Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 78
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 62
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Þar sem það er enginn prestur í
nafnaveislum þurftum við að huga
að því hvernig við vildum tilkynna
nafnið. Hvorugt okkar er eitthvað
hrifið af því að halda ræður – þann-
ig að við ákváðum að tilkynna nafn-
ið með kökunni,“ segir Maríjon Ósk
Nóadóttir, en hún og sambýlismaður
hennar, Reynald Hinriksson, buðu
til nafnaveislu til heiðurs frumburð-
inum í lok september og ákváðu að
hrekkja fjölskyldu sína og vini í
veislunni.
„Okkur datt í hug að hafa grín-
köku, með einhverju öðru nafni en
því sem við höfðum valið á dóttur
okkar,“ útskýrir Maríjon.
Þau Maríjon og Reynald lögðust
yfir nafnalista og völdu tvö nöfn
sem þeim fannst fyndin og hallær-
isleg saman og varð nafnið Blíða
Charlotte fyrir valinu.
„Við höfðum undirbúið nokkra
veislugesti með því að segja þeim
að eitt nafnið yrði íslenskt en hitt
alþjóðlegt,“ heldur Maríjon áfram.
Því létu þau útbúa köku með nöfn-
unum Blíða Charlotte á og tilkynntu
fjölskyldu og vinum í veislunni að
stúlkan kæmi til með að bera það
nafn.
„Viðtökurnar voru mjög vand-
ræðalegar. Fyrst sló þögn á hópinn
og svo kallaði mamma fram í hóp-
inn: Ha, Blíða? Svo klöppuðu allir
vandræðalega og hrósuðu okkur
fyrir valið. Ég held að fæstir hafi
meint það þegar þeir sögðu nafn-
ið fallegt. Sem dæmi sagði einn
fjölskyldumeðlimur að hann hefði
hugsað að þetta væri mjög sérstakt
nafn en vonaði að það myndi venj-
ast með tímanum. Svo byrjuðum við
að hlæja og fólk var frekar lengi að
taka við sér, að uppgötva að þetta
væri grín,“ bætir hún við og hlær.
Gestirnir önduðu þó léttar þegar í
ljós kom að stúlkan myndi ekki bera
nafnið Blíða Charlotte, heldur Kar-
ítas. „Við heitum bæði svo erfiðum
nöfnum að barnið okkar varð að fá
hefðbundið nafn. Hún heitir Kar-
ítas Reynaldsdóttir,“ segir Maríjon
að lokum. olof@frettabladid.is
Hrekktu fj ölskyldu og
vini í nafnaveislunni
Maríjon Nóadóttir og Reynald Hinriksson lugu til um nafn dóttur sinnar í nafna-
veislu í september. Viðbrögð vina og vandamanna voru á ýmsa vegu.
ÓHEFÐBUNDIN NAFNAVEISLA Þau Maríjon Nóadóttir og Reynald Hinriksson ásamt
Karítas, dóttur sinni. létu útbúa köku Maríjon og Reynald lágu yfir nafnalistum og
ákváðu að lokum að plata vini og vandamenn og segja að frumburðurinn fengi nafnið
Blíða Charlotte Reynaldsdóttir. MYND/ÚR EINKASAFNI
„Kryddlegin hjörtu við Skúlagötu
er frábær staður. Þar fær maður
frábærar súpur, salöt og fiskrétti,
allt lífrænt og virkilega gott.“
Gunnlaugur Briem tónlistarmaður
Myndlistarmaðurinn og ilmhönn-
uðurinn Andrea Maack lauk nýver-
ið við að setja upp stóra gluggainn-
setningu í stórversluninni Fenwicks
á Bond Street í London. „Þetta er
stærsti glugginn okkar hingað
til og jafnframt í fyrsta sinn sem
Fenwicks gefur myndlistarmanni
algjört frelsi til að hanna glugga,“
segir Andrea. Fenwicks er þekkt
stórverslun í Bretlandi sem selur
tískuvörur og fylgihluti frá stórum
hönnunarfyrirtækjum á borð við
Stella McCartney, Kenzo, Missoni
og Paul Smith. „Þetta er rosalega
skemmtilegt verkefni og jafnframt
mikill heiður fyrir mig,“ heldur
Andrea áfram.
