Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 17. október 2013 | SKOÐUN | 29 Í opinberri umræðu und- anfarna daga hafa málefni ungrar stúlku sem ákærð var fyrir brot á 248. gr. almennra hegningarlaga (fjársvik) í tengslum við kynlífsþjónustu sem hún innti ekki af hendi verið áberandi. Málsatvik eru í stuttu máli þau að stúlkan (sem er barn að lögum) og maður voru í netsamskipt- um. Mun tilgangurinn hafa verið sá að mæla sér mót og að maðurinn greiddi stúlkunni fyrir vændisþjón- ustu sem hún átti að veita honum. Þegar á hólminn var komið og mað- urinn rétti stúlkunni peningaseðla út um opna bílrúðu, sem fyrirfram- greiðslu fyrir viðvikið, ákvað hún við svo búið að taka til fótanna án þess að standa við sinn hluta sam- komulagsins. Skemmst er frá því að greina að viðbrögð héraðsdómara við sak- sókn á hendur stúlkunni voru á þá lund að vísa ákærunni frá dómi, meðal annars á grundvelli þess að umrædd vændiskaup nytu ekki rétt- arverndar fjársvikaákvæðis alm. hgl. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar, sem benti á að láðst hefði af hálfu ákæruvaldsins að gera grein fyrir þeim ástæðum sem ákæran væri reist á og var málinu vísað frá dóminum af þeim sökum. Sitt hefur hverjum sýnst um nið- urstöðu héraðsdóms. Hefur það jafnan verið viðkvæðið gagnvart þeim sem ekki hafa verið hlynntir saksókn á hendur stúlkunni að um óþarfa viðkvæmni af hálfu þeirra sé að ræða enda vændi „tilfinninga- hlaðið“ málefni, sem geri þeim erf- itt fyrir að sjá málið í réttu ljósi og halda sig á málefnalegum nótum svo fátt eitt sé nefnt. Við mögulega áfram- haldandi umfjöllun dóm- stóla um málið er nauðsyn- legt að halda eftirfarandi til haga: A. Í 206. gr. alm. hgl. er fjallað um vændi. Ákvæð- ið er einstakt að því leyt- inu til að í því er kaupum á vændi lýst refsiverð- um. Sala er aftur á móti refsilaus nema þriðji aðili hagnist á henni. Var þetta leið sem farin var að sænskri fyrir- mynd fyrir nokkrum árum í íslenskri löggjöf. Sjónarmið sem lúra að baki þessu fyrirkomulagi eru meðal annars þau að hið opinbera mæti þeim sem einhverra hluta vegna sjá sig knúna til að selja aðgang að líkama sínum í kynferðislegum tilgangi með stuðningi í stað refsivandar á lofti. Oft sé um að ræða ein- staklinga sem eiga sér einskis aðra úrkosti umfram þá sem falast eftir þjónustu þeirra. Í greinargerð með lagafrum- varpi um breytingu á 206. gr. er áhersla lögð á þennan aðstöðu- mun kaupanda og seljanda vændis og í því sambandi talið eðlilegra að leggja ábyrgðina á viðskiptunum á herðar kaup- anda. Þá er börnum veitt alveg sérstök vernd í þessum efnum, ekki aðeins í umræddri 206. gr. heldur einnig í alþjóðlegum samningum um málefni barna og viðaukum við þá sem Ísland er aðili að. Fram hjá þessu verður ekki litið við túlkun ákvæðisins og mögulegt mat á því hvort refs- ingum verði við komið gagnvart þeim sem bjóða afnot af líkama sínum í kynferðislegum tilgangi gegn þóknun. B. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála hafa dómstólar vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu. Í lagagrein- inni birtist sú grundvallarregla í íslenskum rétti að málefni það sem til úrlausnar er hjá dóm- stólum hverju sinni (sakarefni) má ekki vera andstætt lögum og velsæmi enda talið að dómstól- ar geti ekki með réttu leyst úr slíku á grundvelli laga og lands- réttar. C. Það er enn fremur rótgróin hefð í íslenskum rétti að gildi kröfu er háð því að hún njóti lögverndar. Að öðrum kosti er ekki unnt að knýja á um efndir hennar. Þannig njóta til dæmis kröfur sem eiga sér ólöglegar rætur ekki verndar laga, hvað þá verndar refsivörslunnar. Af augljósum ástæðum falla því ætluð kaup á vændisþjónustu af barni utan við þá hagsmuni sem fjársvikaákvæði almennra hegn- ingarlaga er ætlað að vernda. Kaup á vændisþjónustu eru refsiverð hátt- semi og verður að framangreindu virtu ekki leitað atbeina dómstóla til að koma fram eða fylgja eftir ráða- gerðum af því tagi eða refsingum ef þau ganga ekki eftir. Eins og mál þetta er vaxið verð- ur að telja eðlilegast að hinn svikni vændiskaupandi, sem ólöglega fal- aðist eftir kynlífsþjónustu, beri hitann og þungann af áhættunni sem því fylgdi. Menn skyldu í það minnsta almennt stíga varlega til jarðar við að búa þeim sem geð hafa í sér til að falast ólöglega eftir kynlífsþjónustu annarra, einkum barna, þann lagalega veruleika að þeir geti hlutast til um að refsing- um sé komið við gagnvart þeim sem þeir hyggjast sækja slíka þjón- ustu frá, séu efndir hennar ekki í samræmi við væntingar þeirra og óskir. Það færi vel á því að ríkissak- sóknari felldi málið gegn stúlkunni niður. Það væri ekki einungis í sam- ræmi við landslög heldur næsta víst í samræmi við siðferðiskennd þorra manna í réttarríkinu Íslandi eins og málið horfir við. Skálkaskjól vændiskaupenda DÓMSMÁL Alma Rún R. Thorarensen lögfræðingur ➜ Kaup á vændisþjónustu eru refsiverð háttsemi . . . afsláttur af kuldafatnaði fyrir alla fjölskylduna til mánudags20% Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Sökkuldúkur, raka- varnarplast og þéttiefni á frábæru verði Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Raka- og vatnsþéttiefnin frá Múrbúðinni eru vottuð hágæða vara á sérlega hagstæðu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.