Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 58
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hefur
gefið út fjögurra laga plötu sem
nefnist The Matador EP. Á
henni eru áður óútgefin
lög og er hægt að hala
þeim niður ókeypis á
Bandcamp-síðu hennar.
Síðasta stóra plata Ólaf-
ar, Sudden Elevation,
kom út í febrúar
síðastliðnum. Ólöf
tekur hún þátt í Ice-
land Airwaves og
heldur að henni
lokinni tónleika í
London. - fb
Uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson
ætlar að stofna grínklúbb í kjallar-
anum á Bar 11 í miðbæ Reykjavíkur.
Klúbburinn nefnist Comedy
klúbburinn og þar verður reglu-
lega uppistand. Bæði verða þar
tilraunauppistandið sem Rökkvi
hefur staðið fyrir síðan í byrjun
ársins og einnig hátíðin Iceland
Comedy Festival sem hann hefur
haldið undanfarin ár. Sú hátíð fer
fram í nóvember og í ár koma þar
fram Tiernan Douieb frá Bretlandi
og Paul Myrehaug frá Kanada, auk
tíu bestu uppistandaranna frá til-
raunakvöldunum.
„Við byrjuðum í janúar á Café
Haítí en eftir þrjú skipti færðum
við okkur yfir á Bar 11,“ segir
Rökkvi um tilraunauppistandið.
„Það er miklu meira eins og grín-
klúbbur. Þarna er afmarkað svæði
og þessi stemning sem myndast
í aðeins þrengra rými, þar sem
orkan skilar sér betur á milli sal-
arins og grínsins.“
Aðspurður segir hann tíma hafa
verið kominn á íslenskan grínklúbb.
„Mér finnst kominn tími á reglulegt
uppistand á Íslandi og að það sé allt-
af undir sömu formerkjum, þannig
að fólk viti hvert á að fara og hvað er
í gangi. Það stoppar varla Facebo-
ok-ið mitt af erlendum grínistum
sem vilja koma hingað, eftir að ég
flutti inn John Hastings og DeAnne
Smith,“ segir hann. -fb
Rökkvi stofnar
íslenskan grínklúbb
Rökkvi Vésteinsson verður með aðstöðu fyrir uppistand í kjallaranum á Bar 11.
STOFNAR GRÍNKLÚBB Rökkvi Vésteinsson ætlar að reka grínklúbb í kjallaranum á Bar 11.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Tónl istarmaðurinn Ásgeir
Trausti er á meðal tíu handhafa
EBBA-verðlaunanna sem verða
veitt við hátíðlega athöfn í Gron-
ingen í Hollandi 15. janúar. Kynn-
ir verður breski sjónvarpsmaður-
inn Jools Holland.
Verðlaunin eru veitt því tónlist-
arfólki sem þykir hafa náð fram-
úrskarandi árangri með tónlist
sinni út yfir landamæri heima-
landsins. Sigurvegararnir eru
valdir annars vegar af markaðs-
greiningarfyrirtækinu Nielsen
Music Control á grundvelli tón-
listarsölu og útvarpsspilunar og
hins vegar með atkvæðagreiðslu
innan Samtaka evrópskra
útvarpsstöðva (EBU) og tengsla-
nets evrópskra tónlistarhátíða.
Verðlaunin eru nú veitt í ellefta
sinn og er þetta einungis í annað
sinn sem íslensku tónlistarfólki
hlotnast þessi heiður en í fyrra
hlaut hljómsveitin Of Monsters
and Men verðlaunin.
Á meðal annarra sem hafa
hlotið þessi verðlaun eru Adele,
Lykke Li, Mumford & Sons,
Damien Rice, C2C og Katie
Melua.
Ásgeir hlýtur EBBA-verðlaunin
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er einn af tíu handhöfum verðlaunanna.
ÁSGEIR TRAUSTI Tónlistarmaðurinn
er á meðal tíu handhafa EBBA-verð-
launanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ókeypis
frá Ólöfu
Upplestur
12.00 Ljóðalestur og ljúffengar súpur í
hádeginu í Borgarbókasafni, Tryggvagötu
15. Leikarnir Benedikt Karl Gröndal, Birna
Pétursdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir sjá
um upplesturinn. Allir velkomnir. Ljóð,
súpa, heimabakað byggbrauð og kaffi á
1.290 krónur.
