Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 62
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 46 Spennumyndin Gravity, sem skartar Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverkum, verður frumsýnd annað kvöld. Á frumsýningarhelg- inni í Bandaríkjunum halaði mynd- in inn sem nemur 6,6 milljörðum króna og varð því aðsóknarmesta októberfrumsýning frá upphafi. Gravity segir frá tveimur geim- förum sem komast í hann krapp- an þegar geimskutla þeirra eyði- leggst. Nýliðinn Ryan Stone þeytist út í tómið og kollegi hennar Matt Kowalski fer á eftir henni. Þau ná aftur til skutlunnar en þurfa að taka á honum stóra sínum eigi þau að lifa af því takmarkað- ar súrefnisbirgðir eru eftir í skutlunni. Sandra Bullock og George Clooney eru einu leikarar myndarinnar sem eru í mynd. Ed Harris, Paul Sharma, Amy Warren og Basher Savage ljá öðrum persónum myndarinn- ar raddir sínar. Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuar- ón sem leikstýrt hefur mynd- um á borð við A Little Princess frá 1995, Y Tu Mamá También, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban og Children of Men. Cuarón skrif- aði einnig handrit myndarinnar ásamt syni sínum, Jonás Cuarón. Leikstjórinn er góðvinur Guiller- mos del Toro og Alejandros Gonzá- lez Iñárritu og ganga þremenning- arnir gjarnan undir nafninu The Three Amigos of Cinema innan kvikmyndabransans. Flestar tökur með leikkonunni Söndru Bullock fóru fram innan í risavöxnu málmhylki. Tók það leik- konuna töluverðan tíma að komast inn í og út úr hylkinu og því dvaldi hún þar inni í allt að tíu klukku- stundir dag hvern. Leikstjórinn og annað samstarfsfólk Bullock reyndu að gera hylkið, sem gekk undir nafn- inu búr Sandy, eins huggulegt og unnt var til að koma í veg fyrir að leikkonan fengi kvíðakast eða inni- lokunarkennd á meðan hún hírðist í hylkinu. Tökuliðið brá meðal annars á það ráð að halda teiti í hvert sinn sem Bullock mætti til vinnu svo hún væri andlega tilbúin fyrir hylkið. - sm Hírðist innan í hylki í tíu klukkustundir Sandra Bullock og George Clooney fara með aðalhlutverkin í myndinni Gravity. Tökur með Bullock fóru að mestu fram í málmhylki sem kallaðist búr Sandy. Daði Einarsson hjá Framestore Reykjavík er einn af mönnunum á bak við útlit myndarinnar og starfaði hann náið með leikstjóranum við gerð hennar. „Ég var í hálft ár með leikstjóranum Alfonso Cuarón að búa bíómyndina til. Við gerðum allar senurnar og gerðum myndina í raun alveg tilbúna, nema bara í minni gæðum. Þannig fær leikstjórinn sína sýn á myndina. Við horfðum saman á myndina og leikararnir horfðu líka á hana áður en tökur hófust,“ sagði Daði í viðtali við Vísi í september. Daði og leikstjórinn Baltasar Kormákur keyptu íslenskan hluta tækni- brellufyrirtækisins Framestore síðastliðið sumar. Starfsmenn fyrirtækisins vinna nú við þriðju röð sjónvarpsþáttarins Boardwalk Empire. Daði vann náið með Cuarón MÖGNUÐ MYND Sandra Bullock fer með hlutverk geimfara í spennu- myndinni Gravity eftir leikstjórann Alfonso Cuarón. Lofsamleg umfjöllun um Alþjóð- lega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefur birst að undanförnu í erlendum fjölmiðlum, þar á meðal í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahaf- ann James Gray og Hrafn Gunn- laugsson, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaða- maður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíð- inni. Eins og Le Monde fjallar Hollywood Reporter um niður- skurðinn í framlögum stjórnvalda til íslenskrar