Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSING FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Mynstur dekkja hefur nokkuð að segja um gæði þeirra. Samkvæmt reglum þurfa sumardekk til dæmis að vera með mynstur sem er að minnsta kosti 1,6 mm að dýpt og dekkin mega ekki vera miseydd eða af mismunandi gerðum. Í vetrarakstri þarf mynstur að vera dýpra eða allt að 3 til 4 mm. Í rannsókn frá 2006 kemur fram að millimetrarnir geta skilið milli lífs og dauða þegar kemur að mynstri dekkja. Dekk með 5 mm, 3 mm og 1,6 mm mynsturdýpt voru prófuð á blautu malbiki. Hemlunarvega- lengd var mæld og niðurstöðurnar sýndu að þegar notuð voru dekk með minnstu mynsturdýptina var vegalengdin sem það tók að stöðva bílinn miklu lengri en þegar mynstrið var dýpra. Á vef Arctic Trucks er að finna töflu sem sýnir mismunandi virkni grófmynstraðra og fínmynstraðra vetrardekkja við mismunandi að- stæður. Hana má sjá hér: Aðstæður Grófmynstruð dekk Fínmynstruð dekk Í blautum snjó og slabbi Góð Frekar slæm Í drullu Góð Sæmileg Í þurrum snjó Sæmileg Góð Á þjöppuðum snjó Frekar slæm Góð Á ís Frekar slæm Sæmileg Hljóð Frekar slæmt Gott Mismunandi virkni dekkjamynsturs Mynsturdýpt getur skipt sköpum. Steinar Sigurðsson sölustjóri segir að fyrirtækið hanni og framleiði dekk fyrir breytta jeppa. Dekkin eru 38x15,5x15". „Þetta eru einu dekkin sem fram- leidd eru fyrir snjóakstur í heimin- um. Fyrstu dekkin komu á mark- að árið 2005 og hafa vakið athygli víða. Þeir sem eru í jöklaferðum nota þessi dekk og aðrir þeir sem eru á ferðinni á fjöllum. Þau hafa reynst afar vel,“ segir Steinar. Artic Trucks rekur fyrirtæki í Noregi þar sem bílum er breytt f yrir almennan markað, auk þess sem unnið er fyrir herinn. Sömuleiðis er fyrirtækið með útibú í Dúbaí. „Við vorum að gera samning við Kasakstan en einn- ig höfum við verið að vinna með einu stærsta Toyota-umboðinu í Rússlandi.“ Fyrir utan eigin dekk er Artic Trucks með vönduð bandarísk jeppadekk fyrir jeppa og jepplinga. „Við höfum verið að flytja inn hin þekktu Dick Cepek-dekk sem eru afar vönduð og þekkt fyrir gott grip og endingu. Þetta eru heils- ársdekk á góðu verði en fyrirtækið hefur framleitt hjólbarða í fimm- tíu ár.“ Artic Trucks er með mikil um- svif á Suðurpólnum og hefur sent breytta jeppa þangað. Einn bíll fór fyrir tveimur vikum og annar er að fara í gám um þessar mundir. „Við eigum nokkra bíla á suður- pólnum og nokkrir til viðbótar eru í pöntun. Bílarnir hafa stað- ið sig vel þarna miðað við snjóbíl- ana sem áður voru. Auk þess hafa þeir komið vel út í rekstrarkostn- aði. Það eru margir leiðangrar sem fara þarna um og töluvert aukning í ferðalögum á suðurpólnum. Við erum til dæmis að fara í leiðang- ur með Harry prins en hann var með okkur í þjálfun á Langjökli í sumar,“ segir Steinar. Artic Trucks hefur víðtæka reynslu af jöklaferðum og er með réttu tækin í slíkar ferðir. Starfs- menn fyrirtækisins lifa miklu æv- intýralífi og eru stundum í burtu í tvo mánuði í einu. Arctic Trucks leggur áherslu á faglega þjónustu og ráðgjöf til við- skiptavina sinna. Fyrirtækið er staðsett að Klett- hálsi 3, sími 540 4900, heimasíð- an er arctictrucks.is Hanna eigin hjólbarða Arctic Trucks er leiðandi fyrirtæki fyrir þá sem hafa áhuga á jeppum og ferðalögum. Fyrirtækið er þekkt víða um heim fyrir jeppabreytingar, sérhönnuð jeppadekk og gott úrval aukahluta. Steinar Sigurðsson, sölustjóri hjá Arctic Trucks, með nýjum, breyttum jeppum. Fyrirtækið hefur vakið athygli um allan heim fyrir bíla sína og er sannarlega í útrás. MYND/ARNÞÓR Villidýrið á meðal vetrardekkjanna. Skútuvogi 8 / Sími 567 6700 / vakahf@vakahf.is / vakahf.is Vetradekk, fyrir íslenskar aðstæður, á felgum tilbúin undir bílin á frábæru tilboðsverði. Sendum út um allt land. Dekkjaþjónusta BifreiðaflutningarVarahlutirBifreiðaverkstæði Úrvinnsla bíla Smurþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.