Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 24
17. október 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Mikið hefur verið rætt og ritað um allt hið mikla samráð sem viðhaft hefur verið við gerð lagafrumvarps um náttúruvernd á síðasta kjörtímabili. Frumvarpið varð að lögum en gildistökunni var frestað og nú hefur verið boðað að lagt verði til að lögin verði afturkölluð og núgildandi lög, frá árinu 1999, gildi þannig áfram. Samráð er hins vegar teygjanlegt hugtak. Eitt er að gefa aðilum færi á að setja fram sjónar- mið, annað er að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða. Þröngur hópur höfunda Mikil vinna var lögð í gerð frumvarps- ins. Meðal annars var unnin svokölluð hvítbók um náttúruvernd í því sambandi, tæpar 500 blaðsíður að lengd. Hvítbók- ina vann hins vegar afar þröngur hópur fólks; starfsfólk umhverfisráðuneytisins og stofnana þess, háskólafólk sem mikið hefur unnið fyrir ráðuneytið og fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði náttúru- verndar. Enginn fulltrúi atvinnulífs, sveitarfélaga, útivistarfólks og þannig mætti áfram telja. Þetta er ekki upp- skriftin að víðtækri sátt um þennan málaflokk. Lítið gert með athugasemdir Hvítbókin fór í umsagnarferli en óljóst er hvað gert var við umsagnirnar því hún kom aldrei út aftur í breyttu formi. Síðar gaf ráðuneytið út drög að frum- varpi til umsagnar sem bar öll einkenni hvítbókarinnar hvað sem umsögnum um hana leið. Aftur stóð undirritaður að gerð umsagnar en ekki var að sjá að tekið hefði verið tillit til efnisatriða hennar þegar frumvarpið var síðar lagt fram á Alþingi. Enn hófst þá umsagnarferli en nú á vegum Alþingis. Frumvarpið tók síðan litlum breytingum í meðförum þingsins. Hér verða ekki raktar þær fjölmörgu og alvarlegu athugasemdir sem Sam- orka, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, samtök útivistar- fólks og fjöldinn allur af öðrum aðilum gerðu við þetta frumvarp. Hér skal það hins vegar áréttað að hið meinta víð- tæka samráð sem sagt er hafa verið við- haft einkenndist allt þetta langa ferli af því sama: Lítið sem ekkert tillit var tekið til ítrekaðra og alvarlegra athugasemda þessara fjölmörgu aðila. Samráð og lög um náttúruvernd NÁTTÚRU- VERND Gústaf Adolf Skúlason framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrir- tækja www.fronkex.is kemur við sögu á hverjum degi N iðurstöður úr könnun markaðsrannsóknafyrirtækis- ins Maskínu á viðhorfum kjósenda til aðildarvið- ræðna við Evrópusambandið eru afgerandi. Minni- hluti vill ganga í ESB við svo búið, enda er enginn aðildarsamningur sem fólk getur tekið afstöðu til. Hins vegar vill meirihluti, 52 prósent, halda aðildarviðræðunum áfram og yfirgnæfandi meirihluti, eða 67 prósent, að þjóðar- atkvæðagreiðsla verði haldin um framhald viðræðnanna. Þetta er enn ein sterk vísbending um að ráðherrar ríkisstjórn- arinnar hafi rangt fyrir sér þegar þeir segja meirihluta kjósenda að baki þeirri stefnu sem ríkisstjórnin fylgir í Evrópumálunum. Það er sömuleiðis margbúið að hrekja þá útleggingu leiðtoga stjórnarinnar í utanríkismálum, Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta, að Evrópusambandið skorti getu eða vilja til að ljúka aðildar- viðræðum við Ísland. Þetta var síðast ítrekað í gær, þegar Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, lýsti því yfir að sambandið væri reiðubúið að taka aftur upp samninga við Ísland hvenær sem væri. Hann sagðist telja að ekki hefði verið langt í að hægt hefði verið að kynna fyrir íslenzkum almenningi niðurstöðu þar sem tekið væri tillit til sérstöðu Íslands, um leið og grundvallarreglur