kvikmyndagerðar. Fjalla um RIFF SKIPULEGGJENDUR RIFF Fjallað er um RIFF-hátíðina í erlendum fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Blackfish dramatísk kvikmynd Dawn Brancheau lést við vinnu sína í Sea World í Flórída þegar háhyrningurinn Tilikum réðst á hana. Það heyrir til undantekninga að háhyrningar ráðist á mannfólk í sínu náttúrulega umhverfi en algengara þegar þeir eru innilokaðir og notaðir sem sýningardýr. Vísindamenn efast um að skynsamlegt sé að halda þessum stóru og greindu dýrum föngnum. Leikstjóri Blackfish er Gabriela Cowperthwaite sem hefur rannsakað lifnaðarhætti háhyrninga allt frá því Dawn Brancheau lést og sýnir þessar merkilegu skepnur á áhrifamikinn hátt. Konan í búrinu dönsk saka- málamynd Ung þingkona hverfur sporlaust af ferju á leið til Þýskalands. Lög- reglan skipuleggur viðamikla leit að konunni en án árangurs. Þegar rann- sóknarlögreglumaðurinn Carl Mørk er settur yfir nýstofnaða sérdeild innan dönsku lögreglunnar kemst loks skriður á málið að nýju. Leikstjóri myndarinnar er Mikkel Nørgaard og með helstu hlutverk fara Nikolaj Lie Kaas, Fares Fares og Sonja Richter. Battle of the Year dansmynd Danskeppnin Battle of the Year er haldin árlega og hefur danslið frá Bandaríkjunum ekki farið með sigur af hólmi undanfarin fimmtán ár. Dansarinn Dante hyggst setja saman sigurlið og sigra í keppninni þetta árið. Leikstjóri er Benson Lee og með aðalhlut- verkin fara Josh Holloway úr Lost, Laz Alonso, Chris Brown og Josh Peck. FRUMSÝNINGAR Þrjár kvikmyndir eru frum- sýndar um helgina. Danskeppni og gamall glæpur BÍÓFRÉTTIR Breski leikarinn Charlie Hunnam mun ekki fara með hlutverk millj- arðamæringsins Christians Grey í kvikmynd byggðri á metsölubók- inni Fimmtíu gráir skuggar. Í byrj- un september var tilkynnt um að Hunnam og Dakota Johnson færu með hlutverk Greys og Ana stasiu Steele. Nú þarf Universal hins vegar að finna nýjan Grey. Fjölmiðlar hið vestra hafa mikið velt sér upp úr brotthvarfi Hunnams, en skýringin sem gefin var fyrir brotthvarfi hans var sú að tökur á myndinni stönguðust á við tökur á sjónvarpsþáttunum Sons of Anarchy. Fjölmiðlar vilja þó meina að önnur ástæða liggi að baki enda hefur hvor- ug tökuáætlunin breyst frá því að gengið var frá samningum. Líklegt þykir að leikarinn hafi hætt við eftir holskeflu gagnrýnis- radda, bæði frá aðdáendum Hun- nams sem og aðdáendum bókanna. Aðrir telja að Universal, sem fram- leiðir myndina, hafi rift samning- um við Hunnam vegna þess að hann þótti ekki líklegur til að geta borið myndina uppi ásamt hinni óreyndu leikkonu Dakota Johnson. Hver svo sem hin raunverulega ástæða reynist vera er ljóst að Uni- versal þarf að hafa hraðar hendur við að finna staðgengil Hunnams því tökur á myndinni eiga að hefjast í nóvember. EKKI NÓGU ÞEKKTUR FYRIR HLUTVERK GREYS Fjölmiðlar telja ýmsar ástæður liggja að baki brotthvarfi Charlies Hunnam úr Fimmtíu gráum skuggum. Áhættuleikari í kvikmyndinni Fury, í leikstjórn Davids Ayer, slasaðist við tökur fyrir stuttu. Tímaritið Variety segir frá þessu. Samkvæmt frétt Vari- ety var áhættuleikar- inn stunginn í öxlina og í kjölfarið fluttur á John Radcliffe- sjúkrahúsið í Oxford. Ekkert er vitað um aðdraganda slyssins. Kvikmyndin Fury gerist á tímum seinni heimsstyrj- aldarinnar og skartar Brad Pitt, Shia La- Beouf og Logan Lerman í helstu hlutverkum. Áhættuleikari stunginn HÆTTUR Charlie Hunnam er hættur við að taka að sér hlutverk Christians Grey. NORDICPHOTOS/GETTY … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.