Uppákomur
19.30 Bingó verður spilað í safnaðarheim-
ili Dómkirkju Krists konungs í Landakoti.
Gengið inn aftan við kirkjuna hægra
megin eða frá Hávallagötu. Allir velkomnir.
Tónlist
20.00 Hljómsveitin Legend kemur fram á
tónleikaröðinni Sérfræðingar að Sunnan
sem fram fer í Hofi á Akureyri. Tónleik-
arnir hefjast kllukkan 20.30.
20.00 Sameiginlegir tónleikar Viborg
Domkirkes Ungdomskor og Gradualekór
Langholtskirkju fara fram í Langholts-
kirkju.
21.00 Blúsband Þollýjar fagnar tíu ára
afmæli sínu með tónleikum á Café
Rosenberg.
22.00 Bleached og Muck koma fram á
Harlem Bar. Tónleikarnir hefjast klukkan
22 og upphitun er á höndum íslensku
harðkjarnasveitarinnar Muck. Miðasala er
hafin á Midi.is og í verslunum Brim.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá
inni á visir.is.
FIMMTUDAGUR
17. OKTÓBER
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
➜ Helmingurinn af andvirði
seldra miða á Iceland Comedy
Festival rennur til Barnaspítala
Hringsins.
➜ Ásgeiri Trausta hefur verið
boðið að taka þátt í Eurosonic-
tónlistarhátíðinni
í Hollandi í annað sinn.
„Góðir hlutir gerast hægt. Það
er svolítið mottóið mitt. Ef ég tek
hlutina rólega fríka ég ekki út,“
segir Sveinn Guðmundsson. Hann
hefur gefið út sína fyrstu plötu
sem kallast Fyrir herra Spock,
MacGyver og mig.
Á henni er rólyndisgítartón-
list með sjálfsspeglandi textum.
Spurður út í þetta óvenjulega
nafn segir Sveinn einfaldlega að
bæði Spock og sjónvarpspersón-
an MacGyver séu hetjurnar sínar.
Tvö lög á plötunni fjalla, hvort
um sig, um þá, eða ½ Vulkan og
MacGyver og ég. Titillinn er einn-
ig tilvísun í lag Jethro Tull, For
Michael Collins, Jeffrey and Me.
Sveinn er doktorsnemi í mann-
fræði. Hann hafði lengi langað til
að gefa út plötu og hjálpaði þar til
að pabbi hans gaf út þrjár plöt-
ur með hljómsveitinni Randver.
Það var svo í fjölskylduafmæli
þegar Sveinn spilaði lag eftir sig
að félagi hans, sem var í upp-
tökunámi, plataði hann með sér
í hljóðver. „Hann vantaði loka-
verkefni og þetta passaði vel inn
í námið hans. Svo sparkaði hann í
rassinn á mér og ýtti mér aðeins
lengra,“ segir hann og á þar við
Magnús Leif Sveinsson úr hljóm-
sveitinni Úlpu. „Ég var skíthrædd-
ur við þetta en svo fór boltinn að
rúlla.“ -fb
Dr. Spock og MacGyver hetjurnar
Sveinn Guðmundsson gefur út plötuna Fyrir herra Spock, MacGyver og mig.
AÐDÁANDI SPOCKS OG MACGYVERS
Sveinn Guðmundsson hefur gefið út
sína fyrstu plötu.
➜ Bróðir Sveins, föðurbróðir
og stjúpfaðir syngja bakraddir í
einu lagi á plötunni.
ÚTGÁFUBOÐ!
VIÐ FÖGNUM ÚTGÁFU NÝRRAR BÓKAR EFTIR
GUNNAR MÁR SIGFÚSSON, LKL2, Í LIFANDI MARKAÐI,
FÁKAFENI 11, FIMMTUDAGINN 17. OKTÓBER KL. 17
Léttar lágkolvetnaveitingar
Allir velkomnir
LKL2 ER FRAMHALD
METSÖLUBÓKARINNAR
LÁGKOLVETNALÍFSSTÍLLINN
HIGH FAT
LOW CARB
58
NÝJAR
UPPSKRIFTIR
Hvert höldum við eftir
dauðann?
Fyrirlestur á ensku / www.lif-eftir-daudann.net