Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 42
19. október 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 Ég þræði nokkra stiga á leið upp í risí-búð Önnu Ringsted. Heimilishund-urinn Labbi heilsar gjammandi á skörinni en vingast við mig um leið og ég tek undir kveðju hans. Hlý-leg stofa blasir við en ég vel að tylla mér við tekkborðið í borðkróknum þar sem gluggar á þrjá vegu veita útsýni yfir marglit þök og garða. Anna ber fram kaffi úr eldhús- inu, sem er í litlum krók undir súð. Missti manninn sviplega Anna hefur sett svip á miðborgina með rekstri fornsölunnar Fríðu frænku. Þeir sem hafa komið þar inn gætu ímyndað sér að heima hjá eigandanum væri allt stappfullt af antík- húsgögnum og öðrum gömlum munum. Svo er ekki. Þar eru að vísu einungis fornir og fal- legir hlutir, til dæmis gamlir leikfangabílar uppi á bitum í borðkróknum. Skyldu svona dýrgripir koma inn í Fríðu frænku? „Já, en sjaldnar og sjaldnar,“ segir Anna. „Maðurinn minn átti þessa bíla. Hann var eiginlega meiri safnari í sér en ég, mér finnst ekki þægilegt að hlaða endalaust í kringum mig. Það geng- ur ekki að vera safnari sjálfur þegar maður rekur svona búð. Samt eru hlutir sem ég fell fyrir, eins og skálar, blómavasar, gömul veski og skartgripir, en ég er læknuð af þeirri þörf að eiga þá alla.“ Þar sem Anna hefur rekið búðina í þrjátíu og þrjú ár hlýtur hún að hafa smekk sem nýt- ist öðrum. „Ég er komin með þjálfaðan smekk. Þegar ég fór út þennan rekstur vissi ég ekki baun í bala og gerði auðvitað margar skyss- ur. Heyrði einhvern tíma að maður yrði ekki góður í neinu starfi fyrr en eftir svona sautj- án, átján ár. Þá væri þjálfunin komin. Starf í svona fornsölu byggist upp á þjálfun. Bæði þarf maður að vera mannþekkjari og búa yfir hæfni til að meta hluti. (Hlær) Svo þarf maður að vera góður raðari. Fólk er stundum alveg undrandi þegar ég er að kaupa heil dánar- bú. „Já, en búðin þín er full,“ segir það. En ég tek hlutina inn og byrja að raða – umstafla og raða.“ Anna kveðst þó hætt að bera stóra skápa og aðra þunga hluti ofan af þriðju hæð, heldur fá tvo menn með hverjum sendibíl. „Áður bar ég heilu dánarbúin út í bíl með bílstjóranum. Víl- aði það ekki fyrir mér enda finnst mér aksjón skemmtileg. Það er einhver spennufíkn í mér.“ Nú er Anna búin að selja húsnæðið á Vestur- götu 2 sem Fríða frænka er í og afhendir það í byrjun apríl en verður með verslunina opna næstum fram að þeim tíma. Af hverju er hún að hætta? „Ég hef svo lítið getað tekið frí frá því ég byrjaði með búðina og vil hætta áður en það verður of seint. Það tengist því meðal annars að ég missti manninn minn sviplega fyrir fimm árum. Þá var ég harkalega minnt á að lífið tekur enda og að maður þarf að njóta þess líka. Hann var bara fimmtugur. Var að tala við mig þegar hjartað bara stoppaði. Það var rosalegt.“ Eiginmaður Önnu hét Sveinn Sigurður Þor- geirsson og var listamaður. Hann rak búðina með Önnu, ásamt smíðaverkstæði þar sem hann gerði upp húsmuni sem þurftu lagfær- ingar við. „Sveinn var snillingur í höndunum og smiður af guðs náð,“ segir hún. „Innrétt- aði til dæmis þessa íbúð hér í risinu og gerði upp íbúð fyrir ofan búðina, sem við seldum. Svo var hann að byrja á risinu þar fyrir ofan þegar hann dó. Ætlaði alltaf að fara að sinna listinni – seinna.“ Nú kveðst Anna eiga eftir að gera upp umrædda risíbúð til útleigu og taka íbúðar- húsið sitt í gegn að utan. Það er kjallari, tvær hæðir og ris. Börnin hennar tvö búa á annarri hæðinni en hluta hússins leigir hún út. Lærð í lífsins skóla Anna ólst upp á Akureyri í góðu yfirlæti að eigin sögn. Hún er ein af sex systkinum og segir fimm til sex börn í fjölskyldum hafa verið normið á æskuslóðunum efst á Brekk- unni, enda hafi verið mikið líf í tuskunum þar. „Það var bara farið út að leika á morgnana og svo þurfti að draga mann inn einhvern tíma á kvöldin,“ rifjar hún upp. Aðstaðan var öðruvísi þegar hún var með sín tvö börn ung í miðborg Reykjavíkur, þar gat hún ekkert hleypt þeim út nema vera með þeim. „Mér fannst þetta svo leiðinlegt og sjónvarpsgláp- ið var farið að fara svo rosalega í mig að ég pantaði trampólín frá Ameríku. Þetta var áður en þau komu í búðir hér. Þá hurfu börnin út í garð og ekki horft á sjónvarp lengi á eftir. Þau voru alltaf á trampólíninu og allt hverfið. Ég held þau hafi gengið gegnum þrjú trampólín.