Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 30
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Katrín Jakobsdóttir, for-
maður Vinstri grænna,
skrifar grein í Frétta-
blaðið og leitast við að
draga skarpar pólitískar
línur milli fyrrverandi
og núverandi stjórnar-
flokka. Er það kjarninn í
málflutningi Katrínar að
stjórnarstefnan, sem birt-
ist m.a. í fjárlagafrum-
varpinu, marki stefnuna
aftur til hægri. Ástæða
er til þess að efast um þessa póli-
tísku greiningu. Það má færa, því
miður, allt of góð rök fyrir því að
stefnubreytingin sé mun minni en
af er látið.
Katrín nefnir, sem rétt er, að
gamla ríkisstjórnin gerði margt
gott varðandi ríkisfjármálin þrátt
fyrir ótrúlega erfiðar aðstæð-
ur. Telur hún að einkum þrennt
aðgreini ríkisstjórnirnar tvær,
framlög til heilbrigðismála, lækk-
un skatta og gjalda á velmegandi,
eins og lækkun veiðigjalds í sjáv-
arútvegi og fjárframlög til fjár-
festinga og uppbyggingar. Þarna
er Katrín á hálum ís. Munurinn á
„góðu ríkisstjórninni“ sem hún sat
í og „þeirri vondu“ sem hún situr
ekki í er ekki sem skyldi.
Veiðigjaldið í sjávar-
útvegi var loks hækkað
undir lok síðasta kjörtíma-
bils og komst aldrei til
framkvæmda. Gamla rík-
isstjórnin lét hjá líða í rúm
þrjú ár að breyta veiði-
gjaldinu að neinu ráði. Á
hennar valdatíma lagði
sjávarútvegurinn nánast
ekkert til í ríkissjóð af um
300 milljarða króna rekstr-
arafgangi sínum til þess að takast
á við ómælda erfiðleika þjóðarinn-
ar. Flokkarnir láku niður eins og
bráðið smjör fyrir útgerðarauð-
valdinu, hentu frá sér umsvifa-
laust eftir kosningarnar 2009
stefnu sinni um grundvallarbreyt-
ingar á úthlutun veiðiheimilda.
Núverandi handhöfum kvótans var
boðinn kvótinn áfram ótímabundið
með sérstakri fimmtán ára ríkis-
ábyrgð gegn lagabreytingum. Sér
einhver vinstri stefnuna?
Enginn sómi
Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands staðfestir hversu
harkalega var gengið í niðurskurði
í heilbrigðiskerfinu á ráðherraferli
Katrínar. Frá 2007 til 2011 var nið-
urskurðurinn 24% í fjárveitingum
til Landspítalans. Á kjörtímabilinu
var haldinn 1.200 manna fundur
almennra borgara á Ísafirði til
varnar Fjórðungssjúkrahúsinu og
svipaður fundur var á Húsavík
um sama leyti. Svona fundarsókn
er engin tilviljun heldur lýsir því
að almenningur var verulega ótta-
sleginn. En þeir sem voru við völd
hefðu mátt heyra betur.
Það má vera að skýr munur á
ríkisstjórnunum muni sjást í fram-
lögum til fjárfestinga og uppbygg-
inga þegar upp verður staðið. Stað-
reyndin er auðvitað sú að engir
peningar eru til. Framlög til vega-
mála voru harkalega skorin niður.
Við því var lítið að gera, en sárt var
að horfa upp á að þurrkaðar voru út
fjárveitingar til Dýrafjarðarganga
á Vestfjörðum. Það er langmikil-
vægasta framkvæmdin til varnar
veikasta svæði landsins, en henni
var sópað út af borðinu vegna fjár-
skorts. Þess í stað voru sett inn
miklu dýrari jarðgöng undir Vaðla-
heiði og þau verða að fullu og öllu
greidd úr sama fjárvana ríkissjóði.
Fyrri ríkisstjórn fær engan sóma
af skáldsögunni sem spunnin var
upp um einkaframkvæmd sem rík-
issjóði væri óviðkomandi. Er það
einhver vinstri stefna að taka fé af
veikum og þurfandi byggðum og
færa þeim sem best standa á lands-
byggðinni?
Skrítnar áherslur
Stóru tíðindin í áðurnefndri skýrslu
Hagfræðistofnunar eru jafnaðar-
mönnum mikið umhugsunarefni.
Pólitísku línurnar eru að fé var
aukið til ríkisstofnana í mennta- og
umhverfismálum en dregið saman
í heilbrigðiskerfinu. Það var engin
kreppa sjáanleg í stofnunum eins og
Umhverfisstofnun og Náttúrufræði-
stofnun Íslands ólíkt því sem varð
í sjúkrastofnunum landsins. Það er
líka gremjulegt að sjá landfræði-
legu mismununina sem Hagfræði-
stofnunin bendir á. Höfuðborgar-
svæðið virðist ekki hafa orðið fyrir
barðinu á niðurskurði í fjárveiting-
um ríkisins og þær reyndar jukust
á aðliggjandi landsvæðum, Suður-
nesjum og Suðurlandi. Hins vegar
varð samdráttur annars staðar á
landsbyggðinni frá Vesturlandi
vestur og norður um til Austur-
lands.
