Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 16
19. október 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16 Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur áður tjáð sig um mál- efni Ríkisútvarpsins á opinberum vettvangi og mun gera það áfram eftir því sem efni og ástæður kalla á. Ráðherra metur mikils stuðn- ing Hollvinasamtakanna og óskar samtökunum alls hins besta. Líklega er þetta eitthvert inni- haldsrýrasta svar menningar- málaráðherra sem um getur. Það er svar við sex spurningum sem Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins sendu ráðherranum 22. ágúst síð- astliðinn, og þær fóru jafnframt sem opið bréf til fjölmiðla sem birtist í einhverjum þeirra (raun- ar m.a. í Morgunblaðinu). Svarið barst tæpum mánuði síðar, 19. september síðastliðinn. Spurningarnar voru þessar: 1. Telur ráðherrann að Ríkis- útvarp með því sniði sem það er rekið nú eigi rétt á sér? 2. Telur ráðherrann að Ríkis- útvarpið gegni mikilvægu menningarlegu hlutverki í sam- félagi okkar, sem einkarekinn miðill gæti ekki sinnt? 3. Er ráðherrann sammála ýmsum áhrifamiklum stjórn- málamönnum um að skera eigi niður framlög til Ríkisútvarps- ins af almannafé? 4. Er ráðherrann sammála þeirri skoðun, sem komið hefur fram, m.a. hjá alþm., að leggja beri Ríkisútvarpið niður eða einka- væða það? 5. Er ráðherrann sam- mála þeim fullyrðing- um ýmissa alþingis- manna að núverandi starfsmenn á Ríkis- útvarpinu séu upp til hópa vinstrisinnaðir og hafi þau markmið með störfum sínum að ófrægja og/eða klekkja á núverandi stjórnvöld- um? 6. Telur ráðherrann að í hugtakinu „óhlut- drægni“, sem Ríkis- útvarpinu ber að gæta, sé fólg- ið að þess sé ætíð gætt að öll sjónarmið í sérhverju máli fái jafnan tíma í fréttum? Það er mjög miður að Illugi Gunnarsson mennta- og menning- armálaráðherra skuli ekki hafa treyst sér eða gefið sér tíma til að svara þessum spurningum, sem snúast allar að meira eða minna leyti um grundvallaratriði. Lengi hafa öfl innan Sjálfstæðisflokksins viljað einkavæða Ríkisútvarpið að hluta eða öllu leyti og lengi hafa ýmsir í þeim flokki talið frétta- mönnum RÚV það til lasts að þeir væru flestir vinstrisinnar og hall- ir undir Evrópusambandið (harðir vinstrimenn hafa haldið fram hinu gagnstæða). Í sumar lýsti framsóknarþing- maðurinn Vigdís Hauksdóttir yfir því í útvarpsviðtali að lækka ætti opinber framlög til stofnunarinn- ar og minnti um leið á að hún væri formaður fjárlaganefndar. Það túlkuðu sumir sem hótun. Í umræðum um Ríkisútvarpið hafa stjórnmálamenn sett fram kröfur um hlutleysi og Frosti Sig- urjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í útvarps- þættinum Vikulokunum í sumar að rithöfundur sem flutti pistil í menn- ingarþættinum Víðsjá hefði átt að skilja skoðanir sínar eftir heima. Þetta var enn einn misskilningur- inn á hugtakinu óhlutdrægni, sem ætlast er til að blaðamenn virði í störfum sínum. Óhlutdrægni felur það ekki í sér að þeir sem til máls taka á opinberum vettvangi bæli niður skoðanir sínar. Margt liggur því í loftinu og mikilvægt er að vita hvað stjórn- endur landsins hugsa. Ýmsir vel- unnarar hins íslenska almanna- útvarps bíða því eftir svari ráðherrans, en við þökkum jafn- framt heillaóskir hans. Svar við svari við sex spurningum MENNING Þorgrímur Gestsson formaður Hollvina Ríkisútvarpsins. ➜ Það er mjög miður að Illugi Gunnarsson mennta- og menn- ingarmálaráðherra skuli ekki hafa treyst sér eða gefi ð sér tíma til að svara þessum spurningum, sem snúast allar að meira eða minna leyti um grundvallaratriði. www.saft.is KOMDU UPPLÝSINGUM UM ÞAÐ SEM ÞÚ TELUR ÓLÖGLEGT EFNI Á NETINU TIL RÉTTRA YFIRVALDA Jafnrétti í fyrirtækjum – hvernig förum við að? MORGUNVERÐARFUNDUR FESTU - MIÐSTÖÐVAR UM SAMFÉLAGSÁBYRGÐ OG UN WOMEN Á ÍSLANDI 23. október kl. 8:30 - 10:00 Icelandair hótel Reykjavík Natura framkvæmdastýra UN Women á Íslandi - Jafnréttissáttmálinn framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Íslandsbanka - Reynsla úr fyrirtæki formaður VR - Jafnlaunavottun Inga Dóra Pétursdóttir Jón Guðni Ómarss. Ólafía B. Rafnsdóttir, Morgunkaffi og skráning frá kl. 8:00 Verð fyrir félagsmenn Festu og UN Women kr. 1.700 og fyrir aðra kr. 2.500 Skáning á festasamfelagsabyrgd.is FRUMMÆLENDUR FUNDARSTJÓRI stjórnarmaður UN Women og ritstjóri Ólafur Þ. Stephensen, Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is 3,6 L/100KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI C02 ÚTBLÁSTUR AÐEINS 94 g HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL KOSTAR FRÁ KR. Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty Direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð. Bí ll á m yn d: H on da C ivi c 1 .6 i-D TE C E xe cu tiv e. 3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km Utanbæjar akstur Blandaður akstur Innanbæjar akstur CO2 útblástur 94 g/km Komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth Dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts. Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 www.honda.is HONDA CIVIC 1.4 BENSÍN - BEINSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.490.000 HONDA CIVIC 1.8 BENSÍN - SJÁLFSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.840.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.