Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 19. október 2013 | HELGIN | 29 jákvæðar hliðar þess að flytja raf- orku um sæstreng og við þurfum að skoða betur hvaða tekjur þetta getur skapað fyrir Ísland. Það verður engin ákvörðun tekin um sæstreng næstu tvö til þrjú ár en á þeim tíma viljum við afla upplýs- inga svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið,“ segir Björgvin. Fyrirtæki og heimili Björgvin segir að ýmsar efasemd- ir séu á lofti, t.d. að ótækt sé að íslenskt rafmagn knýi álver í Bret- landi. „Það kemur ekki til greina. Ástæðan er sú að ef strengurinn bilar, sem er raunverulegur mögu- leiki, þá getur tekið nokkrar vikur að gera við hann. Álver þolir orku- fall í þrjár til fjórar klukkustundir. Orkufrekur iðnaður sem þarf 100% trausta grunnorku mun því áfram koma til Íslands þar sem sæstreng- ur getur ekki tryggt honum það afhendingaröryggi sem þarf.“ Nú virðist minni ástæða til að hafa áhyggjur af stórhækkuðu orkuverði til heimila. Heitt vatn kyndir rúmlega 90% heimila á Íslandi sem er einstakt. Í Noregi er til dæmis mun stærra hlutfall með rafkyndingu en íslensk heim- ili nýta aðeins fimm prósent raf- orkunnar sem er unnin hérlendis. Ásgeir Jónsson, lektor í hag- fræði og efnahagsráðgjafi Gamma, vann skýrslu um áhrif sæstrengs á afkomu íslenskra heimila. Niður- staða hans var að verð til heimila yrði áfram lágt og jafnvel óbreytt. Er þar vísað til þess að stjórn- völdum er í lófa lagið að niður- greiða rafmagn til þeirra um það bil níu þúsund heimila sem kynda með rafmagni. Eins segir Ásgeir það auðvelt að endurdreifa hagn- aði orkufyrirtækja til heimila; til dæmis mætti tryggja óbreytt raf- orkuverð, lækka skatta eða greiða þeim út arð í einhverju öðru formi. Hver borgar? Ein af stóru spurningunum er varða raforkustrenginn er hver stendur undir þessari risafjárfest- ingu. Stutta svarið hlýtur að vera að erlendir aðilar verði að koma með fjármagnið til framkvæmda. Það er vandséð að Ísland geti stað- ið undir því eitt og sér. Það hlýt- ur hins vegar að vera aðalhags- munamálið að ávinningurinn falli að sem stærstu leyti Íslendingum í skaut. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands bendir á að þó svo sé þurfi að ráðast í verulegar fjárfestingar innanlands; í virkjunum, umbreyti- stöðvum og ekki síst í flutnings- kerfinu sem þarf mikla yfirhaln- ingu eigi hugmyndirnar að verða að veruleika. Pétur Stefánsson, framkvæmdastjóri UK Trade & Investment á Íslandi, segir Breta tilbúna til samstarfs og reiðubúna til að verja umtalsverðu fé til rann- sókna. „Ég veit að langstærsti hluti þessarar fjárfestingar verð- ur erlend. Menn vilja samt hafa íslenska aðkomu að því til þess að tryggja að hagsmunir Íslend- inga séu að þetta sé í lagi. Þá má ímynda sér tryggingu fyrir því að það sé ekki pólitísk ákvörðun að skrúfa fyrir rafmagnsflæðið. Annars staðar er algengt að skipt- ingin sé 50/50, t.d. þar sem Natio- nal Grid [breska Landsnet] hefur tengst Hollandi (TenneT). En þessi netverk eru mjög sterk fjár- hagslega og vitað mál að Landsnet á enga möguleika á að fjárfesta fyrir 200 milljarða eða þeim mun meira í helmingaskiptafjármögnun á sæstreng. Menn gera sér engar grillur um slíkt. En áður en að slíku kemur þarf pólitíska ákvörð- un um framhaldið og þá fyrst fara menn að tala um fjárfestingar.