Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 94
19. október 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 58TÍMAMÓT
Innilegar þakkir sendum við til allra þeirra
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR GUÐBJARGAR
TRYGGVADÓTTUR
Ólu frá Glerárbakka
Lindasíðu 4, Akureyri.
Guðlaug Ósk Guðjónsdóttir Birgir Skjóldal
Guðmundur Karl Guðjónsson Sigrún Guðmundsdóttir
Ásmundur Jónas Guðjónsson Helga María Stefánsdóttir
Valborg Inga Guðjónsdóttir Guðjón Páll Jóhannsson
Tryggvi Stefán Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
GUÐFINNU STEINSDÓTTUR
Skessugili 7, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
á dvalarheimilinu Hlíð.
Júlíus Gunnlaugsson
og fjölskylda.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
www.kvedja.is
Okkar ástkæra eiginkona,
dóttir, móðir, tengdamóðir og amma,
KRISTRÚN O. STEPHENSEN
kennari,
Skipalóni 24, Hafnarfirði,
lést laugardaginn 12. október. Útför verður
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 21. október kl. 15.00.
Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess.
Guðlaugur Sigurðsson
Soffía Kristbjörnsdóttir
Soffía Dögg Halldórsdóttir Daði Friðriksson
Halla Dóra Halldórsdóttir Bjarni Adolfsson
barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur.
„Ég er búin að vera steinliggjandi í
svæsinni flensu alla síðustu viku uppi
í sumarbústað. Það er alveg eins hægt
að liggja þar og heima hjá sér,“ segir
Súsanna Svavarsdóttir sem verður sex-
tug á morgun, sunnudaginn 20. októ-
ber. Hún tekur þó fram að veikindin
hafi ekki breytt miklu varðandi áætl-
anir um sérstakan fögnuð í tilefni stór-
afmælisins. „Ég nenni ekki að halda
veislu og ætla bara að snæða kvöld-
verð með fjölskyldunni. Ég býst ekki
við neinum óvæntum uppákomum og
óska heldur ekki eftir þeim.“
Á árum áður var Súsanna áberandi í
íslenskum fjölmiðlum og víðar, en hún
gegndi meðal annars starfi menning-
arritstjóra Morgunblaðsins um árabil,
auk þess að sjá um þætti í sjónvarpi
og útvarpi og skrifa bækur. Síðustu
árin hefur hún meira og minna starf-
að sjálfstætt við ritstjórn og þýðingar
fyrir hinar ýmsu útgáfur. „Ég hef kom-
ist upp með að vera „frílans“ síðan í
kringum 1995 og finnst það æðislegt.
Svona fyrirkomulag krefst aga en ég
ræð sjálf hvaða verkefni ég tek að
mér og það er enginn sem skipar mér
fyrir,“ segir Súsanna og bætir við að
hún sakni ekki hamagangsins á fjöl-
miðlunum. „Það er yfirgengilega langt
frá því að mig langi aftur í fjölmiðla-
harkið. Ég hætti vegna þess að ég var
komin með leið á því.“
Súsanna segir sextugsafmælið leggj-
ast vel í sig en segir engin tímamót
þurfa til að líta um öxl og skoða far-
inn veg. „Líf mitt hefur verið háð svo
miklum breytingum að ég hef varla
gert annað en að endurmeta tilveruna
alla ævi. Þetta hefur verið skemmti-
legt ferli, skrautlegt og stundum erf-
itt, og það er yndislegt að fá að verða
svona gömul. Ég á stóra fjölskyldu og
fullt af barnabörnum og finnst miklu
skemmtilegra að vera gömul en ung.
Mér þótti aldrei neitt sérstaklega
gaman að vera ung,“ útskýrir hún.
Spurð um eftirminnilegasta afmæl-
isdaginn sinn nefnir Súsanna dag-
inn sem hún varð þrítug. „Þá var ég
í Háskólanum, varamaður í Stúdenta-
ráði og í stjórn Stúdentaleikhússins
og ætlaði að halda snyrtilega veislu
á föstudagskvöldi. Partíið stóð í þrjá
sólarhringa, megnið af fólkinu úr stúd-
entapólitíkinni og leiklistinni mætti og
einhvern veginn tókst að koma þess-
um fjölda fyrir í fjörutíu fermetra
kjallara íbúð.“ kjartan@frettabladid.is
Þrítugsafmælið entist
í þrjá heila sólarhringa
Súsanna Svavarsdóttir, ritstjóri og þýðandi, verður sextug á morgun. Hún hefur starfað
sjálfstætt síðustu átján árin og segist ekki sakna hamagangsins á íslenskum fj ölmiðlum.
Á þessum degi árið 1971 féllu útsend-
ingar Ríkissjónvarpsins alfarið niður
þegar nær allir starfsmenn sjónvarps,
um 80 manns, tilkynntu veikindi. Aðeins
fjórir starfsmenn mættu til starfa:
framkvæmdastjóri, yfirverkfræðingur,
skrifstofustjóri og húsvörður sjónvarpsins.
Framkvæmdastjórinn, Pétur Guðfinns-
son, sagði í viðtali við Morgunblaðið að
í engu tilfelli hefði verið um alvarleg
veikindi að ræða en blaðið sagðist hafa
heimildir fyrir því að fjarveran stafaði af
óánægju starfsmanna með launakjör sín
eftir samninga opinberra starfsmanna í
desember árinu áður. Þá hafði starfsfólk
mótmælt kjörum sínum og í kjölfarið var
komið á launanefnd sjónvarpsins.
Pétur sagði að honum þætti verra að
bregðast áhorfendum en að missa af
auglýsingatekjum.
Að kvöldi sama dags sendi útvarpsstjóri
starfsmönnum sjónvarps skeyti þar sem
óskað var eftir læknisvottorði til stað-
festingar á veikindum.
ÞETTA GERÐIST: 19. OKTÓBER 1971
Starfsmenn tilkynna veikindi
SEXTUG Súsanna Svavarsdóttir býst ekki við neinum óvæntum uppákomum á afmælisdaginn og óskar heldur ekki eftir þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON