Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 28
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Haustið er komið og skólabörn
þyrpast í skólana, flest öll kát og
glöð og hlakka til vetrarins. Við
foreldrarnir erum líka glöð með
að allt skuli vera komið í rútínu. Á
næstu dögum eða vikum verðum
við kölluð út í skólana og okkur
boðið að skoða námsefni og kynna
okkur starfið í vetur. Þá fáum við
smá hnút í magann. Við vitum
nefnilega að nú fer kennarinn að
„kvabba“ í okkur um að taka að
okkur bekkjarfulltrúastarfið og
bjóða okkur fram í foreldrafélagið.
Við fyllumst kvíða og hugsum
um alla vinnuna, heimilisstörfin,
skutlið, félagsstarfið og allt annað
sem við þurfum að sinna í vetur.
Hvernig í ósköpunum á ég að geta
bætt því á mig að taka þátt í for-
eldrastarfi í skóla barnsins míns?
Hvernig get ég komið mér undan
því að vera bekkjarfulltrúi í vetur?
Tekur nokkur eftir því ef ég mæti
ekki á aðalfund foreldrafélagsins?
Skólaráð, hvað er nú það? Ég kann
ekkert að skipuleggja bingó. Getur
ekki einhver annar gert þetta?
Rannsóknir hafa sýnt að áhugi
og stuðningur foreldra við nám og
skólagöngu barna sinna er stærsti
einstaki þátturinn sem hefur
jákvæð áhrif á námsárangur og
líðan barna. Í því samhengi er auð-
vitað mikilvægast að hver og einn
sýni námi barnsins síns áhuga,
kenni því að nám sé mikilvægt og
hvetji það til dáða. En ef foreldr-
ar taka höndum saman og halda
utan um bekkinn, árganginn og
nemendahópinn í heild sinni, hafa
frumkvæði að því að efla bekkjar-
anda og stuðla að jákvæðum skóla-
brag í samvinnu við kennara og
skólastjórnendur getum við aukið
til muna þau jákvæðu áhrif sem
stuðningur okkar hefur.
Bekkjarfulltrúar hafa ekki
eingöngu það hlutverk að halda
bekkjarkvöld tvisvar á ári. Þeir
eru fulltrúar bekkjarins gagnvart
foreldrafélaginu og skólastjórn.
Þeir skipuleggja vetrarstarfið og
gæta hagsmuna barnanna í bekkn-
um, í samvinnu við aðra foreldra
í bekknum. Þeir taka að sér verk-
stjórn en allir foreldrar í bekkn-
um ættu að taka þátt í starfinu
með einhverjum hætti á hverjum
vetri. Verkefni vetrarins geta verið
mörg og ólík eftir aldri nemenda og
áhuga forelda. Vinahópar, foreldra-
rölt, fræðslukvöld, stuðningur við
kennara, bekkjarkvöld, fjáraflanir,
þátttaka í starfi foreldrafélagsins
og svo mætti lengi telja.
Bein áhrif á starfsemi
Foreldrafélagið á ekki heldur bara
að halda bingó og vorhátíð heldur
einnig leggja sitt af mörkum til
að efla skólabrag og jákvæð sam-
skipti, fylgjast með að ákvæði aðal-
námskrár séu uppfyllt, farið sé að
lögum varðandi kennslustunda-
fjölda og aðbúnað nemenda, upp-
lýsa fulltrúa foreldra í skólaráði
um afstöðu foreldra til hinna ýmsu
mála og gæta hagsmuna barna og
foreldra í hvívetna. Hér er þó ekki
verið að gera lítið úr þeim hluta
sem snýr að hópefli og skemmtun-
um í skólum.
Foreldrar hafa bein áhrif á starf-
semi skólans í gegnum skólaráðin
þar sem þeir eiga að minnsta kosti
tvo fulltrúa. Fulltrúar foreldra í
skólaráði eru kosnir samkvæmt
reglum foreldrafélagsins og er
afar mikilvægt að fulltrúarnir séu
í góðum tengslum við bakland sitt
og að upplýsingaflæði milli þeirra
og foreldrafélagsins sé virkt.
Sem betur fer fá ekki allir for-
eldrar kvíðahnút í magann þegar
kallað er eftir starfskröftum
þeirra í skólanum. Sumir taka við
keflinu fullir tilhlökkunar og telja
framlag sitt á þessu sviði ekki ein-
ungis sjálfsagt heldur mikilvægan
hluta af foreldrahlutverkinu. For-
eldrastarf þarf ekki að vera leiðin-
leg kvöð. Það er okkar sjálfra að
skipuleggja starfið þannig að það
verði bæði skemmtilegt og gefandi.