“ Pétur segir að margir fjárfest- ar komi til greina. National Grid kemur til greina, enda risafyrir- tæki. Það gæti líka verið að Lands- net og National Grid vildu aðeins vera rekstraraðilinn en þriðji aðili kæmi inn með fjármagnið til að borga framkvæmdirnar. „Það kemur í ljós ef og þegar menn bjóða út verkefnið á grunni þess að það sé hagkvæmt. En það eru sannarlega til aðilar í heim- inum sem eru boðnir og búnir til að fjármagna svona framkvæmd, enda væri um stöðuga ávöxtun til langs tíma að ræða. Svona verkefni eru til dæmis spennandi fyrir líf- eyrissjóði sem eru að leita að slíkri ávöxtun í takti við skyldur við sína umbjóðendur. En þetta er verkefni sem mun kosta um mörg hundruð milljarða. Því er flækjustigið afar mikið,“ segir Pétur. Lykilspurning Helsta spurning þeirra sem bera náttúruna fyrir brjósti er hvort sæstrengur þýði ekki stórfelldar virkjunarframkvæmdir. „Við skulum vera alveg heiðar- leg með að það þyrfti að virkja en hversu mikið er of snemmt að segja,“ segir Björgvin. „Þetta er hvergi nærri því magni sem fólk gæti haft á tilfinningunni. Meiri- hluti orkunnar sem færi á streng- inn getur komið úr núverandi virkjunum, með stækkunum og bættri nýtingu vatnsorkunnar og svo opnast tækifæri fyrir smáar bændavirkjanir og vindmyllur sem geta ekki staðið undir stóriðnaði hérlendis. Ákvörðun um hvað á að virkja er sjálfstæð ákvörðun óháð sæstreng og þar verður að líta til Rammaáætlunar og þá orku- kosti sem eru í nýtingarflokki. Og umræðan um umhverfismál er mjög mikilvæg og þarf að fara fram jafnhliða öðru. Landsvirkjun þarf leyfi til þess að skoða þetta nánar og í framhaldinu kynna þjóðinni þetta í smáatriðum þegar þau liggja fyrir,“ segir Björgvin og nefnir eina af tillögum ráðgjafa- hópsins um að Landsnet fái heim- ild til að hefja viðræður, í sam- starfi við Landsvirkjun og eftir atvikum aðra raforkuframleiðend- ur, við viðeigandi aðila í Bretlandi. Meðal annars við bresku orku- stofnunina Ofgem um tengingu flutningskerfanna, viðskiptalíkan og eignarhald sæstrengs. Einnig að fyrirtækin kanni leiðir til fjár- mögnunar á undirbúningsrann- sóknum og hugi að hugsanlegu samstarfsfyrirkomulagi vegna sæstrengsins. „Engar skuldbindingar munu eiga sér stað fyrr en eftir slíkar viðræður og ítarlega kynningu fyrir Íslendingum á niðurstöð- um þeirra. Þær gætu legið fyrir í fyrsta lagi eftir tvö til þrjú ár,“ segir Björgvin. En það eru sannar- lega til aðilar í heiminum sem eru boðn- ir og búnir til að fjármagna svona framkvæmd, enda væri um stöðuga ávöxtun til langs tíma að ræða. Pétur Stefánsson framkvæmdarstjóri UK Trade & Investment á Íslandi Unnið er að fjölda góðra hugmynda og verðugra verkefna í samfélaginu á degi hverjum. EFLA verkfræðistofa hefur í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins stofnað samfélagssjóð, sem leitar að málefnum til að styðja. Umsóknir þurfa að berast sjóðnum fyrir 10. nóvember næstkomandi. Allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar vegna umsókna má finna á efla.is. E F L A H F. 4 1 2 6 0 0 0 Samfélagssjóður EFLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.