Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 6
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu mörg prósent lögreglu- manna eru konur? 2. Hvar er mest atvinnuleysi á land- inu? 3. Hvaða hljómsveit stígur aftur á svið eftir níu ára hlé? SVÖR: 1. Innan við 13 prósent .2. Á Suðurnesjum. 3. Maus. ÖRYGGISMÁL „Fyrirkomulagið eins og það er nú nær ekki nokkurri átt. Að sjúkraflug í þessu litla landi sé annars vegar gert út af velferðar- ráðuneytinu og hins vegar sjúkra- og neyðarflug af innanríkisráðu- neytinu og Landhelgisgæslunni getur ekki verið hagfellt. Þetta er spurning um að hagræða, auka öryggi og spara peninga,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunn- ar, spurður um fyrirkomulag sjúkraf lugs á Íslandi og hvort það eigi allt að vera á einni hendi. „Til að mögulegt sé að halda úti öflugri björgunar-, neyð- ar- og sjúkraflugsþjónustu þarf reksturinn að vera sterkari,“ segir Georg. Hann spyr hvað græðist á því að hafa tvær miðstöðvar til að vakta neyðartilfelli; eina á Akur- eyri ef vantar sjúkraflugvél og aðra í Reykjavík ef vantar sjúkra- þyrlu eða stóra vél til að fara til útlanda. „Gæslan hefur sterka innviði sem skiptir öllu máli í þessu sambandi. Auk tækja og víðtækrar þekkingar og reynslu við neyðaraðstæður hvers konar, rekum við stjórnstöðvar sem eru opnar allan sólarhringinn. Land- helgisgæslan getur því auðveld- lega tekið að sér annað sjúkraflug í landinu jafnvel þó svo þjónustan verði áfram starfrækt frá Akur- eyri. Spurður um kostnað við að Gæslan tæki að sér allt sjúkra- flug hérlendis segir Georg ljóst að stofnkostnaður gæti orðið nokk- ur, og sértekjur af leigu flugvél- ar Gæslunnar til útlanda myndu rýrna. „Þessari vél var ætlað að vera til taks hér við land til björg- unar, eftirlits og öryggis svo sem vegna náttúruhamfara og slysa. Þess vegna væri mjög eftirsóknar- vert að vinna hana til baka aftur með því að endurskoða fyrirkomu- lag sjúkraflugs. Þegar horft er til allra þátta svo sem samræming- ar, umfangsmeiri rekstrar, aukins öryggis og hagræðingar hlýtur þetta að vera hagkvæmara fyrir- komulag.“ svavar@frettabladid.is Forstjóri vill sjúkra- flugið til Gæslunnar Fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi stenst enga skoðun, er mat forstjóra Landhelgis- gæslunnar. Mun hagfelldara væri að flugið væri á einni hendi. Ráðherra segir ekkert mæla gegn skoðun en Ríkisendurskoðun snuprar ráðuneyti fyrir seinagang. ● Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fékk á mánu- dag skriflegt svar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við spurn- ingunni hver afstaða hennar væri til þess að LHG taki við öllu almennu sjúkraflugi, eins og lengi hefur verið til skoðunar innan stjórnsýslunnar. Ráðherra svarar spurningunni ekki beint, en sér því ekkert til fyrirstöðu að kanna þá möguleika til hlítar í samstarfi við velferðarráðuneytið. ● Í úttekt Ríkisendurskoðunar á sjúkraflugi sem birt var nýlega kemur fram að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar til að meta hvort framkvæmanlegt er, og hagkvæmt, að Gæslan annist almennt sjúkraflug á landinu, eins og segir í svari ráðherra. Þar kemur hins vegar ekki fram að Ríkisendurskoðun snuprar ráðuneytin fyrir að hafa ekki gengið úr skugga um hvort svo sé. Ríkisendurskoðun snuprar ráðuneyti Á VETTVANGI Mýflug hefur annast almennt sjúkraflug síðustu misseri. MYND/HÖRÐUR GEIRSSONGEORG LÁRUSSON Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI DÓMSTÓLAR „Mér finnst það nátt- úrulega ótrúlegt að það sé hægt að úrskurða svona grein ólög- mæta,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdastjóri símafyrirtækisins Hringdu. Neytendastofa úrskurðaði á mánudaginn að aðsend grein, sem Játvarður skrifaði í Morg- unblaðið á síðasta ári, væri brot- leg gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðs- setningu. Í