ESB væru virtar. Füle áréttaði sérstaklega að ekkert vantaði upp á getuna til að halda viðræðum áfram. Báðir stjórnarflokkar gengu til kosninga með þá stefnu að gera hlé á aðildarviðræðunum og efna svo til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Nú hefur fyrriparti þeirrar stefnu verið hrint í framkvæmd. Miðað við niðurstöður könnunar Maskínu má draga í efa að meirihluti kjósenda styðji þá ákvörðun. Seinnipart stefnunnar, skýr kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu, ætlar stjórnin hins vegar ekki að framkvæma. Þar sýna niðurstöður kannana ítrekað að hún hefur ekki meirihlutastuðning kjósenda. Velkist menn í vafa um hvað var sagt fyrir kosningar, má rifja það upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í grein í Morgunblaðinu í ágúst 2011 að leggja ætti aðildarviðræð- urnar til hliðar. „Þegar málin hafa skýrst og við vitum hvort eða hvernig ESB lifir af er rétt að þjóðin taki afstöðu til þess í þjóðar- atkvæðagreiðslu hvort taka skuli viðræður upp að nýju.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í þingræðu í maí 2012 að endurmeta ætti aðildarferlið. „Það er allt sem bendir til þess að full ástæða sé til að fara í slíkt endurmat hér á Alþingi og ef ekki að leyfa íslenskri þjóð að taka ákvörðun um það hvort þessu verði haldið áfram eða hvernig verður haldið á þessu.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við Frétta- blaðið 24. apríl í vor: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Kvöldið eftir sagði hann í kapp- ræðum á Stöð 2: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Nú telur enginn þessara manna að þjóðin eigi að fá að segja hug sinn til málsins. Það er langt síðan jafnmargir ráðherrar hafa verið jafnberrassaðir í máli þar sem gerðar eru reglulegar mælingar á almenningsálitinu. Loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu sem gufaði upp: Berrassaðir ráðherrar Frítt fyrir konur í leðri– aftur „Vegna mikilla eftirspurna höfum við loksins ákveðið að halda hið sjóðandi heita Playboy Partý í Sjallanum þar sem GULLFALLEGAR, SJÓÐANDI heitar Playboy kanínur taka á móti gestum.“ Svona hljóðar lýsingin á Playboy-kvöldi sem fram fer í Sjallanum á Akureyri á laugardaginn kemur. Í henni kemur einnig fram að konur í Playboy-„dressi“ og leðri fái frítt inn. Það er skemmtileg tilviljun að á laugardaginn verður einmitt réttur mánuður síðan síðast var auglýst kvöld með glaðningum fyrir leðurklæddar konur. Það var svokallað Dirty Night, sem Jafnréttisstofa gerði athugasemd við sem aftur gerði það að verkum að Sjallinn blés kvöldið af. Misskilningur Forsvarsmaður Sjallans hafði þá þetta um málið að segja í fjölmiðlum: „Við misskildum hvernig þetta kvöld ætti að vera og um leið og við sáum hvað þetta væri þá ákváðum við að bakka út úr þessu.“ Ætli þeir í Sjallanum skilji hvað Playboy- kvöld er eða á sá mis- skilningur líka eftir að koma í ljós? Gersamlega galið Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, olli nokkru fjaðrafoki í gær með ummælum sínum á Bloomberg um að Íbúðalánasjóði yrði ekki bjargað úr þessu. Tap hans myndi alltaf lenda á skattborgurum. Harðorðastur í garð Unnar er Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, sem kallar eftir af- sögn hennar í bloggpistli. „Forstjóri Fjármálaeftirlitsins virðist gersam- lega galinn! Yfirlýsingar hennar á Bloomberg um Íbúðalánasjóð eru að líkindum alvarlegustu afglöp ís- lensks embættismanns allavega frá hruni,“ skrifar Hallur og segir að viðtalið sé „hrein og klár aðför að íslensku efnahags- lífi“. Það er ekkert minna. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.