Stærsti ávinningurinn er glöð og
góð börn sem gengur vel í námi,
líður vel í skólanum sínum og finna
fyrir augljósum stuðningi foreldra
sinna við skólastarfið. Ætlar þú að
taka þátt í foreldrastarfinu í vetur
eða ætlar þú að láta öðrum það
eftir að skapa gott umhverfi fyrir
barnið þitt í skólanum?
Ekki bara bingóstjóri
Þetta er ákall til kvenfélaga á
Íslandi og annarra félagasam-
taka sem unnið hafa að uppbygg-
ingu í heilbrigðiskerfinu með
gjafafé.
Umönnun sjúkra, fatlaðs
fólks, aldraðra og stuðningur við
þá sem minna mega sín hefur
lengst af hvílt á herðum kvenna
þessa lands. Meðfram heimilis-
störfum og hússtjórn varð það
einnig þeirra hlutskipti gegn-
um aldirnar að sinna veikum og
hjálparþurfi inni á heimilunum.
Það var fyrir framsýni og hvatn-
ingu kvenna að aðstæðum fyrir
þessa hópa var breytt – og til
hins betra.
Fyrstu sjúkrastofnanir lands-
ins og raunar flestar umönnun-
ar- og hjúkrunarstofnanir eru
byggðar fyrir hvatningu kvenna
og að hluta til fyrir þeirra fram-
lag. Kvenfélög og síðar ýmis
önnur félagasamtök, þ.m.t. karlar
einnig, hafa um áratugaskeið
sinnt hjúkrunarstofnunum lands-
ins með gjafafé. Þetta gjafafé
hefur að miklu leyti staðið undir
fjármögnun til tækjakaupa hjá
flestum eða öllum sjúkrahúsum
landsins. Þess vegna hljóta þessi
félagasamtök í landinu að hafa
eitthvað að segja um niðurskurð-
araðgerðir stjórnvalda.
Ríkisstjórnin hefur nú lagt til
svo blóðugar niðurskurðarað-
gerðir að ekki verður við unað.
Stöndum vörð um heilbrigðiskerf-
ið – og þær stofnanir sem félaga-
samtök hafa verið að styðja.
Saman getum við fundið leiðir
til sparnaðar sem ekki bitna svo
harkalega og ósvífið á heilbrigð-
isþjónustunni í landinu. Leitum
leiða og vinnum saman.
Við hvetjum kvenfélög og líkn-
arfélög, svo og alla landsmenn til
að fylkja liði, þétta raðirnar og
mótmæla harðlega. Það verður
ekki aftur snúið ef fyrirætlanir
ráðamanna ná fram að ganga og
þá er viðbúið að umönnunarhlut-
verkið færist aftur inn á heimili
þessa lands. Með öðrum orðum;
við hrökkvum áratugi aftur í tím-
ann í heilbrigðisþjónustu.
Látum það ekki henda íslenskt
samfélag!
Nú er nóg komið –
fylkjum liði!
➜ Fyrstu sjúkrastofnanir
landsins og raunar fl estar
umönnunar- og hjúkrunar-
stofnanir eru byggðar fyrir
hvatningu kvenna og að
hluta til fyrir þeirra fram-
lag. Kvenfélög og síðar ýmis
önnur félagasamtök, þ.m.t.
karlar einnig, hafa um
áratugaskeið sinnt hjúkr-
unarstofnunum landsins
með gjafafé.
➜ Foreldrastarf þarf ekki að
vera leiðinleg kvöð. Það er
okkar sjálfra að skipuleggja
starfi ð þannig að það verði
bæði skemmtilegt og gef-
andi.
HEILBRIGÐISMÁL
Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir
húsfreyja og ferðamálafræðingur
Margrét Ingibjörg Ríkarðsdóttir
forstöðumaður
Elsa María Guðmundsdóttir,
verkefnastjóri og aðstoðarforstöðumaður
MENNTUN
Bryndís
Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
SAMFOK
Margrét
Valgerður
Helgadóttir
formaður SAMFOK
Láttu veðrið
ekki stöðva þig
util if. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND
Á
R
N
A
S
Y
N
IR