Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 4
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 62% Íslendinga taka lýsi þrisvar í viku eða oftar. Að jafnaði tekur þjóðin lýsi fjórum sinnum í viku, en alls tekur um helmingur þjóðarinnar lýsi daglega. Heimild: Matís Sameiginlegir tónleikar Viborg Dom- kirkes Ungdomskor og Gradualekórs Langholtskirkju eru í Langholtskirkju í kvöld, fimmtudag, klukkan 20. Beðist er forláts á rangri dagsetningu tónleikanna í blaðinu í gær– og áréttað að þeir eru í kvöld. Leiðrétt VIÐSKIPTI Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) skuldar rúmlega 200 millj- ónir króna og er því skuldugasta æskulýðsfélag Íslands. Félagið hefur fengið rúman milljarð í styrk frá íslenska ríkinu frá árinu 2001. Þá fær það vel yfir hundrað milljónir á ári vegna lottótekna en félagið á hlut í Íslenskri getspá. Fráfarandi gjaldkeri félagsins bókaði á stjórnarfundi í lok sept- ember að skera yrði niður bifreiða- hlunnindi hjá félaginu, sem meðal annars formaður þess nýtur. Heild- arkostnaður vegna bifreiða á síð- asta ári var tíu milljónir króna samkvæmt ársreikningi. Gjald- kerinn leggur einnig til róttækar aðgerðir eins og að selja höfuð- stöðvar félagsins að Sigtúni 42. Orðrétt segir í bókun gjaldker- ans um húsnæðið: „[…] þrátt fyrir að húsaleiga til eigin reksturs og annarra aðila í húsinu sé með því allra hæsta sem þekkist í Reykja- vík nást ekki endar saman í rekstri eignarinnar.“ „Það eru ekki allir sammála gjaldkeranum,“ segir Helga G. Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ. Hún segir UMFÍ hafa fengið Deloitte til að meta kosti þess að selja hús- næðið eða leigja og að Deloitte hafi metið það sem svo að það væri hag- stæðara að eiga húsnæðið. Spurð aftur um álit fráfarandi gjaldker- ans svarar Helga: „Við eigum ekki í neinum vandræðum.“ Engu að síður fékk stjórnin sam- þykkt á síðasta þingi heimild til að selja höfuðstöðvar UMFÍ að Sig- túni. Eins fékk stjórnin heimild til þess að selja veitingahús í eigu félagsins í Þrastarlundi. Mikil vandræði hafa einkennt rekstur Þrastarlundar síðustu ár. Þann- ig var tap af rekstri Þrastarlund- ar átta og hálf milljón króna árið 2012. Það er þó nokkuð betra en árið 2011 þegar UMFÍ tapaði 15 milljónum á rekstrinum. Aðspurð hverjir séu með hlunn- indabifreiðar hjá UMFÍ svarar Helga að það séu þrír sem njóti slíkra hlunninda. Það sé hún sjálf og svo tveir starfsmenn félagsins. „En það stendur til að breyta því,“ bætir hún við. Aðspurð hvað komi til að því verði breytt svarar Helga: „Við ætlum bara að gera það.“ Þegar hún er innt aftur eftir svari svarar hún: „Það hlýtur að vera sparnaðaraðgerð. Við viljum borga niður skuldir.“ Helga rifjar þá upp áfall sem UMFÍ varð fyrir eftir hrun þegar félagið fjárfesti í verðbréfum hjá VBS fyrir 70 milljónir króna. Félagið reynir nú að endurheimta féð og hefur tekist það að einhverju leyti, auk þess sem UMFÍ hefur kært VBS til sérstaks saksóknara. „Reksturinn síðustu tíu ár hefur ekki verið nógu góður,“ segir Jón Pálsson, fráfarandi gjaldkeri félagsins, þegar hann er spurður um álit sitt á rekstri UMFÍ síðustu ár, sem einkennst af misheppnuð- um hlutabréfaviðskiptum hjá VBS, veitingahúsi sem stendur ekki undir sér og mikilli skuldasöfnun þrátt fyrir traustar tekjur. „En það eru ekki fasteignir eða veraldlegir hlutir sem þetta á að snúast um heldur starfið sjálft. Þar á fókusinn að vera,“ segir Jón að lokum. valur@frettabladid.is UMFÍ skuldar 200 milljónir og afnemur bílahlunnindi Ungmennafélag Íslands er mjög skuldsett þrátt fyrir miklar tekjur. Fráfarandi gjaldkeri félagsins vill skera niður bifreiðahlunnindi sem formaður félagsins nýtur. Lagði til að höfuðstöðvar UMFÍ yrðu seldar. FÉLAGSMÁL „Stúdentar í háskólum verða að kom- ast að heiman,“ segir Anita Brá Ingvadóttir, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. „Fólk er heima til 25 ára aldurs því það hefur ekki efni á öðru. Því fagna ég öllum breytingum sem styðja stúdenta í leigu- málum.“ Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um breyt- ingu á lögum um húsaleigubætur þannig að stúdentar sem leigja saman á almennum markaði fái greiddar húsa- leigubætur eins og þeir sem fá sérstakar stúdenta- íbúðir. Flokkurinn vill að stúdentar njóti sama stuðn- ings hvort sem þeir leigja á námsgörðum eða á almenn- um markaði. Stúdentafélag HR fagn- ar framtaki þingmanna Bjartrar framtíðar en hvetur þá til að huga áfram að því að jafna stöðu háskóla- nema með því að tryggja jafnan aðgang að húsnæði. „Við viljum sjá framtíðarstefnu í húsnæðismálum allra stúdenta á höfuðborgarsvæð- inu, óháð því hvaða nafn, aldur eða sögu skóli þeirra ber. Félagsstofnun stúdenta leigir út fjölmargar íbúðir fyrir stúdenta en þær eru eingöngu fyrir nemendur Háskóla Íslands. Ef litið er almennt til leigumála stúd- enta þá er skrýtið að það sé ekki jafn aðgangur að húsnæði.“ Félagsstofnun stúdenta hýsir 1.500 einstaklinga, nemendur og fjölskyldur þeirra, í byggingum sínum. Stúdentar HÍ eiga Félags- stofnun stúdenta og vinnur stofn- unin eingöngu í þágu þeirra. FS er sjálfseignarstofnun, þiggur ekki styrki frá ríkinu heldur fjármagnar byggingar með lánum frá Íbúðalána- sjóði og eigin féi. -ebg Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík vill ganga lengra til að jafna stöðu háskólanema á leigumarkaði: Aðgangur að húsnæði ætti að vera jafn MENNTUN Upplýsingakerfið Mentor hefur verið endurskrif- að frá grunni og verður það inn- leitt í áföngum á þessu skóla- ári og því næsta. Fyrsta skrefið í innleiðingunni er nýtt viðmót sem Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra mun opna form- lega í Hörpu í dag. Mentor, sem er þekkingarfyr- irtæki á sviði kennslufræði og aðalnámskrár, er eitt mest not- aða upplýsingakerfi landsins, að því er segir í fréttatilkynningu. Kerfið er einnig notað í fjórum öðrum löndum í Evrópu. -ibs Nýtt viðmót opnað: Endurskrifuðu kerfi Mentors ÖRYGGISMÁL Sýn, þyrla Landhelgis- gæslunnar, er farin í reglubundna skoðun og endurbætur. Skoðunin er nokkuð umfangsmikil en auk þess verður þyrlan útbúin nætur- sjónaukabúnaði. Áætlað er að þyrl- an komi ekki til landsins fyrr en eftir áramót. Flugvélin Sif er nú við landa- mæraeftirlit á Miðjarðarhafi á vegum Frontex, Landamærastofn- unar Evrópusambandsins. Upphaf- lega var áætlað að flugvélin yrði mánuð á svæðinu en LHG hefur boðið Sif fram til verkefna til ára- móta. Á meðan munu þyrlurnar Líf og Gná sinna verkefnum flugdeild- ar LHG hér heima. - shá Tvær þyrlur til áramóta: Sýn af landi brott í skoðun UMFÍ Fráfarandi gjaldkeri UMFÍ lagði til að hús- næði félagsins yrði selt. HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR ANITA BRÁ INGVADÓTTIR ➜ Félagsstofnun stúdenta hýsir 1.500 einstaklinga, nemendur og fjölskyldur þeirra, í byggingum sínum. JÓN PÁLSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Strekkingur með SA-ströndinni annars hægari. HELGIN VERÐUR NOKKUÐ BJÖRT og fremur hægur vindur ef undan er skilin suðurströndin. Það er heldur að kólna á landinu en engu að síður viðrar ágætlega til útiveru hvort sem um er að ræða haustverk í garðinum eða gönguferðir. 5° 4 m/s 6° 2 m/s 6° 4 m/s 7° 11 m/s Á morgun Strekkingur allra syðst, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 4° 4° 3° 1° 1° Alicante Aþena Basel 27° 20° 19° Berlín Billund Frankfurt 15° 14° 15° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 16° 13° 13° Las Palmas London Mallorca 25° 18° 27° New York Orlando Ósló 23° 31° 9° París San Francisco Stokkhólmur 18° 20° 8° 5° 5 m/s 5° 7 m/s 3° 5 m/s 3° 6 m/s 4° 3 m/s 4° 2 m/s 0° 5 m/s 5° 3° 4° 3° 4° Reksturinn síðustu tíu ár hefur ekki verið nógu góður. Jón Pálsson, fráfarandi gjaldkeri UMFÍ HAFÐU BÍLINN KLÁRAN FYRIR VETURINN! Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is EX PO - w w w .ex po .is VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.