Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 26
19. október 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
Þessa mynd tók ég á bakaleiðinni úr ferð með ljósmyndaklúbbnum mínum á Snæfellsnesið. Ég hef lengi haft áhuga á ljósmyndun en byrj-aði ekki af fullum krafti fyrr en mér var boðið í klúbbinn fyrir um fimm árum,“ segir Mar-grét Elfa Jónsdóttir, sigurvegari í ljósmynda-
keppni Fréttablaðsins, þar sem þemað var haust.
Svo skemmtilega vill til að Margrét Elfa og Agnes
Heiða Skúladóttir, sigurvegari í síðustu ljósmynda-
keppni blaðsins þar sem þemað var útivist, eru báðar
meðlimir í ljósmyndaklúbbnum Álfkonur á Akureyri.
Það er átján kvenna hópur sem hittist reglulega, ræðir
um hluti tengda ljósmyndun og heldur sýningar af og
til.
Alls bárust 1.345 myndir í keppnina en þátttakend-
ur hlóðu upp myndum sínum á ljosmyndakeppni.visir.
is og á Facebook-síðu
Fréttablaðsins. Lesend-
ur kusu bestu myndina
og gildir niðurstaðan í
kosningunni helming á
móti áliti dómnefndar
blaðsins, sem skipuð er
þeim Ólafi Stephensen
ritstjóra, Silju Ástþórs-
dóttur útlitshönnuði og
Pjetri Sigurðssyni ljós-
myndara.
GLUGGI
Róbert Beck hlýtur annað sætið
fyrir þessa mynd.
HAUSTLJÓMI
Ljósmynd Kristjáns H. Svavarssonar
varð í þriðja sæti.
HRAUNFOSSAR
Lesendum Vísis og dómnefnd þótti
mynd Margrét Elfu Jónsdóttur sú
besta af þeim haustmyndum sem
sendar voru inn.
VERÐLAUNIN
Í verðlaun fyrir bestu myndina hlýtur
Margrét Elfa glæsilega Nikon 10,1 millj.
pixla myndavél með 10-27mm linsu frá
Heimilistækjum.
MARGS ÞARF BÚIÐ VIÐ
Kristján L. Möller tók myndina í 4. sæti.
TRÉ
Snorri Páll Þórðarson á myndina í 5. sæti.
Fossar og
fuglarnir
smáu
Ljósmyndin Hraunfossar, sem
Margrét Elfa Jónsdóttir sendi inn
í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins,
var valin besta myndin þar sem
þemað var haust. Sigurvegarar síð-
ustu tveggja ljósmyndakeppna eru
meðlimir í sama ljósmyndaklúbbnum.