Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 70
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54
BAKÞANKAR
Bergs Ebba
Benediktssonar
Varúð! Brasilíu-jinx! Ekki lesa!
ÓÐUR maður skrifar. Ég eyddi öllum
gærdeginum í að þvælast á milli sport-
vöruverslana í leit að sundskýlu í fána-
litunum til að taka með til Brasilíu
næsta sumar. Strax og flautað var til
leiksloka á þriðjudagskvöld fór ég inn á
expedia.com og tékkaði á flugi til Ríó.
Ódýrasta flugið er á 2.049 Bandaríkja-
dali (rúman 240 þúsund kall) sem er
fullmikið en þó vel sloppið miðað við
að ég tékkaði líka á flugi til borgar-
innar Natal þar sem leikir í A-riðli
munu fara fram og flugið þangað kost-
ar 4.182 dali eða ríflega hálfa millj-
ón. Hvað þá ef við lendum í B-riðli og
munum keppa í borginni Porto Alegre
í Suður-Brasilíu. Ódýrasta
flugið þangað kostar 6.363
dali! Þetta er alltof dýrt, enda
allt flókin tengiflug. Það er
örugglega ódýrara að leigja
flugvél og selflytja Íslend-
inga þarna suður eftir í
einum rykk.
ÞAÐ eru 9.813 kílómetrar
frá Reykjavík til Ríó en það
myndi þýða tæplega 13 klukkustunda
flug. Það er því ljóst að það myndi ekki
duga að leigja Boeing 737, 757 eða álíka
smáskutlur í verkefnið (svoleiðis fuglar
hafa ekki drægni nema rétt suður undir
miðbaug). Til að dæmið gangi upp fjár-
hagslega þurfum við að ræsa hreyfl-
ana á almennilegum langdrægum
háloftastrætó sem er belgvíður að auki.
Best væri náttúrulega að fá júmbóið,
vinnuhestinn 747, sem er með drægni
í námunda við 15 ká-ká-emm (sem
gæti auðveldlega skilað okkur til Porto
Alegre) og getur hesthúsað allt að 570
manns ef við sleppum öllum farangri og
gerum ráð fyrir að farþegar séu bara í
sundskýlum svo hægt sé að þjappa. Mik-
ilvægt er einnig að gera góða viðskipta-
samninga við Brasilíu svo vélarnar fljúgi
ekki tómar heim. Spurning um að fylla
þær af goji-berjum og nikkeli fyrir heim-
leiðina (við mixum svo einhverja við-
skiptasnilld út úr því seinna). Ég held að
það verði hægt að ná fargjaldinu niður í
50 þúsund kall á haus miðað við 600 ferð-
ir og síðasti maður frá Íslandi slökkvi
ljósin. Þetta getur ekki klikkað!!!
„Við erum að frumsýna þættina
okkar, Á bak við borðin, á morg-
un. Í þáttunum heimsækjum við
misþekkta tónlistarmenn í stúdíó-
in þeirra og grennsl umst fyrir um
vinnuferli þeirra og hvernig þeir
búa til músík. Það geta allir sem
vilja búið til músík í dag,“ segir
Ársæll Þór Ingvason, betur þekkt-
ur sem tónlistarmaðurinn Intro
Beats.
„Hugmyndin er að skýra fyrir
áhugafólki um tónlist að það skipti
engu máli hvort þú ert með far-
tölvu og forrit sótt með vafasöm-
um hætti eða langdýrustu græj-
urnar,“ bætir hann við.
„Við stefnum á átta til tíu þætti
og heimsækjum tónlistamenn á
borð við Natalie Gunnarsdóttur,
betur þekkta sem DJ Yamaho,
Friðfinn Sigurðsson, eða Oculus,
og fleiri,“ segir Ársæll.
„Svo ætlum við Guðni að vera
duglegir með kennslumyndbönd
og alls konar þætti. Við ætlum að
hvetja alla til að búa til tónlist,“
heldur Ársæll áfram.
Þættirnir eru gerðir í samstarfi
við Hljóðheima, sem er hugarfóst-
ur Guðna Impulze Einarssonar.
„Þetta er stúdíó sem er líka skóli.
Það er boðið upp á DJ-námskeið og
alls konar námskeið, til að mynda
á forritið Ableton Live, sem marg-
ir frægir tónlistarmenn vinna á,“
segir Ársæll að lokum.
- ósk
Allir geta búið til tónlist
Intro Beats og Guðni Impulze segja það enga afsökun að eiga ekki dýrustu og
fl ottustu græjurnar. Þeir heimsækja misþekkta tónlistarmenn í stúdíó þeirra.
