Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 106
19. október 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 70 Auk tombólunnar verð- ur létt dagskrá í boði. „Friðrik Dór ætlar að troða upp eftir tom- bóluna með þekktum slögurum. Svo verðum við með ekta límónaði til sölu á 200 krónur,“ segir Gabríel. „Við hvetjum ykkur ein- dregið til þess að leggja þessu starfi lið með því að vera dugleg að koma með dót til að selja og vera dugleg að kaupa!“ segir Gabríel að lokum. Tombólan hefst klukkan 14.30. - ósk Þeir Gabríel Þór Gíslason og Daníel Ólafsson standa fyrir risatombólu í Vesturbænum í dag til styrktar Kattholti. Tombólan verður haldin fyrir utan Mela- búðina og þar ætla þeir að bjóða upp varning við allra hæfi. „Eitt af markmiðum okkar í meistaramánuði er að gera eitt- hvað eftirminnilegt sem við getum brosað yfir í ellinni,“ segir Gabríel. „Ég hugsa að þetta verði eftirminnilegt!“ bætir hann við léttur í bragði. „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Nú síðast bætt- ist Páll Óskar í hóp þeirra sem ætla að gefa hluti til þess að selja til styrktar Kattholti,“ segir Gabríel jafnframt. Ásamt Páli Óskari hafa þau Sigríður Klingenberg, Ingvar Kale, Ragga Ragnarsdóttir sundkona og Sölvi Tryggvason gefið eitt- hvað af eigum sínum til þess að selja á tombólunni þannig að það er ljóst að það verður úr nægu að velja. Það lætur eng- inn heilvita maður þetta fram hjá sér fara,“ segir Gabríel. Þátttakendur njóta lífsins betur Meistaramánuður er heilsu- og lífs- stílsátak sem fer fram í október. Markmið átaksins er að þátttakend- ur vakni fyrr á morgnana, neyti ekki áfengis og hreyfi sig vel ásamt því að njóta lífsins betur en aðra daga. Markmiðin geta verið stór sem smá; frá því að taka sér tak í ræktinni eða láta gott af sér leiða. „Þetta er níunda árið sem Ást- arvikan fer fram, en hún var reyndar ekki haldin síðustu tvö ár,“ segir Pálína Jóhannsdótt- ir, framkvæmdastjóri Ástarvik- unnar. Bæjarhátíðin hefur staðið yfir alla vikuna og lýkur henni í dag. Markmið Ástarvikunnar er að fjölga íbúum bæjarins og eru ýmsir viðburðir skipulagðir til að kveikja ástarbálið hjá íbúum í bænum. Stofnandi Ástarvikunnar er Soffía Vagnsdóttir og var hún fyrst haldin árið 2004. Fyrsta afkvæmi Ástarvikunn- ar, Viktoría Anna Reimarsdótt- ir, kom í heiminn í maímánuði árið 2005. „Síðasta vor komu svo í heiminn tvö börn sem má rekja til ástarvikunnar, þannig að þetta gengur vel,“ bætir Pálína við. Hver fjölskylda bæjarins fékk í hendurnar Ástarvikupoka frá Vélvirkjanum og þar var meðal annars að finna sjö miða, einn fyrir hvern dag vikunnar. Á hverjum miða voru kærleiksskila- boð sem eiga að hjálpa til við að ýta undir kærleikann og ástina. Ástarvikubörnin voru heiðruð á setningu Ástarvikunnar en setn- ingin endaði með því að tendruð voru friðarkerti sem mynduðu stórt hjarta. Alls kyns viðburðir hafa farið fram í vikunni eins og örnám- skeið í spænsku og parakeppni í ýmsum líkamsræktargreinum. Þá eru fram undan viðburðir líkt og bjórkynning, ástarvikusund og ástarvikubíó. „Lokahnykkurinn er svo ball sem fram fer í kvöld,“ bætir Pálína við að lokum. - glp Bolvíkingar elskast og fj ölga sér Ástarvikan fer nú fram í Bolungarvík en tilgangurinn er að fj ölga bæjarbúum. FJÖLSKYLDAN SAMAN Pálína Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Ástarvikunnar, ásamt fjölskyldu sinni við setningu hátíðarinnar. MYND/BJARKI FRIÐBERGSSON FRIÐARHJARTA Friðarkerti mynda hjarta við setningu Ástarvikunnar. Bjóða upp föt af Páli Óskari og Siggu Kling Gabríel Þór Gíslason og Daníel Ólafsson standa fyrir tombólu til styrktar Kattholti. KATTAVINIR Gabríel Þór Gíslason og Daníel Ólafsson eru með óvenjulegt markmið í Meistaramánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Útgáfudagur hefur verið ákveð- inn fyrir aðra plötu rokktríósins The Vintage Caravan, Voyage, hjá Nu clear Blast. Platan kemur út 10. janúar um víða veröld og verður hún einnig gefin út á vínyl. Stutt er síðan hljómsveitin samdi við Nuclear Blast, sem er stærsta sjálfstæða þungarokksútgáfa í heimi. Búast má við umfangsmik- illi tónleikaferð erlendis hjá The Vintage Caravan til að fylgja plöt- unni eftir. Einnig hefur verið stað- fest að rokkararnir spila á hátíðinni Eistnaflugi í júlí á næsta ári. Voyage í janúar The Vintage Caravan gefur út hjá Nuclear Blast. THE VINTAGE CARAVAN Platan Voy- age kemur út á vegum Nuclear Blast í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VÖRULISTINN HAUST/VETUR 2013 ER KOMINN ÚT FLETTU HONUM Á WWW.SPEEDO.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.