Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 50
FÓLK| | FÓLK | HELGIN4
3-4 Á DAG
Hér á landi verða
á milli 1400 og
1500 beinbrot
vegna beinþynn-
ingar á ári eða um
þrjú til fjögur á dag.
Áhættan eykst
með aldrinum.
Í tilefni af alþjóðlega beinverndar-deginum undirrituðu Beinvernd og Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins
nýjan starfssamning til tveggja ára en
samstarf þessara tveggja aðila nær
aftur til ársins 1999. Þá gáfu íslenskir
kúabændur Beinvernd nýjan færanlegan
beinþéttnimæli sem er ætlað að efla til
muna forvarnarstarf gegn beinþynningu
á landsvísu. „Við höfum haft samband
við heilsugæslur í landinu og falast
eftir samstarfi við þær. Hugmyndin er
að við lánum þeim beinþéttnimælinn
í ákveðinn tíma í senn þannig að þær
geti boðið upp á beinþéttnimælingu og
verið með fræðslu um beinvernd í leið-
inni,“ segir Halldóra Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Beinverndar. Hún bendir
á að Beinvernd geti útvegað fræðsluefni
ef á þarf að halda.
Halldóra segir mikilvægt að greina
sjúkdóminn í tíma. Á Íslandi séu hins
vegar aðeins þrír stórir beinþéttnimæl-
ar sem greina beinþynningu. „Það þurfa
ekki allir að fara í svona mikla grein-
ingu og því er gott að hafa minna tæki
og færanlegt eins og þetta, sérstaklega
fyrir landsbyggðina,“ segir Halldóra en
þannig geti fólk kannað hættuna á því
að fá beinþynningu og fengið viðeigandi
fræðslu. Halldóra á von á góðum við-
brögðum frá heilsugæslunni. „Ég hef
þegar fengið nokkur svör og eftirvænt-
ingin er talsverð. Raunar höfum við gert
þetta áður með mæli sem við áttum
en hann er úr sér genginn,“ segir hún.
Nokkrir staðir á landsbyggðinni hafa
því boðið upp á beinþéttnimælingu með
góðum árangri í gegnum tíðina en nú
er stefnan að starfið verði markvisst og
um allt land.
Á sjálfan beinverndardaginn verður
opnaður nýuppfærður vefur á www.
beinvernd.is. „Þar verður að finna
mikinn fróðleik auk þess sem síðan
verður nú mun aðgengilegri, til dæmis í
síma,“ segir Halldóra, en boðið verður
upp á ýmsar nýjungar. Þar má nefna
Beinaskólann sem verður settur í gang
á næstu dögum. „Þar verður að finna
efni sem ÍSÍ hefur samþykkt að nota í
fræðslu fyrir íþróttaþjálfara, til dæmis
glærur, texta og upptöku með fyrirlestri.
Þá er hægt að búa til próf þannig að fólk
geti kannað þekkingu sína,“ lýsir Hall-
dóra. Ef vel gengur stendur til að gera
svipað fyrir heilbrigðisstarfsmenn.
Beinvernd er einnig virk á Facebook
þar sem birtar eru fréttir og fróðleikur.
Þá er í gangi herferð þar sem fólk getur
skráð nafn og netfang og fengið rafrænt
fréttabréf ársfjórðungslega.
BERJAST GEGN
BEINÞYNNINGU
HEILSA Alþjóðlegi beinverndardagurinn er á morgun, 20. október. Þá mun
Beinvernd opna nýuppfærðan vef en fram undan er markvisst samstarf við
heilsugæslur um greiningu og fræðslu um beinþynningu.
FRAMKVÆMDA-
STJÓRI Halldóra segir
nýja beinþéttnimælinn
koma að góðum notum.
HVERJUM HENTAR
GARNIER PURE?
… bólur og óhrein húð
Garnier
FYRIR UNG
HVERJUM HENTAR
BB ANTI SHINE?
AUGNHREINSIR
HVERJUM HENTAR
GARNIER PURE ACTIVE?
798.-
1.098.-
1.198.-
1.498.-
Hlaðið næringefnum og orku fyrir frumurnar
Eykur blóðflæði og súrefnismettun í blóðinu um allan líkama
og gefur vernd gegn ótímabærri öldrun í frumum. Brokkoli
inniheldur Sulforahane og rauðrófur innihalda Nitric Oxide.
Styrkir ónæmiskerfið, heilsubætandi og hreinsar frumurnar.
Gefur mikla orku, eykur enduheimt, getu og úthald. Gefur
langa blóðsykurjöfnun og vellíðan.
INNIHALD ER 50%:
BROKKOLI
OG RAUÐRÓFUR
+ GULRÆTUR, SPÍNAT,
KÁL, STEINSELJA
Orkuskot náttúrunnar
Inntaka 30 mín fyrir æfingar eða vinnu
– mikill upptaka á næringaefnum.
40 daga skammtur.
Fæst í helstu heilsubúðum, Lyfju, Hagkaup og Krónunni.