Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 35
TÍSKA | FÓLK | 3 Frá upphafi hefur Glóey þjónað viðskiptavinum Reykjavíkur og nágrennis ásamt landsbyggðinni með ótrúlegu vöruúrvali. Hefur orða- tiltækið „ef það fæst ekki í Glóey, er það líklega ekki til“ heyrst oftar en ekki þegar leitað er eftir óalgengri vöru sem ómögulegt er að fá annars staðar. Starfsmenn verslunarinnar hafa starfað áratugum saman hjá fyrirtækinu og lært að þekkja þarfir viðskiptavinarins. Frá upphafi hafa reyndir rafvirkjar verið til staðar með góð ráð og þekkingu á rafiðninni. Fyrirtækið hefur stóran og traustan hóp fastra viðskiptavina sem kemur reglulega í búðina. Oft hefur stemm- ingin í versluninni minnt meira á sam- komu vina og kunningja. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu tveggja fjölskyldna. Það var stofnað 1973 af Jóhannesi Jónssyni rafvirkjameistara. Hannes Vigfússon rafvirkjameistari og fjölskylda hans keyptu verslunina árið 1987. Það má segja að þetta sé sannkallað fjölskyldufyrirtæki því varla er til sá fjölskyldumeðlimur sem kominn er til vits og ára sem ekki hef- ur einhvern tíma unnið þar. Hannes dró sig í hlé frá rekstrinum 2004 og tóku börn hans við stjórn fyrirtækis- ins og reka það að hans fordæmi. Glóey stóð af sér fjármálakrepp- una með nokkrum áherslubreytingum eftir hrun byggingarmarkaðarins en í dag stendur fólk í meiri mæli sjálft í að hanna ljós og leitar eftir frum- legum lausnum. Segja má að hönnuð- ir og arkitektar sem leita að ódýrum lausnum í hönnun sinni hafi valdið byltingu í ljósahönnun á Íslandi. Unga fólkið hefur tekið það sér til fyrir- myndar og er hönnun eigin ljósa vin- sæl. Mikið úrval silkisnúra í á þriðja tug lita hefur verið kveikjan að upp- sprettu mikillar sköpunargleði. Til að virkja þennan sköpunarmátt meira ætla starfsmenn Glóeyjar að hafa námskeið á næstunni. Þar munu starfsmenn fyrirtækisins vera með til- sögn og sýna hvernig á að standa að tengingum og frágangi rafbúnaðar til að fullnægja öllum öryggiskröfum. Námskeiðið verður að sjálfsögðu viðskiptavinum að kostnaðarlausu og er auglýst á heimasíðu fyrirtækis- ins www.gloey.is og á www.facebook.com/gloeyehf. GLÓEY Í FJÖRUTÍU ÁR GLÓEY KYNNIR Segja má að raflagna- og raftækjaverslunin Glóey, Ármúla 19, hafi verið með kveikt á perunni í fjörutíu ár og annríki, líf og fjör auð- kennt reksturinn alla tíð. Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. AFMÆLI Verslunin Glóey heldur upp á fjörutíu ára afmæli um þessar mundir. GÓÐ ÞJÓNUSTA Starfsmennirnir Baldur, Haukur og Pétur taka vel á móti við- skiptavininum. NÁMSKEIÐ Hér eru Haukur, Bryndís og Baldur en starfsmenn Glóeyjar verða með námskeið í tengingum og frágangi rafbúnaðar á næstunni. Allt logar þessa dagana vegna tímaritsins Elle í Ameríku. Ástæð- an er forsíðumynd af leikkonunni geðþekku Melissu McCarthy sem klæðist stórri og mikilli kápu. Gagnrýnendur telja ritstjóra blaðs- ins vera að fela íturvaxinn líkama leikkonunnar með slíkum klæða- burði. Í tuttugu ár hefur tíma- ritið helgað nóvemberútgáfuna Hollywood-konum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu. Í stað þess að prenta forsíðu með einni mynd eru teknar myndir af nokkrum kon- um fyrir hana. Í ár eru það Melissa McCarthy, Reese Witherspoon, Shailene Woodley, Marion Cotil- lard, Naomie Harris og Penelope Cruz sem fá eigin forsíðu. Gagnrýnin á tímaritið beinist að því að Melissa er sú eina sem er lát- in fela líkamsvöxtinn á meðan hinar eru fáklæddari. Leikkonan, sem er 43 ára, hefur getið sér gott orð í leiklistarheiminum og varð heims- fræg fyrir leik sinn í sjónvarps- þáttunum Gilmore Girls og Mike and Molly en einnig í bíómyndinni Bridesmaids svo eitthvað sé nefnt. Tímaritið Elle birtir annars aldrei mynd af þéttholda kona á forsíðu svo myndin af Melissu hefur vakið mikla athygli. LÍKAMINN FALINN mikið úval af flottum yfirhöfnum fyrir flottar konur n dersluni Bella onna rðir 38-58Stæ V Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is 5000 kr Fullt af flottum fötum á Fimmtudags brjálæði í Flash jólar kokkar uxur ils oppar ussur eysur oðfull slá á 3000 kr • k • s • b • p • t • m • p Tr Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreif- Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti Við náum til fjöldans B ra n de n bu rg Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín. Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.