Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 88
19. október 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 52
TEIKNAR ÞÚ
FLOTTAR
MYNDIR?
Sendu okkur myndina þína í pósti til
Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is
Heilabrot
Bragi Halldórsson
66
Hvað heitirðu fullu nafni og
hvað ertu gömul? Gloría Karls-
dóttir. Við Gói erum samt ekki
systkini þó að hann sé Karlsson.
Ég er 31 árs.
Hvernig kynntist þú Góa? Ég
kynntist Góa þegar hann kom
að vinna í leikhúsinu í Stundinni
okkar þar sem ég er húsvörður,
tæknistjóri, hvíslari, búninga-
kona og, já, ég sé voða mikið
um allt sem fellur til.
Er gaman að vinna með Góa?
Það er frábært að vinna með
Góa! Hann er svo skemmtilegur
og hugmyndaríkur og alltaf að
hvetja mig og alla áfram. Hann
er frábær samstarfsfélagi og
ótrúlega góður vinur.
Getur allt gerst í leikhúsinu í
Stundinni okkar? Ójá, það getur
sko allt gerst, það er nákvæm-
lega það sem ég elska við leik-
húsið, allt getur gerst!
Hvað er skemmtilegast við að
vera í Stundinni okkar? Það
eru klárlega töfrar leikhússins,
brúðurnar frábæru, að vinna
með Góa, fá að stökkva í alls
konar búninga, vera alls konar
persónur og segja sögur á leik-
sviðinu.
Horfðir þú á Stundina okkar
þegar þú varst lítil? Já, ég
horfði alltaf á Stundina okkar.
Mér fannst Jólastundin okkar
alltaf skemmtilegust og hún
hefur alltaf verið stór hluti af
jólunum hjá mér.
Gerirðu oft gloríur? Auðvitað.
Það gera allir gloríur einhvern
tímann, er það ekki? Í starfi
mínu sem húsvörður, tækni-
stjóri, hvíslari, búningakona,
leikmyndahönnuður og leik-
munavörður ásamt fleiru í leik-
húsinu í Stundinni okkar er það
stundum þannig að Gloría þarf
að koma og redda málunum ef
einhver gerir gloríu.
Hver er skemmtilegasta brúð-
an í Stundinni okkar? Ég held
svei mér þá að ég geti ekki gert
upp á milli þeirra, þær eru allar
svo skemmtilegar á sinn hátt!
En ef ég verð að velja eina þá
er Skúli Kári í miklu uppáhaldi,
hann er svo mikið krútt.
Heldurðu að íslenska landsliðið
komist á HM í fótbolta? Auð-
vitað! Áfram Ísland!
það getur allt gerst í
Stundinni okkar
Gloría Karlsdóttir er húsvörður, tæknistjóri, hvíslari, búningakona og fl eira í
leikhúsinu í Stundinni okkar. Henni fi nnst frábært að vinna með Góa.
ÞÚSUNDÞJALASMIÐUR Gloría þarf stundum að koma og redda málunum ef einhver gerir gloríur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Hvers vegna lakka fílarnir táneglurnar rauðar?
- Til þess að þeir sjáist ekki innan um jarðarberin.
„Þjónn, það er fluga í súpunni minni.“
„Já, en hún kostar ekkert aukalega.“
„Þú hefur augun hennar mömmu þinnar og nefið hans pabba
þíns,“ sagði frænkan.
„Já, og buxurnar hans bróður míns,“ sagði barnið.
Hvers vegna fara Hafnfirðingar alltaf með stiga út í búð?
- Vegna þess að verðið er svo hátt.
Í sumarklæðum
Lilja Sól Andersen, tíu ára frá Hafnarfirði,
sendi okkur þessa skemmtilegu mynd.