greininni eru gerðar athugsemdir við þjónustu Símans og fleiri símafyrirtækja, því velt upp að verðsamráð sé á netmarkaði og fjallað um þjónustu Hringdu. Neyt- endastofa telur greinina vera samanburðaraug- lýsingu gagnvart þjón- ustu Símans, sem kærði Hringdu vegna greinar- innar. Þá voru aug- lýsingar Hringdu einnig úrskurðaðar brotlegar. Meðal þess sem Játvarður skrifar um er skoðun hans á ljósleiðurum og ljósneti. „Ef ég væri til að mynda að flytja bíla til landsins, og mér fyndist Samskip betra en Eimskip, mætti ég þá ekki tjá mig um það hvort mér fyndist betra?“ spyr Játvarður að lokum. - vg Skrifaði umdeilda grein um samskiptamarkaðinn sem var úrskuðuð ólögleg: Aðsend grein braut gegn lögum GRIKKLAND, AP Gríska þingið sam- þykkti í gær að svipta sex þing- menn Gullinnar dögunar þinghelgi svo hægt yrði að sækja þá til saka. Nokkrir helstu leiðtogar flokks- ins voru handteknir í síðasta mán- uði, sakaðir um að reka flokk- inn eins og glæpasamtök. Morð á þekktum tónlistarmanni, sem hafði gagnrýnt útlendingahatur Gullinnar dögunar, varð til þess að stjórnvöld réðust til atlögu gegn flokknum. Gullin dögun er flokkur harð- skeyttra þjóðernissinna sem náði töluverðu fylgi í þingkosningum á síðasta ári, þegar skuldakrepp- an hafði komið harkalega niður á almenningi í Grikklandi. - gb Gríska þingið: Sex þingmenn missa þinghelgi NÝSKÖPUN Íslenska fyrirtækið Marinox ehf. hlaut á dögunum veglegan rannsóknar- og þróunar- styrk á vettvangi Eurostars-áætl- unarinnar sem 33 ríki í Evrópu eru aðilar að. Verkefni Marinox og samstarfs- aðila var metið fjórða besta verk- efnið af 594 verkefnum. Verkefnið snýr að því að full- vinna verðmæt lífvirk efni úr íslenskum stórþörungum, sem meðal annars má nota sem fæðu- bótarefni eða sem íblöndunarefni í ýmsar neytendavörur. Marinox er nýsköpunarfyrir- tæki sem runnið er undan rifjum Matís. - shá Fjórða af 594 verkefnum: Fá Evrópustyrk í þararannsókn NÁTTÚRUFAR Félag refa- og minkaveiðimanna deilir áhuga Náttúrufræðistofnunar á mark- vissri skráningu og rannsóknum á veiddum refum á Vestfjörðum í samstarfi við Melrakkasetur Íslands og fleiri aðila. Þetta kemur fram í bréfi veiði- mannanna til bæjarráðs Ísafjarð- ar sem skorar á umhverfisráðu- neytið að leggja Melrakkasetrinu til það fjármagn sem til þarf til þessara rannsókna og stofnmats refa á Vestfjörðum. - gar Bæjarráð Ísafjarðar: Ríkið borgi refarannsókn KÓPAVOGUR Félagsmálaráð Kópa- vogs hvetur nú bæjarráð til að taka þátt í útboði sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um aksturs- þjónustu við fatlað fólk. Kópavogur hefur um árabil staðið utan þessa samstarfs og fengið gagnrýni frá fötluðum vegna þessa. „Þjónustu- stig Ferðaþjónustu fatlaðra er ein- faldlega ekki ásættanlegt í mörg- um tilvikum, þó að í öðrum sé það vissulega fullnægjandi,“ sagði til dæmis Kristinn Halldór Einars- son, formaður Blindrafélagsins, á árinu 2010. - gar Leggja til stefnubreytingu: Séu í samfloti í akstursþjónustu JÁTVARÐUR JÖKULL INGVARSSON REFUR Ísfirðingar vilja mat á refastofn- inum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REKNIR AF ÞINGI Þingmenn Gullinnar dögunar í þingsal. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐAÞJÓNUSTA Fatlað fólk nýtir ferðaþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur mun aukast um 0,3 prósentustig og verður 1,7 prósent á þessu ári samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur bankans, telur að framkvæmdir í Helguvík kom- ist á skrið á árinu 2015 og hag- vöxtur verði 2,7 prósent þá. „Þetta er ekki mikill hagvöxtur í samanburði við það sem hag- kerfið hefur verið að vaxa um á undanförnum áratugum,“ segir Ingólfur. -eh Fjármálaþing Íslandsbanka: Hagvöxturinn muni aukast VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.