Hvað á þetta að þýða? Er þetta
einhver vinstri stefna? Ef skýrslan
gefur takmarkaða eða jafnvel vill-
andi mynd af stefnu þáverandi rík-
isstjórnarflokka þarf að bæta úr.
En þarna birtast skrítnar áherslur
frá manni að mold, frá sjúkum að
ríkum útgerðarmönnum og frá
landsbyggð að höfuðborgarsvæði
að viðbættri ósvífinni hagsmuna-
gæslu í kjördæmi formanns Vinstri
grænna. Fráfarandi stjórnarflokk-
ar komu verulega laskaðir frá
alþingiskosningunum og það verð-
ur ekki allt skrifað á efnahagshrun-
ið og óvenjulega óskammfeilna
stjórnarandstöðu núverandi stjórn-
arflokka. Þeir sem stóðu í brúnni
þurfa að horfa í eigin barm. Þeir
stýrðu ekki skútunni í veigamikl-
um málum eftir þeirri stefnu sem
lögð var fyrir kjósendur og hlaut
brautargengi. Það má spyrja, að
hvaða leyti er nú farið aftur hægri?
Hvað er hægri, Katrín?
Nýlega stóð „Kynningar-
átak um erfðabreyttar líf-
verur“ fyrir ráðstefnu
sem bar heitið „Er erfða-
breytt framleiðsla sjálf-
bær?“. Fyrirlesarar voru
þrír hámenntaðir vísinda-
menn á sviði erfðatækni;
plöntusjúkdómafræði, sam-
eindalíffræði, sameinda-
erfðafræði, lífefnafræði
og frumulíffræði, með ára-
tuga reynslu í notkun erfða-
tækni, ritun ritrýndra vís-
indagreina og hafa þeir
unnið hjá lykilstofnunum sem hafa
með þetta málefni að gera. Á annað
hundrað manns mættu á ráðstefn-
una, það er voru það áhugasamir að
þeir tóku hálfan dag frá vinnu eða
námi til að fræðast. Enginn íslensk-
ur vísindamaður mætti til að taka
þátt í umræðunni við þessa jafn-
ingja sína.
Ég leyfi mér að spyrja spurninga
þegar íslensku vísindamennirnir
tjá sig í fjölmiðlum. Þar hefur verið
fullyrt til dæmis að engin rann-
sókn („ég þori að fullyrða, engin
rannsókn“ – Jón Hallsteinn Halls-
son, Morgunútvarpi Rásar 2, þ.
4.10.) hafi sýnt fram á það að erfða-
breytt matvæli séu hættuleg fyrir
heilsuna. Þegar vísað er í rannsókn
G.E. Séralinis sem var birt í sept-
ember 2012 og sýndi fram á eitrun-
aráhrif frá erfðabreyttum maís og
skordýraeitrinu Roundup (þar sem
notuð var sama aðferðafræði og líf-
tæknifyrirtækin nota, þar með talið
Monsanto, nema að Séralini
lét rannsóknina standa í tvö
ár í stað 90 daga og mældi
fleiri þætti), þá afgreiða
vísindamenn hana hér
heima í viðtali hjá RÚV
með því að segja: „Séral-
ini er þekktur fyrir að vera
óheiðarlegur og óvandað-
ur.“ Erlendir vísindamenn
hafa verið kærðir fyrir
minni ummæli og dæmdir.
Svo er rannsóknin afdrátt-
arlaust dæmd „ómarktæk“
því svo margir í heiminum
gagnrýndu hana.
Milljónir evra í rannsókn
En það gleymist í þessu að ESB og
franska ríkisstjórnin hafa nú lagt
milljónir evra í að láta vinna rann-
sókn á þessum sama grunni, sem er
staðfesting á því að margar spurning-
ar vöknuðu við þessa rannsókn sem
þarf að svara og nú einnig varðandi
æxlismyndun en ekki eingöngu eitur-
efnarannsókn eins og Séralini gerði.
Sömuleiðis eru vísindamenn að
svara gagnrýni á erfðabreytt mat-
væli með því að verja erfðabreyting-
ar í læknis- og lyfjafræði. Insúlín er í
dag framleitt með erfðatækni en ekki
lengur „úr blóði sláturdýra“. Hver
hefur gagnrýnt það? Hvað hefur það
með matvæli að gera? Það er vísvit-
andi verið að blanda tvennu gjörólíku
saman. Þeir sem vilja að varúð sé í
fyrirrúmi á meðan vísindamenn eru
ekki sammála um skaðsemi erfða-
breyttrar ræktunar og matvæla hafa
ekki skipt sér af því sem er unnið í
rannsóknastofum í lækningaskyni.
Það er á mörkum heiðarleika að
hamra á þessum rökum.