Andrea býr og starfar á Ítalíu um
þessar mundir þar sem hún vinnur
að nýrri ilmvatnslínu, en ilmvötn
Andreu hafa farið sigurför um
heiminn og eru fáanleg í yfir tutt-
ugu löndum, í Bandaríkjunum, Evr-
ópu, Mið-Austurlöndum og á Íslandi.
Andrea hefur verið iðin við kol-
ann undanfarið ár. Hún hefur vakið
mikla athygli í erlendri pressu og
fjallað hefur verið um hana í glans-
tímaritum á borð við Vogue, Marie
Claire, Costume og Elle svo einhver
séu nefnd. Auk þess opnaði Andrea
sýninguna Kaflaskipti, ásamt Hugin
Þór Arasyni, í Hafnarhúsinu síðast-
liðið vor, en þar mættust tíska og
myndlist á einni sýningu. - ósk
Andrea með innsetningu í London
Fékk algjört frelsi til að hanna gluggainnsetningu í Fenwicks, virtri stórverslun.
FÆR ALGJÖRT FRELSI Andrea Maack
sést hér vinna að gluggainnsetningunni
í London. MYND/SAGA SIG
„Af minni hálfu lagði ég áherslu á að segja
mína sögu heiðarlega,“ segir þingmaðurinn
Steingrímur J. Sigfússon.
Um næstu mánaðamót kemur út bókin Stein-
grímur J – Frá hruni og heim, á vegum Bjarts.
Þar ræðir fjármálaráðherrann fyrrverandi við
Björn Þór Sigbjörnsson um hvernig það var
að vera í forystu við að reisa landið úr rústum
hrunsins, tildrög þess að stjórn Samfylking-
arinnar og Vinstri grænna tók við árið 2009,
þungbærum deilum við samherja og gerir upp
hin miklu hitamál þessara ára.
„Það er nokkuð um liðið síðan ég lauk mínum
þætti í þessu. Þetta var bara ánægjuleg glíma
við að koma þessu saman með mjög öflugum og
samviskusömum skrásetjara,“ segir Steingrím-
ur, spurður út í bókina. „Ég vona að þetta standi
undir væntingum og veiti fróðlega innsýn.“
Hann bætir við: „Ég vildi ekkert hlífa mér
við að greina frá minni sýn á hlutina, jafnvel þó
að ég viti að í einhverjum tilvikum er hún önnur
en annarra og einhverjir verða kannski fúlir,“
segir hann. „Auðvitað er maður í návígi við
mikla atburði og er einn eða einn af fáum sem
eru til vitnis um ýmsa hluti sem skiptu miklu
máli fyrir landið á þessum tímum.“
Steingrímur vildi gefa bókina út fyrr en
seinna á meðan atburðirnir væru honum enn
ferskir í minni og á meðan málefni hrunsins
væru enn til umfjöllunar hjá þjóðinni. - fb
Skrifaði heiðarlega bók um hrunið
Bók um reynslu þingmannsins Steingríms J. Sigfússonar af hruninu kemur út um mánaðamótin.
BÓK UM HRUNIÐ Steingrímur J. Sigfússon hefur
skrifað heiðarlega bók um hrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ROSIE VERKEFNIÐ EFTIR GRAEME SIMSION
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
KRÚTTSPRENGJA
– KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
„Mannleg og rómantísk
... auk þess að vera bráðskemmtileg!“
– INGVELDUR GEIRSDÓTTIR, MORGUNBLAÐIÐ
„Grípandi, fyn
din
saga um það
að maður
finnur ekki ás
tina;
hún finnur ma
nn.“
GLAMOUR
Fiskikóngurinn
Sogavegi 3
fiskikongurinn.is
s. 587 7755