gætum
við hreinlega fundið þetta hús í Fær-
eyjum.“
Jóhann reiknar með að þeir setji
dúkinn á völlinn til þess að byrja með.
Vallarstjórinn sjálfur er pollrólegur og
er ekki andvaka af áhyggjum.
„Ég sef alveg. Þetta er bara áskorun
og það er gott teymi að vinna í þessu
máli. Svo tökum við sameiginlega
ákvörðun um hvað skal gera. Við verð-
um að standa og falla með því.“
Þetta verður í fyrsta skipti sem knatt-
spyrnulandsleikur fer fram á vellinum í
nóvember. Aðeins einu sinni hefur verið
spilað á vellinum í nóvember en það var
ekki svona seint.
„Það var Evrópuleikur á milli Fram
og Rapid Vín þarna 6. nóvember árið
1985. Þá var völlurinn frosinn og hann
var aðeins loðnari.“
Fram vann leikinn, 2-1, á snævi þökt-
um vellinum. henry@frettabladid.is
GÆTI FOKIÐ
TIL FÆREYJA
Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, og félagar
fá það verðuga verkefni að halda Laugardalsvelli leikhæfum
einn mánuð í viðbót. Margar hugmyndir eru á loft i.
Komdu núna og kynntu þér 100 ára afmælistilboð Ford. Gerðu líf þitt þægilegra með Ford Kuga.
Skynvætt fjórhjóladrif er staðalbúnaður ásamt Ford SYNC samskiptakerfinu. Með raddstýringu
getur þú hringt og beðið um óskalög. Í neyð hringir kerfið sjálfkrafa eftir aðstoð. Ford Kuga er
svo snjall að í raun er hann snjalljeppi. Komdu og prófaðu.
MEÐ DÍSILVÉL FRÁ
MEÐ BENSÍNVÉL FRÁ
FORD KUGA
5.790.000 KR.
6.190.000 KR.
ford.is
AFMÆLISPAKKI AÐ VERÐMÆTI 520.000 KR.
FYLGIR FORD KUGA Í OKTÓBER
Ford Kuga AWD 2,0 TDCi dísil 140 hö. 6 gíra beinsk./sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,9/6,2 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 154/162 g/km.
Ford Kuga AWD 1,6i EcoBoost bensín 182 hö. sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 7,7 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 179 g/km. Tökum allar
tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.