“ Hún kveðst hafa farið ung að vinna. „Ég rétt skreið út úr gagnfræðaskóla. Pabbi sagði að skólastjórnendur hefðu látið mig hafa eink- unnina til að ég kæmi örugglega ekki aftur! Því ég hafði engan áhuga á náminu. Ég hef hins vegar alltaf haft gaman af að vinna og hef reynslu af mörgum störfum, var alltaf köld að skipta um vinnu þótt ég væri í góðu starfi og byrja á einhverju nýju. Fyrir mér hefur lífsins skóli verið fjölbreyttur og dásam- legur.“ Skyldi hún hafa alist upp við antíkmuni á æskuheimilinu? „Nei, mamma er fagurkeri en dálítið nýjungagjörn þannig að hún skipti út mublum og ég er ekki alin upp við gamalt dót. Alls ekki.“ Það var í London sem Anna fékk áhuga á gömlum húsmunum. Þar bjó hún þegar hún var 17, 18 ára og þá var í tísku að kaupa gam- alt. „Ég fór að sækja svona fornverslanir. Fannst alveg vera málið að finna hluti sem voru öðruvísi en allir aðrir áttu – einstaka hluti. Ég var líka í Svíþjóð þegar ég var rúm- lega tvítug, fyrst að vinna á elliheimili, svo sem lestarþerna en síðan fór ég að vinna í búð sem hét Sesor og Saker og var í Gamla Stan í Stokkhólmi, hún seldi dúka og litla antíkhluti. Þar smitaðist ég endanlega.“ Vel skrifað um búðina Eitt sinn voru tvær verslanir neðst við Vest- urgötuna sem seldu notuð föt, Kjallarinn og Flóin, hvor sínum megin við götuna. Anna kveðst hafa unnið um tíma í Kjallaranum. En þar kom að hún stofnaði eigin búð í Ingólfs- strætinu í um 20 fermetra plássi og byggði hana upp líkt og Sesor og Saker. „Svo var ég fljót að sanka meiru að mér. Ég hef alltaf verið fljót að finna dót,“ segir hún hlæjandi. Fyrstu árin flutti Anna inn fornmuni og fór í innkaupaferðir til Hollands, Bretlands og Ameríku. „Svo flutti ég ekkert inn í mörg ár, þar til ég fór að fara til Danmerkur fyrir tíu til tólf árum að kaupa tekk. En aðallega kaupi ég dánarbú hér heima og af fólki sem er að flytja, breyta, er blankt eða vill losa sig við eitthvað af öðrum ástæðum,“ lýsir hún. Hún kveðst alltaf hafa þurft að velja úr. „Annars væri ég með alla Vesturgötuna á leigu,“ segir hún og hlær. Útlendingar eru tíðir gestir í Fríðu frænku, að sögn Önnu. „Erlendir ferða- menn hafa alltaf sótt í búðina mína og það er voða vel skrifað um hana í netheimum. Þar er oft tekið fram að hún sé eitt af því sem fólk verði að skoða þegar það komi til Reykjavíkur.“ En hvernig gekk með Fríðu frænku í íslenska góðærinu? „Tíðarandinn var þannig að fólk leit á allt gamalt sem rusl, bæði hús og húsbúnað, og henti miklu. Ég skildi aldrei þetta tímabil, fattaði ekki hvernig bankarn- ir græddu svona og hvernig allir gátu verið á nýjum bílum. Mér fannst þetta leiðinlegt fyrir unga fólkið því lífið gekk svo hratt. Það keypti sér íbúð og allt nýtt og maður hugsaði: Situr þetta fólk svo bara framan við flatskjáina, étur snakk og hefur ekki fyrir neinu að berjast? Óttaðist að það væri ávís- un á lífsleiða. Öfugt við það sem áður var þegar fólk sat á kollum þangað til það átti loksins fyrir sófa, með þeirri dásamlegu til- finningu sem því fylgdi.“ Dreymir um að tjalda Hvernig skyldi svo þessi kjarnakona ætla að njóta lífsins þegar hún er laus við versl- unarreksturinn? „Sko, ég byrjaði til dæmis að stunda hestaferðir fyrir tólf árum. Mig langar rosalega að fá mér hest. Svo finnst mér mjög gaman að ferðast. Alveg eins innan lands og utan. Dreymir til dæmis um að tjalda í Mývatnssveitinni – í gömlu A-tjaldi! Ég er að reyna að venja mig af því að vera alltaf á spani. Hef verið í jóga í mörg ár en alltaf á hlaupum. Fyrsta veturinn hugsaði ég alltaf: leiðinlegt, leiðinlegt, leiðinlegt. Er þetta ekki að verða búið? Svo lærði ég að meta jóga og finnst það dásamlegt fyrir líkamann. Nú get ég kannski gert það með hausinn í lagi líka! En ég er ekkert hrædd um að líf mitt verði ekki nógu spennandi og held ég eigi eftir að fá fullt af tækifær- um. Mér finnst gaman að vera til, á fullt af góðum vinum og efast ekki um að ég eigi eftir að hafa nóg fyrir stafni.“ Alltaf verið fljót að finna dót Anna Ringsted ætlar að loka fornsölunni Fríðu frænku með vorinu eftir áratuga rekstur og snúa sér að því að njóta lífsins. Veit sem er að enginn á morgundaginn vísan. Á það var hún illilega minnt þegar eiginmaðurinn lést vegna hjartaáfalls. KAUPKONAN „Ég er að reyna að venja mig af því að vera alltaf á spani. Hef verið í jóga í mörg ár en alltaf á hlaupum,“ segir Anna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tíðarandinn var þannig að fólk leit á allt gamalt sem rusl, bæði hús og húsbúnað og henti miklu. Ég skildi aldrei þetta tímabil, fattaði ekki hvernig bank- arnir græddu svona og hvernig allir gátu verið á nýjum bílum. Mér fannst þetta leiðinlegt fyrir unga fólkið því lífið gekk svo hratt. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.