Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 101
LAUGARDAGUR 19. október 2013 | MENNING | 65
BÆKUR ★★ ★★★
Náttúruleg skáldaga
Georgi Gospodinov.
ÞÝÐING: AÐALSTEINN ÁSBERG
SIGURÐSSON.
DIMMA
Búlgarskar bókmenntir eru líklega
fáum íslenskum lesendum vel kunn-
ar. Við fyrstu athugun virðist saga
þeirra þó eiga ýmislegt sameigin-
legt með okkar eigin bókmennta-
sögu: gullöld á miðöldum með
líflegri handritamenningu, endur-
reisn á nítjándu öld og eitt Nóbel-
skáld, þótt Elias Canetti hafi raunar
flust frá Búlgaríu sex ára gamall og
skrifað á þýsku. Að frátöldum þýð-
ingum á Canetti sé ég ekki betur
en Náttúruleg skáldsaga sé fyrsta
bókin sem þýdd er á íslensku eftir
búlgarskan höfund og sú alfyrsta
sem skrifuð er á búlgörsku. Það eitt
ætti að nægja til að vekja forvitni
lesenda.
Náttúruleg skáldsaga kom fyrst
út fyrir fjórtán árum þegar póst-
módernisminn var á lokametr-
unum sem tískustefna í vestræn-
um bókmenntum. Þetta leynir sér
ekki og margt er kunnuglegt við
bæði aðferð sögunnar og efnistök.
Hún er brotakennd, sjálfsvísandi
og uppfull af tilvitnunum í aðrar
skáldsögur og ýmiss konar fræði.
Einhvers staðar í þessu kraðaki er
sögð saga, sem kannski er af sögu-
manni sjálfum, kannski saga annars
manns sem hann hefur eignað sér,
af manni sem er nýskilinn við kon-
una sína vegna þess að hún er ólétt
eftir annan mann. Hann er rithöf-
undur og reynir að skrifa skáldsögu.
Þannig kallast sagan um hjónaband-
ið annars vegar og sagan um tilurð
sögunnar á með spurningum um
uppruna og feðrun.
Brotin sem umlykja þessa sögu
eru af margvíslegu tagi, sögumaður
fer mikinn í klósett og kúk og piss
húmor sem hann tengir við sögu,
menningu og tungumál á marg-
víslegan, stundum snjallan, hátt.
Hér eru líka vangaveltur um form
skáldsögunnar og mikil súpa af til-
vísunum í heimsbókmenntirnar.
Náttúruleg skáldsaga er á köflum
bráðsnjöll og skemmtileg, það eru
í henni óvæntir snúningar á hefð-
bundið skáldsöguform, en margt í
henni virkar líka kunnuglegt þótt
það hafi kannski verið ferskt og nýtt
í sínu samhengi á sínum tíma.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
þýðir bókina úr dönsku og ensku. Á
stöku stað má sjá þessi tvö frummál
gægjast fram í textanum, setningar
með ensku- eða dönskulegri orðaröð
svo dæmi sé tekið. Að öðru leyti er
texti bókarinnar vandaður og stund-
um reynir á þýðandann, t.d. í þýð-
ingu á spakmælum, raunverulegum
og tilbúnum og margþættum tilvís-
unum í allar áttir. Jón Yngvi Jóhannsson
NIÐURSTAÐA: Forvitnileg búlgörsk
skáldsaga sem kemur stundum á
óvart en ekki nógu oft.
Kunnugleg aðferð, óvæntar uppákomur
GEORGI GOSPODINOV Náttúruleg
skáldsaga er fyrsta bók Gospodinovs
sem þýdd er á íslensku.
Kvikmyndin Venjulegur fasismi í
leikstjórn Mikhaíls Romm verður
á dagskrá Kvikmyndasafnsins í
dag klukkan 16. Í myndinni lýsir
Romm á persónulegan hátt upp-
gangi fasismans í Evrópu fyrir
heimsstyrjöldina síðari og beitir
til þess fréttamyndum, meðal
annars myndskeiðum úr einka-
safni Hitlers. Á undan myndinni
verður sýndur sex mínútna kafli
úr heimildarmynd um Romm.
Sýningin verður í Bæjarbíói, bíó-
húsi Kvikmyndasafnsins, Strand-
götu 6, Hafnarfirði.
Venjulegur
fasismi Romms
HITLER Í kvikmynd sinni lýsir Romm
uppgangi fasismans í Evrópu á milli
stríða.
Tónleikanefnd Háskóla Íslands
stendur fyrir árvissri tónleika-
röð sem nefnist Háskólatónleikar.
Þeir eru haldnir í hátíðasal og
kapellu Aðalbyggingar. Boðið
er upp á afar fjölbreytt verk en
áhersla er þó á klassíska tónlist
eftir innlend og erlend tónskáld
sem ekki hefur verið flutt áður á
Íslandi.
Miðvikudaginn 23. október
klukkan 12.30 munu klarínettu-
leikararnir Ármann Helgason og
Einar Jóhannesson flytja verk
eftir Francis Poulenc og Bern-
hard Crusell og frumflytja í
fyrsta skipti hérlendis verk eftir
Áskel Másson og Elínu Gunn-
laugsdóttur. Tónleikarnir verða í
kapellu Háskóla Íslands.
Ármann og
Einar í kapellu
Þórarinn Hjartarson segir og
syngur ástarsögu Páls Ólafssonar
í bókasal Þjóðmenningarhússins í
dag klukkan 16.
Þórarinn les og syngur ljóð
Páls og með stuttri frásögn á
milli ljóðanna segja þau hug-
næma sögu Páls og Ragnhildar
konu hans.
Lífsdagbók
ástarskálds
ÁSTARSÖNGVAR Þórarinn Hjartarson
syngur ljóð Páls Ólafssonar og segir
sögu hans og Ragnhildar.
NÚ Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI
FRÁ 18. OKT. TIL 10. NÓV.
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18
GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM
TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA