Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 62
| ATVINNA |
Jötunn Vélar er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á vélum og búnaði tengdum landbúnaði, grænum svæðum og jarðvinnuverktökum.
Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að veita viðskiptavinum sínum góða og hraðvirka þjónustu. Meðal helstu vörumerkja
sem fyrirtækið er innflytjandi að eru: Massey Ferguson, Valtra, Pöttinger, Schaffer og McHale. Auk þess er varahlutaþjónusta við önnur
vörumerki ört vaxandi. Má þar nefna New Holland, Zetor, Case, Steyr, Fendt, Terex, JCB, Ford. Jötunn Vélar eru með starfssöðvar á Selfossi
og Akureyri og mun Reykjavík bætast í hópinn innan skamms. Hjá fyrirtækinu starfa 27 manns.
Hæfniskröfur:
Þann 1. nóvember nk. munu Jötunn Vélar ehf. taka við sem umboðsaðili Toro á Íslandi. Í tilefni
þess munu Jötunn Vélar opna starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Toro er leiðandi
á heimsvísu í framleiðslu á tækjum og búnaði fyrir golfvelli og græn svæði. Fyrirtækið var stofnað
árið 1914 og er stærsti framleiðandi á sínu sviði í heiminum. Aðalstöðvar Toro eru í Bandaríkjunum.
Óskum eftir að ráða starfsmann í varahluta- og viðgerðarþjónustu
með aðsetur í Reykjavík.
Starfssvið:
Umsóknarfrestur er til og með 25. október nk.
Reykjavík
LEIKSKÓLASTJÓRI
Leikskólinn Tjarnarskógur á Egilsstöðum auglýsir eftir
skólastjóra. Á Tjarnarskógi eru um 170 börn á 8 deildum
og tveimur starfsstöðvum, Tjarnarlandi og Skógarlandi.
Tjarnarskógur horfir til fjölgreindarkenninga Gardners í
sínum starfsaðferðum. Gildi skólans eru Gleði, Virðing,
Samvinna og Fagmennska.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn
til að taka þátt í að stjórna og leiða gott faglegt starf í
lýðræðislegu skólaumhverfi. Frumkvæði, góðir
skipulagshæfileikar og samstarfsvilji eru mikilvægir
eiginleikar. Í Tjarnarskógi leggjum við áherslu á
samvinnu, nýtingu mannauðs og skapandi lausnaleit.
Jákvæðni og lipurð í samskiptum eru eiginleikar
sem við metum mikils.
Hæfniskröfur byggja á 10. gr. laga um menntun og
ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla,
grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Reynsla
af stjórnunarstörfum er mikilvægur kostur og fram-
haldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg. Laun skv.
kjarasamningi Félags stjórnenda í leikskólum og
launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Upplýsingar veita Guðný Anna Þóreyjardóttir,
leikskólastjóri, í símum 4700650/4700660 eða á netfanginu
gudnyanna@egilsstadir.is eða Helga Guðmundsdóttir,
fræðslufulltrúi, í síma 4700700 eða á netfanginu
helga@egilsstadir.is.
Umsóknir um stöðuna skulu berast til Fljótsdalshéraðs,
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið
helga@egilsstadir.is í síðasta lagi 28. október nk.
Umsókninni skal fylgja greinargott yfirlit yfir störf
umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau
verkefni sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á
færni hans til að sinna stjórnunarstarfi.
Kerfisstjóri
Grindavíkurbær auglýsir starf kerfisstjóra Grindavíkurbæjar
laust til umsóknar.
Helstu verkefni kerfisstjóra
• Annast daglegan rekstur net-, síma- og tölvukerfis
Grindavíkurbæjar.
• Uppsetning á vél-, hug- og jaðarbúnaði.
• Umsjón með tölvum og öðrum vélbúnaði.
• Notendaumsýsla, stofnun og viðhald notenda.
• Eftirlit með hugbúnaði.
• Umsjón og eftirlit með fjárhagskerfum bæjarins.
• Umsjón með afritun og geymslu rafrænna gagna.
• Innkaup og ráðgjöf vegna vél- og hugbúnaðar fyrir stofnanir
bæjarins.
• Ábyrgð á að tölvudeild sé innan fjárheimilda hverju sinni.
• Almenn ráðgjöf og aðstoð við starfsmenn bæjarins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði upplýsingatækni, svo sem kerfisfræði,
kerfisstjórnun eða sambærilegt.
• MCSA, MCSE eða MCITP vottun æskileg. Haldbær reynsla af
sambærilegu starfi við rekstur tölvukerfa.
• Góð net- og hugbúnaðarþekking og þekking á vélbúnaði. Góð
þekking á helstu stýrikerfum. Þekking á SQL server, Exchange
server, Windows o.fl
Lögð er áhersla á frumkvæði í starfi, skipulagshæfni, sveigjan-
leika sem og afbragðs þjónustulund, og færni í mannlegum
samskiptum.
Kerfisstjóri hefur starfsaðstöðu á bæjarskrifstofu
Grindavíkurbæjar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja og þarf
umsækjandi helst að geta hafið störf 1. desember 2013.
Grindavíkurbær er um 2.900 íbúa samfélag í næsta
nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Í Grindavík er lögð áhersla á
fjölskylduvænt umhverfi, íþróttastarf og heilsueflingu í skóla og
leikskóla. Starfsmenn Grindavíkurbæjar eru um 170, en bærinn
býður upp á alla helstu opinbera þjónustu. Starfsmenn
Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er
eftir í starfsemi bæjarins: jafnræði, jákvæðni, þekking,
framsækni og traust.
Umsóknarfrestur er til og með 25. október nk.
Umsókn skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um menntun og
starfsferil.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar merkt
„Kerfisstjóri“ eða í netfangið jont@grindavik.is.
Nánari upplýsingar um starfið gefur kerfisstjóri Grindavíkurbæ-
jar, í síma 660-7326 eða í tölvupósti: tolvudeildin@grindavik.is,
Jón Þórisson
sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
19. október 2013 LAUGARDAGUR12