Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 72
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 56SPORT
FÓTBOLTI Þór/KA féll í gær úr leik
í 32-liða úrslitum Meistaradeildar
Evrópu eftir tap, 4-1, gegn Zorkiy í
Rússland. Þór/KA tapaði rimmunni
því samanlagt 6-2.
Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-2
sigri rússneska liðsins.
Arna Sif Ásgrímsdóttir gerði eina
mark Þórs/KA í leiknum og kom það í
síðari hálfleiknum.
„Við misstum enn einu sinni
hausinn í upphafi leiksins,“ segir
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari
Þór/KA, eftir leikinn í gær.
„Við ætluðum að mæta grimmar
til leiks og koma Rússunum á óvart
með pressu. Liðið hélt út í um
tuttugu mínútur en þá fengum við á
okkur algjört klaufamark og þar gerði
markvörður okkar mikil mistök.“
Rússneska liðið gerði úti um
leikinn á tólf mínútna kafla í fyrri
hálfleiknum þegar liðið gerði þrjú
mörk í röð.
„Það er ekki svona mikill getu-
munur á þessum liðum en við erum
að berjast við andlega þáttinn og
einbeitingarskort.“
Þór/KA hafði einu sinni áður tekið
þátt í keppninni.
„Þetta var vissulega mikið ævintýri
og gaman að koma til Rússlands.“ sáp
Misstu hausinn við fyrsta markið
SÚRT Þór/KA réð ekki við rússneska
liðið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI „Við fórum strax í vor
í viðræðum við Lars Lagerbäck
um að halda áfram með liðið og
munum eflaust ræða nánar við
hann á næstu misserum,“ segir
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Svíinn var ráðinn landsliðsþjálf-
ari Íslands þann 14. október árið
2011 og hefur náð hreint mögn-
uðum árangri með íslenska lands-
liðið. Ísland komst á þriðjudags-
kvöldið í umspil um laust sæti á
HM í Brasilíu árið 2014 og hefur
enginn annar landsliðsþjálfari náð
slíkum árangri með karlaliðið.
„Þessi árangur er ótrúlegur hjá
liðinu. Það er mitt mat að ákveð-
inn grunnur hafi verið lagður að
þessum hóp þegar sú ákvörðun
var tekin að láta ákveðna leik-
menn spila með U-21 landslið-
inu þegar liðið átti möguleika á
að komast á Evrópumótið í Dan-
mörku. Sú ákvörðun var vissulega
umdeild en eftir á að hyggja rétt.“
Ísland komst á lokamót Evr-
ópukeppni U-21 árs landsliða árið
2011 og fengu nokkrir leikmenn
núverandi A-landsliðs ómetan-
lega reynslu í aðdragandanum og
á sjálfu mótinu. Þeir Kolbeinn Sig-
þórsson, Aron Einar Gunnarsson,
Jóhann Berg Guðmundsson, Birk-
ir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðs-
son voru með U-21 landsliðinu á
lokamótinu árið 2011 en þeir voru
allir í byrjunarliði Íslands gegn
Kýpur og Norðmönnum á dögun-
um.
„Það hefur alltaf verið draum-
ur okkar innan sambandsins og
sennilega allra Íslendinga að kom-
ast í úrslitakeppni stórmóts. Það
hvarflaði kannski ekki að mörg-
um að liðið yrði svona nálægt því
en staðreyndin er sú að við erum
alltaf að færast nær þessum loka-
mótum.“
Evrópumótið í Frakklandi árið
2016 verður með breyttu sniði en
þá munu 24 taka þátt. Áður hafa
aðeins 16 lið komist á mótið.
„Eftir því sem landsliðið verður
betra verða möguleikar okkar á að
komast í lokakeppni óhjákvæmi-
lega meiri. Það verða að öllum lík-
indum níu riðlar í undankeppni
Evrópumótsins árið 2016 og lík-
lega fara tvö efstu liðin beint á
lokamótið og þriðja sætið gefur
umspilsrétt.“
Knattspyrna í heiminum velt-
ir gríðarlegum fjármunum á ári
hverju en tryggði KSÍ sér ein-
hverjar tekjur á því að komast í
umspilið um sætið á HM í Brasi-
líu?
