Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 60
17. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 Sem ungur maður hlustaði ég á þungarokk vegna þess að hormónarnir öskruðu á það. Í dag geri ég það vegna þess að betri aðferð til slökunar get ég ekki ímyndað mér. Ég veit fátt notalegra eftir langan vinnudag en að setjast upp í bíl, skrúfa gömlu Almeru-græjurnar upp í 21, með bassa á tveimur og treble á fimm (hæsta sem hann kemst), og leyfa alls kyns djöfullegu dauðarokki að vinda ofan af mér á leiðinni heim. Þetta er augnablik sem líkist því helst að tylla sér á stóran stein í fallegri fjöru og hlusta á náttúr- una. Slökun sem margir geta hugsað sér, og jafnvel leggja stund á. Tvöfalda bassatromman gegnir hlutverki sjávarfall- anna og slær taktinn, öskrin eru sem óreglulegar vind- hviður, og gítarsólóin eins og gargandi sílamáfur á flugi. Ef ég lendi á rauðu ljósi þori ég þó ekki öðru en að lækka eilítið. Í næsta bíl gæti verið eðlilegt fólk sem þætti ég skrítinn. Nú eða enn undarlegra fólk en ég sem þætti þungarokkið mitt of meginstraums. Í þeirra augum væri ég líklega eins og maðurinn sem ekur vélhjóli sínu niður Laugaveg allar helgar, oft á dag, með Joan Jett í botni (ég vissi reyndar ekki að til væru hljómflutningstæki fyrir vélhjól fyrr en þessi riddari götunnar kom inn í líf mitt). Á tímabili hélt ég að þessi háværa slökunaraðferð mín væri pínu nýmóðins og töff. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er bara aðeins yngri útgáfa af fimmtuga kerfisfræðingnum í bílnum fyrir aftan mig sem hlustar á Electric Light Orchestra og syngur með. Djöfulleg slökun Leaves - See You In the Afterglow Hjaltalín - Engill alheimsins Nykur - Nykur Í spilaranum Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 11.10.2013 ➜ 17.10.2013 1 Lorde Royals 2 Katy Perry Roar 3 Arctic Monkeys Do I Wanna Know? 4 One Republic Counting Stars 5 Emiliana Torrini Speed Of Dark 6 Kings of Leon Supersoaker 7 Egill Ólafsson / Moses Hightower / Lay Low Ekkert þras 8 Ellie Goulding Burn 9 Nýdönsk Where Dreams Go To Die 10 Dikta Talking 1 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk 2 Pálmi Gunnarsson Þorparinn 3 Ýmsir Pottþétt 60 4 Emilíana Torrini Tookah 5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 6 Úr söngleik Borgarleikhússins Mary Poppins 7 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 8 Steve Vai Story Of Light 9 Sigur Rós Kveikur 10 Of Monsters And Men My Head Is An Animal Nýsjálenska söngkonan og laga- smiðurinn Ella Yelich-O’Connor, betur þekkt sem Lorde, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. Þessi sextán ára stúlka, sem verður sautján 7. nóvember, hefur heldur betur slegið í gegn með lag- inu Royals. Það fór á toppinn víða um heim, þar á meðal hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem hún velti Miley Cyrus úr sessi. Um leið varð hún yngsti sólótónlistarmað- urinn sem kemst á topp banda- ríska Billboard-vinsældalistans í 26 ár. Lodre ólst upp í borginni Auck- land og vakti fljótt athygli fyrir sönghæfileika sína. Í uppvext- inum hlustaði hún á Neil Young, Fleetwood Mac, The Smiths og Nick Drake, auk sálartónlistar- manna á borð við Ettu James og Otis Redding. Síðar meir uppgötv- aði hún listamenn á borð við James Blake, Bon Iver, Burial, Animal Collective, SBTRKT og Drake, Grimes og Sleigh Bells, sem veittu henni allir innblásur. Fyrsta EP-platan hennar, The Love Club, kom út án mikils lúðra- blásturs á síðasta ári. Hún naut vaxandi hylli í föðurlandinu og komst á toppinn þar í landi þrátt fyrir að henni hefði þegar verið halað niður frítt sextíu þúsund sinnum á síðunni Soundcloud. Útgáfufyrirtæki komu auga á hæfileika Lorde og hófu að falast eftir kröftum hennar. Hún hafn- aði öllum tilboðum enda hafði áður samið við útgáfurisann Universal aðeins þrettán ára gömul. Starfaði hún með lagahöfundinum og upp- tökustjóranum Joel Little við gerð EP-plötunnar, rétt eins við gerð Pure Heroine. Móðir Lorde er virt ljóðskáld í heimalandinu og naut söngkonan því góðs uppeldis sem framtíðar- textasmiður með því að lesa ljóð eftir T.S. Eliot, Ezra Pound, Allan Ginsberg og fleiri. Lorde horfði einnig á sjónvarpsþættina The Sopranos og Brick, auk kvikmynd- arinnar The Virgin Suicides. Pure Heroine hefur fengið mjög góð viðbrögð. Tímaritið Clash gefur plötunni 9 af 10 mögu- legum og segir hana popp-meist- arastykki. Rolling Stone og Con- sequence of Sound gefa henni fjórar stjörnur af fimm og Pitch- fork 73 af 100 í einkunn. Miðað við dómana og vinsæld- irnar til þessa er ljóst að hin korn- unga Lorde á framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum. freyr@frettabladid.is Á framtíðina fyrir sér Fyrsta plata hinnar 16 ára Lorde frá Nýja-Sjálandi, Pure Heroine, er komin út. Lorde syngur eigin útgáfu af laginu Everybody Wants To Rule The World með ensku hljómsveitinni Tears For Fears á plötu með tónlistinni úr kvikmyndinni The Hunger Games: Catching Fire. Of Monsters and Men á einnig lag á plötunni, Silhouettes. Í hópi með Of Monsters and Men LORDE Söngkonan og lagasmiðurinn Lorde hefur gefið út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. NORDICPHOTOS/GETTY TÓNNINN GEFINN Haukur Viðar Alfreðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.