Á sínum tíma var ég í blaðagrein
og viðtali við einn vísindamanna
talin óhæf um að tjá mig um erfða-
breyttar lífverur því ég væri ekki
vísindamaður. Nú vil ég skora á
vísindamenn sem hafa ekki sparað
alhæfingarnar um þetta mál að gefa
sér tíma til að hugleiða aðeins. Eru
vísindi alhæfingar án möguleika á
að menn hafi rangt fyrir sér? Var
ekki alhæft að reykingar væru með
öllu skaðlausar sem nú hefur verið
sannað og almenn vitneskja er um
að séu skaðlegar? Er ekki grunnur
vísindanna að spyrja gagnrýninna
spurninga? Að byrja á því að hafa
efasemdir? Að ekki sé allt svart eða
hvítt? Fara vísindin ekki fram með
því að ræða um málefni og verk-
efni? Þegar ekki einn einasti þeirra
vísindamanna sem tala fyrir erfða-
breyttri ræktun og matvælum telur
sér fært að mæta á málþing um mál-
efni sem er þeim mikið tilfinninga-
mál – og leyfa sér að gagnrýna fyrir
fram það sem á að vera í fyrirlestr-
um sem erlendir kollegar þeirra
halda – þá eru þeir búnir að afsala
sér þeim rétti að koma fram í fjöl-
miðlum og alhæfa að erfðabreyttar
lífverur „séu með öllu skaðlausar“.
Auðmýkt vísindanna
Ríkisrekstur er prýðilegt
dæmi um sjálfheldu. Þegar
hið opinbera hefur tekið að
sér rekstur stofnunar á
borð við banka eða fjölmið-
il eru fáir tilbúnir að færa
reksturinn aftur frá ríkinu,
þrátt fyrir þá spillingu og
vanhæfni sem fylgir rík-
isrekstri. Almenningur
vantreystir einkavæðingu
af sömu ástæðu og tilefni
væri til hennar: vegna spillingar.
Þar sem uggur gagnvart einokun
einkaaðila er meiri en gagnvart
einokun ríkisins – við erum svo
vön henni – er meiri ótti við spillta
einkavæðingu en spillingu í opin-
berri stofnun. Eftir sitjum við með
ríki sem enginn vill að láti af völd-
um sem við vitum þó að það mis-
notar.
Við erum þó ekki milli steins
og sleggju. Í stað einkavæðingar
mætti almannavæða ríkisstofnan-
ir. Það er hægt að gera á tvo vegu.
Önnur leiðin væri að breyta
þeim í félög þar sem félagsgjöldin
eru reiknuð á sama hátt og skatt-
greiðslur nú. Allir meðlimir hefðu
jafnan kosningarétt um málefni
félagsins og gætu sagt eða selt sig
úr því ef þeir vilja. Þessi leið myndi
henta fyrir ríkisstofnanir sem nú
skila tapi, til dæmis Ríkisútvarp-
ið. Hin leiðin væri að breyta þeim
í eins konar hlutafélag. Arður yrði
greiddur út eftir reglum félagsins,
sem kjósa mætti um á fyrsta aðal-
fundi. Hver hluthafi – hver borg-
ari, til að byrja með – fengi jafn-
an atkvæðisrétt, óháð hlutstærð.
Þessi leið myndi henta fyrir banka.
Í leiðinni yrði dreifð eign og stjórn
á bönkunum tryggð.
Með þessu fyrirkomulagi væru
stofnanirnar enn undir sama
hatti lýðræðis og þær eru núna,
þar sem atkvæðisréttur fer ekki
eftir auðlegð, með þeirri viðbót
að hægt væri að segja eða selja
sig úr félaginu. Ítök almennings
í opinberum stofnunum yrðu þá
mikið sterkari, enda eru þau núna
engin. Venjulegu mótbárunni um að
beinna lýðræði leggi óþarfa vinnu
á hendur almennings er auðsvarað.
Enginn þarf að mæta á aðalfundinn.
Enn fremur hafa allir Íslend-
ingar aðgang að tölvum og netinu.
Við kjósum enn til Alþingis með
aðferðum ekki alls ólíkum þeim
í borgríkjum Grikklands hins
forna. Rafrænar kosningar bjóða
mikið svigrúm til bóta. Með aukn-
um ítökum almennings í stofnun-
um landsins væri einhver von til
að nýta það.
Almannavæðing
ERFÐABREYTTAR
LÍFVERUR
Dominique
Plédel
Jónsson
formaður Slow Food
➜ Fara vísindin ekki fram
með því að ræða um mál-
efni …
➜ Þeir sem stóðu í brúnni
þurfa að horfa í eigin barm.
Þeir stýrðu ekki skútunni í
veigamiklum málum eftir
þeirri stefnu sem lögð var
fyrir kjósendur …
➜ Rafrænar kosn-
ingar bjóða mikið
svigrúm til bóta. Með
auknum ítökum
almennings í stofn-
unum landsins væri
einhver von til að
nýta það.
STJÓRNMÁL
Kristinn H.
Gunnarsson
fv. alþingismaður
STJÓRNSÝSLA
Benjamin Julian
stuðningsfulltrúi
afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.*
HEILSURÚM
VERÐ
FRÁBÆRT