Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 60
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44
Sem ungur maður hlustaði ég á þungarokk vegna þess að hormónarnir
öskruðu á það. Í dag geri ég það vegna þess að betri aðferð til slökunar
get ég ekki ímyndað mér. Ég veit fátt notalegra eftir langan vinnudag en
að setjast upp í bíl, skrúfa gömlu Almeru-græjurnar upp í 21, með bassa
á tveimur og treble á fimm (hæsta sem hann kemst), og leyfa alls kyns
djöfullegu dauðarokki að vinda ofan af mér á leiðinni heim.
Þetta er augnablik
sem líkist því helst
að tylla sér á stóran
stein í fallegri fjöru
og hlusta á náttúr-
una. Slökun sem
margir geta hugsað
sér, og jafnvel leggja
stund á. Tvöfalda
bassatromman gegnir
hlutverki sjávarfall-
anna og slær taktinn,
öskrin eru sem
óreglulegar vind-
hviður, og gítarsólóin
eins og gargandi
sílamáfur á flugi.
Ef ég lendi á rauðu
ljósi þori ég þó ekki
öðru en að lækka
eilítið. Í næsta bíl
gæti verið eðlilegt
fólk sem þætti ég
skrítinn. Nú eða
enn undarlegra fólk
en ég sem þætti
þungarokkið mitt
of meginstraums. Í
þeirra augum væri
ég líklega eins og
maðurinn sem ekur
vélhjóli sínu niður Laugaveg allar helgar, oft á dag, með Joan Jett í botni
(ég vissi reyndar ekki að til væru hljómflutningstæki fyrir vélhjól fyrr en
þessi riddari götunnar kom inn í líf mitt).
Á tímabili hélt ég að þessi háværa slökunaraðferð mín væri pínu
nýmóðins og töff. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er bara aðeins
yngri útgáfa af fimmtuga kerfisfræðingnum í bílnum fyrir aftan mig sem
hlustar á Electric Light Orchestra og syngur með.
Djöfulleg slökun
Leaves - See You In the Afterglow
Hjaltalín - Engill alheimsins
Nykur - Nykur
Í spilaranum
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
11.10.2013 ➜ 17.10.2013
1 Lorde Royals
2 Katy Perry Roar
3 Arctic Monkeys Do I Wanna Know?
4 One Republic Counting Stars
5 Emiliana Torrini Speed Of Dark
6 Kings of Leon Supersoaker
7 Egill Ólafsson /
Moses Hightower / Lay Low Ekkert þras
8 Ellie Goulding Burn
9 Nýdönsk Where Dreams Go To Die
10 Dikta Talking
1 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk
2 Pálmi Gunnarsson Þorparinn
3 Ýmsir Pottþétt 60
4 Emilíana Torrini Tookah
5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
6 Úr söngleik Borgarleikhússins Mary Poppins
7 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music
8 Steve Vai Story Of Light
9 Sigur Rós Kveikur
10 Of Monsters And Men My Head Is An Animal
Nýsjálenska söngkonan og laga-
smiðurinn Ella Yelich-O’Connor,
betur þekkt sem Lorde, gaf nýlega
út sína fyrstu plötu, Pure Heroine.
Þessi sextán ára stúlka, sem
verður sautján 7. nóvember, hefur
heldur betur slegið í gegn með lag-
inu Royals. Það fór á toppinn víða
um heim, þar á meðal hér á landi
og í Bandaríkjunum þar sem hún
velti Miley Cyrus úr sessi. Um leið
varð hún yngsti sólótónlistarmað-
urinn sem kemst á topp banda-
ríska Billboard-vinsældalistans í
26 ár.
Lodre ólst upp í borginni Auck-
land og vakti fljótt athygli fyrir
sönghæfileika sína. Í uppvext-
inum hlustaði hún á Neil Young,
Fleetwood Mac, The Smiths og
Nick Drake, auk sálartónlistar-
manna á borð við Ettu James og
Otis Redding. Síðar meir uppgötv-
aði hún listamenn á borð við James
Blake, Bon Iver, Burial, Animal
Collective, SBTRKT og Drake,
Grimes og Sleigh Bells, sem veittu
henni allir innblásur.
Fyrsta EP-platan hennar, The
Love Club, kom út án mikils lúðra-
blásturs á síðasta ári. Hún naut
vaxandi hylli í föðurlandinu og
komst á toppinn þar í landi þrátt
fyrir að henni hefði þegar verið
halað niður frítt sextíu þúsund
sinnum á síðunni Soundcloud.
Útgáfufyrirtæki komu auga á
hæfileika Lorde og hófu að falast
eftir kröftum hennar. Hún hafn-
aði öllum tilboðum enda hafði áður
samið við útgáfurisann Universal
aðeins þrettán ára gömul. Starfaði
hún með lagahöfundinum og upp-
tökustjóranum Joel Little við gerð
EP-plötunnar, rétt eins við gerð
Pure Heroine.
Móðir Lorde er virt ljóðskáld í
heimalandinu og naut söngkonan
því góðs uppeldis sem framtíðar-
textasmiður með því að lesa ljóð
eftir T.S. Eliot, Ezra Pound, Allan
Ginsberg og fleiri. Lorde horfði
einnig á sjónvarpsþættina The
Sopranos og Brick, auk kvikmynd-
arinnar The Virgin Suicides.
Pure Heroine hefur fengið mjög
góð viðbrögð. Tímaritið Clash
gefur plötunni 9 af 10 mögu-
legum og segir hana popp-meist-
arastykki. Rolling Stone og Con-
sequence of Sound gefa henni
fjórar stjörnur af fimm og Pitch-
fork 73 af 100 í einkunn.
Miðað við dómana og vinsæld-
irnar til þessa er ljóst að hin korn-
unga Lorde á framtíðina fyrir sér
í tónlistarbransanum.
freyr@frettabladid.is
Á framtíðina fyrir sér
Fyrsta plata hinnar 16 ára Lorde frá Nýja-Sjálandi, Pure Heroine, er komin út.
Lorde syngur eigin útgáfu af laginu Everybody Wants To Rule The World
með ensku hljómsveitinni Tears For Fears á plötu með tónlistinni úr
kvikmyndinni The Hunger Games: Catching Fire. Of Monsters and Men á
einnig lag á plötunni, Silhouettes.
Í hópi með Of Monsters and Men
LORDE Söngkonan og lagasmiðurinn Lorde hefur gefið út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. NORDICPHOTOS/GETTY
TÓNNINN
GEFINN
Haukur Viðar Alfreðsson