INTRO BEATS OG GUÐNI IMPULZE „Það skiptir engu máli hvort þú ert með forrit
sótt með vafasömum hætti eða langdýrustu græjurnar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Miley Cyrus fékk stuðning úr
óvæntri átt í vikunni þegar Paul
McCartney tók upp hanskann fyrir
söngkonuna ungu.
Í samtali við Sky News sagði
McCartney ekkert að umdeildri
framkomu Miley Cyrus á
VMA-verðlaunahátíðinni fyrir
skemmstu.
„Maður sá ekki neitt,“ sagði
McCartney. „Hún var bara að
prófa sig áfram. Hún er að dansa
með Robin Thicke, og hvað? Komm-
on, við höfum séð það verra!“
Bítillinn fyrrverandi sagði jafn-
framt í viðtalinu að hann væri
ánægður með að tíu ára dóttir hans
horfði á Miley og lærði að dansa
eins og hún.
„Ég horfði á þetta í tilraunaskyni
og það eina sem kom mér í huga
var, hvað er fólk eiginlega að tala
um? Það er ekkert að þessu.“
Skoðun McCartney á Miley var
þó ekki ástæða viðtalsins, en hann
er nú í kynningarherferð fyrir nýj-
ustu plötu sína, New. Platan er sext-
ánda sólóplata tónlistarmannsins.
Hann sagði ekki erfitt að brydda
upp á nýju efni. „Það er hins vegar
erfitt að brydda upp á nýju efni sem
er gott vegna þess að það miðast
allt við það gamla sem maður hefur
gert. Maður verður bara að gleyma
því,“ sagði McCartney jafnframt.
„Ég elska að búa til tónlist. Ég
elska það svo mikið að ég get ekki
hætt,“ sagði Bítillinn fyrrverandi
að lokum. - ósk
Paul McCartney ver Miley Cyrus
McCartney fi nnst lítið tilefni til gagnrýni á framkomu Cyrus á VMA-hátíðinni.
GEFUR ÚT SEXTÁNDU SÓLÓPLÖTUNA
Paul McCartney segist ekki geta hætt
að búa til tónlist.
AFP/NORDICPHOTOS
MÁLMHAUS 5:50, 8, 10:10
ABOUT TIME 9
TÚRBÓ - ÍSL 5:50 3D
DIANA 8
DESPICABLE ME 2 - ENS 5:50 2D
MALAVITA 10:30ENS TAL
H.V.A. FBL H.S. MBL
V.H. DV ÍSL TAL
3D
5%
ENGLISH SUBTITLES
SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
SMÁRABÍÓ
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ÁM LMHAUS KL. 6 - 8 - 10
ABOUT TIME KL. 8 / RUNNER RUNNER KL. 10.10
TURBO 3D KL.6
ÁM LMHAUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15
MÁLMHAUS LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15
Ú ÓT RB 2D Í SL.TAL KL. 3.30 - 5.40
TÚRBÓ 3D ÍSL.TAL KL. 3.30
ABOUT TIME KL. 8 - 10.40
RUNNER RUNNER KL. 10
ÍHROSS OSS KL. 6 - 8
AULINN ÉG 2 2D KL. 3.30 - 5.45
2 GUNS KL. 10.15
“ÞESSI MYND ER MEÐ BETRI
MYNDUM SEM ÉG HEF SÉÐ. PÚNKTUR.
ÞAÐ ER EKKI SLEGIN FEILNÓTA.”
- MIKAEL TORFASON
“SKEMMTILEGASTA ÍSLENSKA
KVIKMYND SEM ÉG HEF SÉÐ LENGI!”
- BERGSTEINN SIGURÐSSON,
DJÖFLAEYJAN RÚV
FRÁ HÖ FUNDUM SHREK OG MADAGASCAR
FRÁBÆR TEKNIMYND UM SNIGIL SEM VILL
VERÐA KAPPASKSTURSHETJA!
Miðasala á: og
HÁSKÓLABÍÓ
ÁM LMHAUS KL. 5.45 - 8 - 10.15
LA VIE D‘ADELE KL. 5.30 - 9
SVONA ER SANLITUN KL. 8 - 10.15
BLUE JASMIN KL. 5.30
ÍHROSS OSS KL. 6 - 8 - 10
“BRILLIANT”
- T.V. BÍÓVEFURINN
-V.H., DV -H.V.A., FBL - H. S., MBL
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
THE HOLLYWOOD REPORTER
MBL
NEW YORK OBSERVER
ENTERTAINMENT WEEKLY
VARIETY
VARIETY
LOS ANGELES TIMES
JOBLO.COM
T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H
A.O.S NEW YORK TIMES
BOSTON GLOBE
BÍÓVEFURINN
QC
PETE HAMMOND, MOVIELINE
CHICAGO SUN TIMES TIMESUSA TODAY