Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 47
PÍRATINN „Ég er lítið fyrir hefðir og storka og pönkast í hinu hefðbundna. Ég er meira fyrir góða hluti sem virka.“ SUNGIÐ Í HÖRPU Söngurinn verður allsráðandi í Hörpu á morgun kl. 15 þegar Landssamband blandaðra kóra efnir til hátíðar í tilefni 75 ára afmælis. Um 850 kórsöngvarar syngja á hátíðartónleikum í Eldborg. Allir kórar sameinast í þjóðsöngnum og fjórum perlum íslenskra kórbókmennta og tónleikagestir syngja með! Þegar ég æfði fimleika var ég svo stirðbusalegur að ég gat aldrei farið í spíkat. Því hef ég heldur aldrei komist í lótusstellinguna,“ segir Jón Þór sem byrjar helgarfríið á hugleiðslu, eins og flesta aðra daga. „Hugleiðsla gefur mér frið, sátt og hjálp við að fara ekki á hraðferð í gegnum lífið. Hún gerir mann einnig víðsýnni svo maður taki betur eftir heildarmyndinni.“ Jón Þór segist í seinni tíð vera orðinn heimakær um helgar og að hann haldi hvíldardaginn heilagan. „Ég er búinn að rasa út og hljóp af mér hornin um allan heim á þrítugsaldrinum. Þá ferðaðist ég mikið; fór landleiðina frá Katmandú til Kaíró í gegnum Indland, Pakistan, Sýrland og Jórdaníu, Indókínahringinn, til Perú og drap niður fæti hér og þar í Bandaríkjunum og Evrópu. Ég vann alltaf í malbiki á sumrin og þénaði svo vel að sumarhýran dugði til langra ferðalaga á veturna enda krónan mun sterkari þá, sem öllu munaði,“ segir Jón Þór sem ungur smitaðist af ferðabakteríunni. „Á ferðalögunum þóttist ég reyna að finna sjálfan mig en áttaði mig á að maður finnur sig ekki úti í heimi frekar en heima. Maður hittir fyrir sjálfan sig í sér sjálfum. Ég lærði þó að hugleiða sem nýtist mér enn í dag,“ segir Jón Þór brosmildur. FANN ÁSTINA Í PERÚ Stærsta áhugamál Jóns Þórs er að rækta garðinn sinn og fjölskyldunnar. Eiginkona Jóns Þórs er Zarela Castro auglýsingahönnuður og saman eiga þau þriggja ára dóttur og eins árs son. „Ég fann konuna mína óvænt á internetinu þar sem við spjölluðum saman. Ég var þá alltaf á flakki og ákvað að heimsækja hana í heimalandinu Perú þar sem er sumar þegar hér er vetur. Þá fór svona rosalega vel á með okkur og þegar ég kom aftur út til að vera í sjö mánuði gengum við í hjónaband,“ segir Jón Þór og tekur fram að Zarela kunni betur við kuldann á Íslandi en hann sjálfur sem sé heitsækinn og þrái sól. „Eftir argaþras vikunnar finnst mér gott að hafa það rólegt heima við og þá höng- um við saman eins og órangútanar; förum á róló með börnin, röltum um miðbæinn og tyllum okkur á kaffihús.“ MINNARKISTI, EKKI ANARKISTI Jón Þór hefur vakið athygli fyrir fram- göngu sína á Alþingi þar sem hann hefur meðal annars sett sig upp á móti rót- grónum hefðum. „Ég er lítið fyrir hefðir og storka og pönkast í hinu hefðbundna. Ég er meira fyrir góða hluti sem virka,“ segir Jón BÚINN AÐ RASA ÚT PÖNKARI Jón Þór Ólafsson, alþingismaður og formaður Pírata, segist vera „minnarkisti“ en ekki anarkisti. Hann breytist í órangútan um helgar. FJÖLSKYLDUMAÐUR Jón Þór kynntist eigin- konu sinni á netinu og varð ástfanginn þegar hann heimsótti hana í Perú. MYND/VALLI www.tk.is Laugavegi 178 - Sími. 568 9955 TILBOÐ ÷10% til ÷15% ÞAÐ ER STUTT TIL JÓLA Virka daga 11 -18 Laugardaga 11 -16 O P N U N A R T Í M I ERUM EKKI Í KRINGLUNNI EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178 T ILBOÐSBORÐ 25% TIL 50% AFSLÁTTUR JÓLAVÖRUR OG FLEIRA ÷20% ÷25% LAUGARDAG OG MÁNUDAG NÝTT KORTATÍMABIL Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 17. aprílNæs a námskeið hefst 12. júníNæs a meirapróf byrjar 23. október 2013 Myndlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs myndlistarsjodur.is Myndlistarsjóði er ætlað að stuðla að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis. Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Umsóknarfrestur er 2.desember 2013 kl.17:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.