Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjagjafir LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 20134
Við stílum alltaf inn á að vera með það nýjasta og ferskasta hverju sinni,“ segir Rúnar Gísla-son matreiðslumaður. „Við bjóðum gjafakörf-
ur með alls kyns sælkeravörum sem við framleiðum.
Við viljum bjóða öðruvísi vöru og leggjum áherslu á
það sem okkur sjálfum finnst gott. Þetta eru vörur fyrir
matgæðinga, þá sem kunna að njóta góðs matar,“ segir
Rúnar.
„Meðal þess sem við vinnum er rauðlaukssulta,
cumberlandsósa, villibráðarpaté, heitreykt gæs, graf-
lax og graflaxsósa, auk margs annars. Þá er hægt að fá
alls kyns osta með í körfurnar og áfengi sé þess óskað.
Þetta eru allt fyrsta flokks vörur sem við bjóðum einnig
í veisluþjónustunni okkar. Varan er handunnin, ekki
fjöldaframleidd, við leggjum alúð við vinnuna og
framleiðum einungis gæðavöru,“ útskýrir Rúnar. „Gja-
fakarfa frá okkur er vegleg gjöf.“
Gjafakörfur frá Kokkunum hafa verið gríðarlega
vinsælar til jólagjafa hjá fyrirtækjum og stærsta ein-
staka pöntunin í fyrra var tæplega 400 körfur. Hægt er
að fá þær í níu stærðum. „Við bjóðum bæði staðlaðar
körfur sem við höfum valið vörur í en einnig getur fólk
pantað sérkörfur eftir eigin smekk.
Við höfum fengið símtöl eftir jólin þar sem fólk hefur
hrósað okkur fyrir gjafakörfuna, enda hefur það getað
haft smáréttaveislu á jólum. Við setjum miða með í
körfuna til að upplýsa fólk um veisluna sem leynist í
körfunni. Á miðanum fær fólk upplýsingar um hvað
passar best saman og hvernig á að setja upp smárétt-
aveislu. Það er mjög skemmtilegt að setja óvænt upp
slíka veislu um jólin,“ segir Rúnar enn fremur. „Við
erum búnir að vera með þetta fyrirtæki lengi og boðið
gjafakörfur í tíu ár, reynslan hefur
kennt okkur hvað fólk vill.“
Hægt er að kaupa eina gjafakörfu
eða mörg hundruð. Það verður þó
alltaf að panta gjafakörfuna með
nokkurra daga fyrirvara. Hægt er að
skoða hvað er í boði á heimasíð-
unni kokkarnir.is og panta í
síma 511 4466.
Gjafakörfur fyrir alvöru sælkera
Kokkarnir veisluþjónusta hafa skapað sér sérstöðu í gjafakörfum með því að framleiða mestalla vöruna sjálfir. Með því geta þeir
boðið handunna gæðavöru. Meðal annars má nefna rauðlaukssultu, cumberlandsósu, heitreykta gæs og graflax.
Lúxusgjafakarfa sem inniheldur
sælkeramat. Ekki er amalegt að
setja óvænt upp smárétta veislu
um jólin.
Rúnar Gíslason
matreiðslumaður
hefur verið með
Kokkana í tíu ár
en gjafakörfur
frá fyrirtækinu
eru gríðarlega
vinsælar.
MYNDIR/DANÍEL
Þurrkað kjöt.
Kokkarnir
vinna allt frá
grunni og
leggja áherslu
á gæði og
vönduð
vinnubrögð.
„Haugen-Gruppen flytur inn og selur léttvín frá
öllum helstu vínræktarsvæðum heimsins. Frá
Evrópu erum við með vín frá öllum
helstu héruðum Frakklands, Spán-
ar og Ítalíu, auk vína frá Portúgal og
Austurríki,“ segir Eva Björk Sveins-
dóttir vörumerkjastjóri og bætir
við að Haugen-Gruppen flytji einn-
ig inn vín frá Síle, Argentínu, Suð-
ur-Afríku, Nýja-Sjálandi og Ástr-
alíu. „Við leggjum mikla áherslu á
að bjóða fjölbreytt úrval léttvína í
öllum verðflokkum,“ segir hún.
Við val á jólagjöfum eru vínsér-
fræðingar Haugen-Gruppen fólki
innan handar og geta aðstoðað
við val á hentugu víni hvort sem
það er til starfsmanna, við-
skiptavina eða vina og vanda-
manna. „Við getum jafn-
framt haft milligöngu með
afgreiðslu í gegnum vínbúð-
ina og afhent vínið pakkað
í einnar, tveggja, þriggja og
sex flösku gjafakassa allt eftir
því hvers fólk óskar.“
Til að fá nánari upplýsing-
ar um þjónustuna og úrval
vína má hafa samband í
gegnum pontun@haugen.is
eða í síma 580-3800. Vöruúr-
valið er einnig að finna á vef-
síðunni www.haugen.is.
Léttvín eru æði misjöfn, sum eru létt, önnur þung, sum fara vel með kjöti og önnur fiski. Því er gott að fá aðstoð sérfræðinga við valið á þeim.
K
í t
K
í t
Sælla er að gefa en þiggja
Léttvín eru vinsæl jólagjöf hvort sem er til starfsmanna, viðskiptavina, vina eða vandamanna. Vínsérfræðingar Haugen-Gruppen
geta aðstoðað fólk við valið.