Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 8
19. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
JAFNRÉTTISMÁL „Horst var ekki
vonlaus fíkill og hann hafði ekki
brennt allar brýr að baki sér. En
hann hafði gefist upp, langþreyttur
af baráttu sinni fyrir mannsæm-
andi lífi, viðkvæm sál með stórt
hjarta, og stolt, sem gerði það að
verkum að hann átti erfitt með
að láta sér lynda niðurlægingu
fólks sem lék sér að því að kalla
hann „hana“ og ávarpa í erfiðum
aðstæðum með hans fyrra nafni.“
Svo skrifar Arnaldur Máni
Finnsson í minningarorðum um
Horst Gorda á Facebook, en Arn-
aldur er áhugamaður um málefni
utangarðsfólks og fíkla í Reykja-
vík. Dagana áður en Horst dó
var hann á götunni en hann hafði
verið edrú í tæpt ár. Hann fór í
meðferð í september 2012 og bjó á
áfangaheimilum þangað til honum
var vísað út um miðjan september
síðastliðinn því hann var byrjað-
ur að drekka. Hann hafði feng-
ið vilyrði hjá lögreglunni um að
mega sofa í fangageymslu kvöld-
ið áður en hann dó en mætti ekki
og fannst látinn undir morgun á
Klambra túni í síðustu viku.
Þegar Horst, sem var frá Lett-
landi, flutti til Íslands árið 2005
var hann kona og bar nafnið Iveta.
Árið 2009 hóf hann kynleiðrétt-
ingarferli, fór í hormónameðferð
og fyrir tveimur árum voru brjóst
hans fjarlægð. Það sem olli honum
helst vandræðum síðustu tvö árin
var að geta ekki breytt nafni sínu
í þjóðskrá og fengið þannig lög-
bundna viðurkenningu á kyni
sínu. Í minningarorðum Arnaldar
segir jafnframt að nafnbreytingin
hafi valdið honum ýmsum vanda-
málum. „Hann gat ekki sótt um
vinnu því í þjóðskrá var hann kona.
Hann gat ekki kynnt sig fyrir
vinum sínum, ekki farið í sund eða
skemmt sér við að deila lífi sínu og
reynslu, til að mynda í því samfé-
lagi þar sem hann vann í að losna
undan áfengisvandanum. Hann gat
ekki leigt sér íbúð vegna misræm-
isins á milli þess sem hann var og
þess sem skilríkin sögðu.“
Horst Gorda gat ekki breytt
nafni sínu í þjóðskrá fyrr en hann
væri kominn með íslenskan ríkis-
borgararétt því að í Lettlandi var
hann skráður sem konan Iveta.
Ekki er hægt að vera skráður með
hvort sitt kynið í tveimur löndum.
Elísabet Þorgeirsdóttir, félags-
ráðgjafi Samtakanna ´78, segir
að bæta þurfi verklagsreglur í
kynleiðréttingarferli. „Það er
varhugavert að leyfa manni með
erlent ríkisfang að fara í kynleið-
réttingarferli án þess að rétturinn
til nafnabreytingar sé tryggður.
Ef ríkisborgararéttur er skilyrði
fyrir nafnabreytingu þá þarf að
skoða hvort íslenskur ríkisborg-
Horst Gorda mátti þola niðurlægingu
Horst Gorda fannst látinn á Klambratúni í síðustu viku. Hann var í kynleiðréttingarferli og barðist í tvö ár fyrir því að fá nafni sínu breytt
í þjóðskrá og vera viðurkenndur sem karlmaður. Ráðgjafi telur að ekki ætti að hleypa fólki í ferlið án þess að tryggja að kerfið sé samstiga.
Ugla Stefanía
Jónsdóttir er
formaður Trans
Íslands og segir
nafnabreytingu
afar mikilvæga í
kynleiðréttingar-
ferlinu. „Það er
ekki eingöngu
persónulegur
ávinningur held-
ur er líka verið
að viðurkenna
þitt raunverulega
kyn í lagalegum skilningi. Ef maður
er með skilríki með röngu kyni er
gert lítið úr þinni upplifun og sagt
að hún sé ekki réttmæt.“ Ugla segir
biðina eftir nafnabreytingu hafa
verið mjög erfiða fyrir sig. „Þetta
var löng bið og það komu upp ýmis
vandamál. Bara eins og að versla
í búð, fara í banka eða til útlanda.
Það veldur alls kyns yfirheyrslum og
óþægilegum spurningum og miklir
fordómar í samfélaginu gera þetta
sérstaklega erfitt.“
VIÐURKENNING
Á ÞÍNU RAUNVERU-
LEGA KYNI
Nú í vikunni lagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fram
frumvarp til laga þar sem sérstaklega er gert refsivert að hæðast að trans-
fólki. Í tilfelli Horsts var sú staðreynd að hann bar skilríki sem kona notuð
til að hæðast að honum. Það kom til dæmis fyrir að honum var vísað frá
gistiskýli fyrir heimilislausa menn og sagt að fara í Konukot þegar hann
framvísaði persónuskilríkjum, þótt starfsmenn vissu fullvel að hann væri
í kynleiðréttingarferli. Erfitt er að segja til um hvort lögin verndi slíkt háð
þar sem hann var í raun ekki viðurkenndur á löglegan hátt sem karlmaður.
➜ Horst var sagt að fara í Konukot
ELÍSABET
ÞORGEIRSDÓTTIR
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON
Á KLAMBRATÚNI Horst Gorda fannst látinn á Klambratúni á föstudaginn fyrir viku.
Lögreglan hefur gefið upp að dánarorsök liggi ekki fyrir en ekki leiki grunur á að
andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
araréttur ætti að vera skilyrði til
að hefja ferlið,“ segir Elísabet.
„Þetta var flókið og erfitt mál því
einstaklingurinn var erlendur rík-
isborgari,“ segir Óttar Guðmunds-
son, geðlæknir á Landspítalanum,
en Horst var skjólstæðingur hans.
„Ég margreyndi að finna flöt til
að breyta nafni Horsts en það var
enga leið að finna í kringum kerf-
ið. Því miður var ekki hægt að sjá
fyrir að þetta vandamál kæmi upp
þegar kynleiðréttingarferlið hófst.“
Óttar segir að í lögum sé miðað
við tveggja ára búsetu á Íslandi til
að hafa rétt á kynleiðréttingarferli.
Aftur á móti er til dæmis í Svíþjóð
skilyrði að hafa sænskan ríkisborg-
ararétt. Óttar er ekki sammála
þeirri gagnrýni að ekki hefði átt að
hleypa Horst í kynleiðréttingarferli.
„Það hefði verið æskilegra ef hann
hefði haft betra stuðningsnet í kring-
um sig en ég er sannfærður um að
honum leið betur sem karlmanni en
nokkru sinni sem kona,“ segir Óttar.
erla@frettabladid.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
9
5
4
2
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000