„Við fáum engar tekjur frá
Alþjóða knattspyrnusamband-
inu vegna þessara leikja og engar
tekjur vegna sjónvarpsréttar en
umspil er hluti af þeim samningi
sem við gerðum við núverandi
rétthafa, Sport Five.“
Miðaverð á landsleiki Íslands
hefur verið með sanngjörnu móti
í núverandi undankeppni en verðið
hefur verið frá 1.500 krónum upp
í 3.500 krónur í forsölu.
„Við höfum tekið þá ákvörðun
að undanförnu að vera sanngjarn-
ir varðandi miðaverð. Miðaverðið
á umspilsleikina hefur ekki verið
rætt en það mun aldrei koma til
gríðarlegrar hækkunar, kannski
einhverjar 500 krónur.“
Umspilsleikir Íslands um sætið
á HM í Brasilíu fara fram þann 15.
og 19. nóvember en leikið verður á
Laugardalsvelli á öðrum hvorum
deginum. Völlurinn tekur tæplega
tíu þúsund manns og verður án
efa uppselt á heimaleik Íslands.
Hvað er til ráða ef völlurinn verð-
ur hreinlega dæmdur óleikhæfur
vegna frosts í jörðu?
„Við verðum vissulega að skoða
þann möguleika. Fyrsta sanngirn-
iskrafa okkar yrði þá að láta færa
leikinn á annan dag en ég mun
funda með starfsmönnum FIFA í
Zürich í næstu viku og ræða þar
alla möguleika. Það hefur alltaf
verið á stefnuskránni að leggja
hitakerfi undir völlinn en hann
hefur samt sem áður verið í frá-
bæru standi undanfarin ár.“
Takist Íslandi að komast á loka-
mótið í Brasilíu eftir umspil mun
Knattspyrnusamband Íslands fá
gríðarlega háa fjárhæð frá FIFA
fyrir vikið en upphæðin er samt
sem áður óljós.
„Við viljum helst halda okkar
við umræðu um íþróttina sjálfa
innan sambandsins og lítið ræða
peningamál en ég get samt sem
áður sagt að þau lið sem féllu úr
leik í riðlakeppninni á heimsmeist-
aramótinu í Suður-Afríku árið
2010 fengu öll níu milljónir Banda-
ríkjadala.“
Níu milljónir dala eru rúmlega
einn milljarður íslenskra króna og
því er mikið undir.
stefanp@365.is
Einn milljarður undir
Geir Þorsteinsson þarf að huga að mörgu fyrir umspilsleikina í nóvember en
formaðurinn leggur mikla áherslu á að halda í Lars Lagerbäck. Íslenska
landsliðið fær líklega yfi r einn milljarð íslenskra króna komist það á HM.
BJARTSÝNN Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur unnið hug og hjörtu allra landsmanna. Umspilsleikir eru fram undan
og því þarf formaðurinn að huga að mörgu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
„Við erum í viðræðum við Sigurð Ragnar [Eyjólfsson] en í
raun hafa þær ekki náð langt. Það er enn verið að spjalla um
málin,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnu-
deildar ÍBV.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari
kvennaliðs Íslands, er í viðræðum við forráðamenn ÍBV
um að taka við liðinu.
„Vonandi liggur þetta fyrir í lok vinnuvikunnar en í
Eyjum endar hún á sunnudögum,“ segir Óskar léttur.
Hermann Hreiðarsson hætti með liðið á dögunum
en ástæðan fyrir brotthvarfi hans var persónuleg.
Eyjamenn hófu þá strax leit að nýjum þjálfara og
stendur sú leit enn yfir.
„Það hefur verið venjan hjá okkur í ÍBV að ræða
aðeins við einn aðila í einu og við bregðum ekki út af
vananum í þessu tilviki.“ -sáp
Eyjamenn í viðræðum við Sigurð Ragnar